Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 54
 6. MARS 2008 FIMMTUDAGUR18 ● fréttablaðið ● fermingar Unglingar eru eins og ferskir ávextir; ilmandi, yndislegir og litríkir. Þann blómatíma lífsins ættu fermingarskreytingar að endurspegla, að mati Bertu Heiðarsdóttur blómaskreytis í Blómagalleríi á Hagamel, en þaðan koma þessar stáss- legu kertaskreytingar fyrir fermingar daginn. „Þetta eru hefðbundnar skreyting- ar þar sem við sameinum kerti og blóm, í stað þess að setja blóm í vasa og hafa kerti stakt í stjaka. Þetta er bara ein hugmynd, en við í Blóma- galleríi erum á því að nota eingöngu blóm, kerti og servíéttur á ferming- ardaginn,“ segir Berta og bætir við að slíkt sé fallegast, einfaldast og yfrið nógu tilkomumikið á þessum stóra degi í lífi unglingsins. „Þetta er hátíðisdagur í lífi barns og um að gera að hafa allt sem fersk ast. Eftir harðan vetur er dás- amlegt að bera á borð blómaskreyt- ingar með vorblómunum sem nú eru að lifna og koma í blómabúð- ir og hér notum við litrík blóm sem einkenna þennan árstíma,“ segir Berta, sem í fyrra fermdi dreng og fermir stúlku í ár. „Í fyrra mátti ég ráða öllu en nú engu,“ segir hún og skellir upp úr yfir mismun kynjanna. „Stelpur hafa mjög ákveðnar skoðanir á út- liti skreytinga sinna en þær eru líka svo þroskaðar. Ég ráðlegg fólki að hafa ferminguna einfalda í sniðum þegar kemur að blómum og kertum, því á tímabili var farið gera svo mikið úr fermingunni og skreytingar orðnar yfirþyrmandi þegar fólk var farið að setja steina og annað á veisluborðið. Slíkt nýtur ekki vinsælda í dag og staðreynd að of íburðarmiklar blómaskreytingar týnast á kökuborði þar sem hátíð- legar tertur og mikið skreytt veislu- föng draga frá þeim athygli. Ein svona kertaskreyting á veisluborðið og stöku blóm í vasa meðal gestanna er fallegast. Það er unga fólkið sem á þennan dag og um að gera að leyfa ferskleika þess að njóta sín.“ - þlg Æskufjör unglinganna speglast í vorblómunum Glæsileg kerta- og blómaskreyting frá Blómagalleríi fyrir fermingarstrákinn, en í hana er notað himinhátt kerti og fersk blóm eingöngu, úr vorbúri náttúrunnar. Sakleysislega fögur skreyting, eins og fermingarstúlkan er sjálf. Hátt kerti skreytt með perlum sem mynda kross. Fersk vorblóm í kvenlegum litum. Hér er bleikum, hvítum og dimmrauðum blóm fléttað saman á listileg- an hátt utan um kerti fermingarstúlkunnar. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A RN ÞÓ R Blá og hvít blóm ásamt fallegum laukum, mynda yndislegan nátt- úrukrans utan um fermingarkertið. Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is ®
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.