Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 4
4 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR
Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina
Glæsilegt úrval lúxusbíla
ALLIR INNFLUTTIR
OG ÞJÓNUSTAÐIR
AF UMBOÐI
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
6°
8°
-1°
3°
5°
10°
8°
5°
4°
6°
10°
12°
4°
7°
21°
12°
25°
17°
3
Á MORGUN
10-15 m/s á Vestfjörðum
annars mun hægari
18
ÞRIÐJUDAGUR
3-10 m/s
-3
0
-3
-3
-3
2
1
5
1
-3
10
7
7
10
8
10
17
-2 -1
2
11
0 -1
2
10
10
12
18
STORMHVIÐUR
SYÐRA Núna með
morgninum verður
hvöss suðaustan-
og austanátt á suð-
urhluta landsins
og má búast við
stormhviðum við
fjöll. Síðan hvessir
smám saman
annars staðar en
lægir að sama
skapi suðvestan til.
Snjókoma syðra
með morgninum
en síðar slydda
og rigning. Fer að
snjóa nyrðra í dag.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
EFNAHAGSMÁL Skuldir heimilanna
við lánakerfið námu tæplega 1.552
milljörðum króna við lok síðasta
árs, samkvæmt tölum frá Seðla-
banka Íslands. Þetta er rúmlega
sautján prósenta aukning frá árinu
2006, þegar skuldirnar námu um
1.323 milljörðum króna.
Skuldirnar vaxa hraðar en
hagkerfið, en þær voru um 122
prósent af vergri landsframleiðslu
í árslok 2007. Í árslok 2006 var
hlutfallið 114 prósent, og 90
prósent árið 2000, að því er fram
kemur í morgunkornum Glitnis í
gær. - bj
Skuldir heimilanna aukast:
Sautján prósenta
aukning 2007
LÖGREGLUMÁL Karlmaður á
þrítugsaldri var tekinn vegna
vörslu á tugum gramma af
fíkniefnum í fyrradag. Um var að
ræða amfetamín, LSD, maríjúana
og hass.
Það voru lögreglumenn af
höfuðborgarsvæðinu og Suður-
nesjum sem unnu saman, en sam-
starf þessara tveggja lögregluliða
hefur farið mjög vaxandi. Húsleit
var gerð á tveimur stöðum, í
Hafnarfirði og á Suðurnesjum, í
húsnæði sem maðurinn hafði til
umráða. Talið er að fíkniefnin
hafi verið ætluð til sölu. Maður-
inn sat inni í fyrrinótt og var
hann yfirheyrður í gær. - jss
Karlmaður handtekinn:
Tekinn með
LSD og hass
SVEITASTJÓRNARMÁL Ólafur F.
Magnússon borgarstjóri brást
reiður við spurningu Óskars
Bergssonar, borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins, í fyrradag.
Óskar spurði hvort það gæti veri
að Ólöf Valdimarsdóttir, aðstoðar-
kona Ólafs F., hefði veitt borginni
ráðgjöf um að rífa ætti húsin við
Laugaveg fjögur og sex.
Ólafur sagði borgarstjórn setja
niður við nærveru Óskars og
sagði spurningarnar um aðstoðar-
konu Ólafs F. „ósmekklegar.“
Óskar sagði fullt tilefni til þess að
spyrja út í málið, ekki síst í ljósi
þess að ef svo væri yki það ekki
við níu prósent traust borgar-
stjórnar, sem væri „sögulegt
lágmark“. - mh
Ólafur F. Magnússon:
Ósáttur við
nærveru Óskars
BANDARÍKIN, AP Hæstiréttur í
Kaliforníu tekur innan þriggja
mánaða afstöðu til þess hvort
samkynhneigðum skuli heimilað
að ganga í hjónaband. Til þess
þurfa dómarar hans að komast að
niðurstöðu um hvernig skilgreina
skuli hjónabandshugtakið.
Málflutningur fór fram í gær í
sex málum, sem komið hafa upp
frá því dómstóllinn stöðvaði
hjónavígslur samkynhneigðra í
ríkinu árið 2004. Meira en 4.000
pör gengu í hjónaband þar
veturinn 2004, en dómstóllinn
ógilti þau öll. - gb
Hæstiréttur í Kaliforníu:
Mun skilgreina
hjónabandið
HITAMÁL Í KALIFORNÍU Meðan málflutn-
ingur fór fram var efnt til mótmæla.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BREIÐAVÍK „Mér finnst of mikil
áhersla lögð á að leita að vondum
mönnum sem komu að Breiðavík
og vil fá að leiðrétta minn hlut,“
segir Kristján Sigurðsson, fyrrver-
andi forstöðumaður á vistheimil-
inu Breiðavík, um nýlega skýrslu
nefndar sem kannaði starfsemi í
Breiðavík á árunum 1952 til 1979.
Kristján tók við sem forstöðu-
maður árið 1955 og var þar í eitt ár.
Hann segir að eitt af fyrstu verk-
um sínum við komuna í Breiðavík
hafa verið að rífa í burtu timbur-
búr í kjallara hússins með aðstoð
piltanna en í því sögðust drengirn-
ir hafa verið lokaðir í refsingar-
skyni. Róbert Spanó, formaður
Breiðavíkurnefndarinnar, segist
ekki geta tjáð sig efnislega um
málefni einstakra starfsmanna en
bendir á umfjöllun nefndarinnar
um störf hans. Þar kemur meðal
annars fram að vistmenn þess tíma
segi að umönnun hafi almennt
verið góð í tíð Kristjáns. Hins
vegar kemur fram að í frásögn eins
vistmannsins sé ekki hægt að
greina hvort innilokun í klefanum
hafi verið beitt í tíð Kristjáns eða
þess forstöðumanns sem tók við af
honum. Kristján telur að af lestri
skýrslunnar geti skilist að grunur
leiki á að hann hafi látið reisa klef-
ann aftur þótt það sé af og frá.
Í frásögnum kom þó fram að
fjórir af þeim átján drengjum sem
vistaðir voru í Breiðavík í tíð
Kristján kváðust hafa orðið fyrir
kynferðislegu ofbeldi af hálfu eldri
drengs sem þar var.
Í frásögnum vistmanna af líkam-
legu ofbeldi af hálfu starfsmanna
gætti töluverðs misræmis að mati
skýrsluhöfunda. Í skýrslunni er
vísað í álitsgerð dr. Gísla H. Guð-
jónssonar um Breiðavík en í henni
kemur fram að hann telji meiri
líkur en minni á því að vistmenn
hafi þurft að sæta illri meðferð og/
eða ofbeldi af hálfu annarra vist-
manna á þessu tímabili. Þá telur
hann einnig meiri líkur en minni á
því að vistmenn hafi þurft að sæta
minni háttar líkamlegum refsing-
um af hálfu starfsmanna. Komast
nefndarmenn þó að þeirri niður-
stöðu að gæta þurfi varfærni þegar
dregnar eru ályktanir af frásögn-
um um illa meðferð og því séu ekki
nægar forsendur fyrir að álykta á
sama veg og dr. Gísli gerir í álits-
gerð sinni. Við það er Kristján þó
ekki sáttur. „Er ég kannski sekur
vegna vafans? Ég tel að vistin í
Breiðavík hafi ekki haft góðar
afleiðingar á drengina sem þar
voru vistaðir. Hins vegar finnst
mér umræðan hafa verið full öfga-
kennd og leitin að vondum körlum
gengið of langt,“ segir Kristján
sem einnig saknar þess að mennt-
unar sinnar hafi ekki verið getið í
skýrslunni. karen@frettabladid.is
Þykir umræða um
Breiðavík öfgafull
Fyrrverandi forstöðumaður í Breiðavík gagnrýnir vinnubrögð nefndar um
Breiðavíkurskýrslu. Sá vafi sem ríki um sína stjórnunarhætti sé óþægilegur.
Leit að sökudólgum hafi gengið of langt og hann vilji leiðrétta sinn hlut.
BREIÐAVÍK Kristján bendir á að hann var
ráðinn til tveggja ára sem forstöðumað-
ur Breiðavíkur, hins vegar þóttu honum
aðstæður óhæfar fyrir börn og einangrun
óviðunandi og því hafi hann sagt starfi sínu
lausu eftir eitt ár.
FYRRVERANDI FORSTÖÐUMAÐUR
BREIÐAVÍKUR Kristján Sigurðs-
son hefur alla tíð starfað með
börnum og kemur enn að þeim
störfum þótt hann sé kominn á
níræðisaldur. Honum finnst sá
vafi um að hann hafi beitt ofbeldi
slæmur og ekki til marks um góð
vinnubrögð. Hann hafi viljað láta
bóka í skýrslu Breiðavíkurnefndar
frásögn sína um að ofbeldi hefði
hann aldrei beitt.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FORMAÐUR
BREIÐAVÍKUR-
NEFNDAR
Róbert Spanó
segist ekki
geta tjáð sig
efnislega
um málefni
einstakra for-
stöðumanna
en vísar í
skýrsluna um
málið.
ORKUMÁL Rafmagn fór af nokkr-
um götum í Reykjavík um
klukkan 19 í gærkvöldi vegna
bilunar á háspennustreng.
Viðskiptavinir verslunarinnar
Nóatúns í Nóatúni létu myrkrið
ekki slá sig út af laginu og héldu
matarinnkaupum áfram, enda
kassakerfið í gangi, þökk sé
vararafstöð. Samkvæmt upplýs-
ingum frá bilanavakt Orkuveitu
Reykjavíkur var rafmagnið
komið aftur á eftir um hálfa
klukkustund. Viðgerð á strengn-
um bíður þó þar til í dag. - bj
Rafmagnslaust í hálftíma:
Versluðu áfram
í myrkrinu
MYRKRAVERK Viðskiptavinir verslunar-
innar Nóatúns létu rafmagnsleysið ekki
trufla sig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FRÉTTABLAÐIÐ, AP Forseti Ekvadors, Rafael Correa,
sakar Kólumbíustjórn um að hafa, með árás sinni á
skæruliða innan landamæra Ekvadors, viljað koma í
veg fyrir að skæruliðarnir létu lausa fleiri gísla.
Correa studdi fullyrðingar þessar engum sönnun-
um, en þetta sagði hann á fundi með forseta
Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva. Correa fór á fund
Silva til að afla stuðnings í deilu sinni við Kólumbíu-
stjórn út af árásinni á laugardag. Correa krefst þess
að sem flest ríki fordæmi skilyrðislaust árásir
Kólumbíuhers á laugardaginn á bækistöðvar
skæruliðasveita FARC innan landamæra Ekvadors. Í
árásinni féll meðal annars einn af leiðtogum
sveitanna, sem boða marxíska byltingu en stunda
fíkniefnasmygl og mannrán í stórum stíl.
Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur sagt hættu
á stríði. Venesúelastjórn hefur, rétt eins og Ekvador,
sent þúsundir hermanna að landamærum Kólumbíu
og býr sig undir átök. „Ef þessum verknaði verður
látið órefsað er þessi heimshluti í hættu, vegna þess
að næst gæti höggið riðið á Perú, eða Brasilíu,
Venesúela, Bólivíu, eða hvaða landi hér sem er,“
sagði Correa í gær. - gb
Spenna magnast enn milli grannríkja í Suður-Ameríku:
Forseti Ekvadors safnar liði
VIÐ LANDAMÆRI KÓLUMBÍU Ekvadorskir hermenn á eftirlits-
ferð í frumskóginum skammt frá landamærum Kólumbíu.
NORDICPHOTOS/AFP
GENGIÐ 05.03.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
131,0144
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
66,06 66,38
130,79 131,43
100,30 100,86
13,458 13,536
12,749 12,825
10,703 10,765
0,6374 0,6412
106,37 107,01
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR