Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 38
 6. MARS 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● fermingar Þótt gjafirnar heilli er það nú samt veislan sem fermingar- barnið, Helga Jóna, hlakkar mest til á fermingardaginn. Helga Jóna Guðjónsdóttir, sem verður fjórtán ára í nóvember, fermist í Hafnarfjarðarkirkju 6. apríl næstkomandi. Hún og for- eldrar hennar eru búin að skipu- leggja daginn út í ystu æsar. „Ég byrja á því að vakna og fer svo í greiðslu. Síðan fer ég í ferm- inguna í Hafnarfjarðarkirkju og síðan í veisluna. Og svo held ég að ég bjóði vinkonum mínum heim til mín um kvöldið,“ útskýrir Helga Jóna og bætir við að hún og tvær bestu vinkonur hennar fermist allar hver í sinni vikunni. „Við fermumst allar í sitthvorri vik- unni, í röð, og þannig getum við mætt í fermingar hinna,“ segir hún. Helga Jóna er búin að kaupa fermingarkjólinn, sem er svartur, hvítur og bleikur. Pilsið nær niður fyrir hné og hún segir að það sé mjög þægilegt að vera í honum. Spurð hvort hann sé flottur, svarar hún „já“ á innsoginu. Utan yfir kjólinn verður hún svo í svörtum ermum úr nælon- efni og í afar fallegum skóm. „Þeir eru með háum hælum, opnir og með demanti framan á,“ útskýrir hún áfjáð. Helga Jóna ætlar líka að vera örlítið máluð á fermingardaginn. „En ekki of mikið, bara smá meik og maskara, ekkert mikið,“ segir hún. Bræður hennar tveir fermd- ust fyrir nokkrum árum og man hún vel eftir fermingardögunum þeirra og veit því hvað hún syng- ur þegar hún segir að aðal til- hlökkunarefni dagsins sé veislan. „Ég hlakka mest til veislunnar, að hitta alla fjölskylduna. En auðvit- að hlakka ég líka til gjafanna. Ég veit til dæmis að mamma og pabbi ætla að gefa mér 150.000 krónur sem þau setja inn á bók og ég get ekki tekið út fyrr en ég verð 18 ára,“ segir fermingarbarnið Helga Jóna Guðjónsdóttir að lokum. - smk Léttleiki verður í fyrirrúmi í fermingarveislu Péturs Geirs Magnússonar, því hann og dansdama hans, Helga Sigrún Hermannsdóttir, munu sýna gestunum samkvæmisdansa. Pétur Geir Magnússon vonast til þess að allir gestirnir mæti í fermingarveisluna hans á dans- skónum og svífi út á gólfið undir góðri tónlist; dansinn verður þema veislunnar og verður tónninn gef- inn með boðskortunum. Sjálfur er Pétur Geir síður en svo ókunnur því að dansa fyrir aðra því hann er margfaldur Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum og hefur oft dansað í samkvæmum og á árs- hátíðum. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir mun ferma Pétur Geir í Garða- kirkju 5. apríl næstkomandi. „Ég held ég sé ekki eins og flestir sem láta ferma sig til að fá gjafirnar því mér finnst þetta vera stór áfangi í lífi mínu. Ég er að þessu því mig langar til að fá kristilegt uppeldi og mér finnst það flott að innvígjast í lúters trúna og staðfesta það að ég trúi á guð,“ segir hann. „En auðvitað verður líka gaman að fá gjafir og pening og geta ferðast og svona.“ Pétur Geir, sem verður fjórtán ára í júlí og gengur í Garðaskóla í Garðabæ, bætir við að honum þyki sérlega vænt um að athöfnin fari fram í Garðakirkju því hún sé fjölskyldukirkjan hans; þar hafi flestir stórir fjölskylduviðburðir átt sér stað og þar komi hann oft því afi hans hvílir þar í garðinum. Garðakirkja sé ekta kirkja og þar líði honum vel. Veislan, sem verður fyrir um 110 manns, verður haldin í Rúg- brauðsgerðinni, sem er vel við hæfi því í því húsi er dansskóli Jóns Péturs og Köru og verður veislan í stóra danssalnum. „Veislan skiptir mömmu eig- inlega meira máli en mig, hún vill náttúrlega hafa hana perf- ekt, en það skiptir mig voða litlu máli hvaða servíettur verða eða hvernig servíettubrot er notað,“ segir Pétur Geir og hlær. „Ég vona bara að veislan geti orðið skemmti- leg fyrir alla, það er aðalmálið.“ Hann bætir við að hann sé svo heppinn að eiga skemmtilega fjöl- skyldu sem sé alveg til í að flippa aðeins og þess vegna ætlar hann að fara þar fremstur í flokki um kvöldið með fleiri útspilum en dansinum og mun tæknin meðal annars verða nýtt í því skyni. Hann útskýrir enn fremur að hann hafi valið að halda veisluna á laugardagskvöldi í þeirri von að veislan muni standa sem lengst. Pétur Geir er búinn að kaupa fermingarfötin, sem eru ósköp venjuleg jakkaföt. „En svo mun ég hafa nokkrum sinnum fataskipti, meðal annars dansa í kjól fötun- um,“ segir fermingarbarnið Pétur Geir, sem byrjaði að æfa dans fyrir áratug, þá þriggja ára gam- all. - smk Fermingarbarnið dansar fyrir gestina Pétur Geir Magnússon hefur léttleikann í fyrirrúmi í fermingarveislu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skór með demanti og örlítið meik Helga Jóna Guðjónsdóttir hlakkar mikið til að fermast í byrjun apríl, enda verður stúlkan afar glæsileg til fara þann dag, í bleikum, svörtum og hvítum kjól og skóm skreyttum demöntum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jón Bragi Jakobsson hlakkar mikið til 20. mars næstkomandi, þegar hann fermist frá Fella- og Hóla- kirkju í Efra-Breiðholti. „Ég er að þessu til að játa trú mína á guð,“ segir hann. „Þetta er svona eins og þegar maður var skírður.“ Jón Bragi er í Hólabrekkuskóla og verður hann fjórtán ára í ágúst. Hann segist hlakka mikið til ferm- ingardagsins, sem búið er að skipu- leggja nokkuð vel. „Dagurinn verður þannig að við förum í kirkjuna og svo í veisluna og svo fer maður heim og sér hvað maður fékk,“ segir Jón Bragi og bætir við að stjúpsystir hans hafi fermst í fyrra svo hann geti vel ímyndað sér hvernig dagurinn verði. Hann telur þó að það sé mun minna tilstand þegar strákar ferm- ast en þegar stelpur fermast. „Ég fer bara í klippingu og í jakkaföt,“ segir hann, en fermingarfötin hans eru svört, teinótt jakkaföt. Veislan verður haldin í sal í Hafnarfirði og segir Jón Bragi að hann geti átt von á 70 til 80 manns. „Ég á nokkuð stóra fjölskyldu,“ út- skýrir hann og hlær. Spurður hvað sé mesta tilhlökk- unarefnið segir hann án hiks að það sé að hitta pabba sinn, sem býr við Karíbahafið. „Ég hlakka mest til að fjölskyldan komi öll saman. Pabbi kemur frá útlöndum og það verður gaman að sjá hann,“ segir fermingarbarnið Jón Bragi. - smk Minna tilstand hjá strákum Jón Bragi Jakobsson hlakkar mest til þess að pabbi hans komi frá útlöndum í ferm- ingarveislu hans. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Himneskir herskarar – Fermingarstyttur Auðbrekka 4, gengið inn bakatil. Upplýsingar í síma 862 2783 eða 552 1783.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.