Fréttablaðið - 06.03.2008, Side 54
6. MARS 2008 FIMMTUDAGUR18 ● fréttablaðið ● fermingar
Unglingar eru eins og ferskir
ávextir; ilmandi, yndislegir og
litríkir. Þann blómatíma lífsins
ættu fermingarskreytingar að
endurspegla, að mati Bertu
Heiðarsdóttur blómaskreytis
í Blómagalleríi á Hagamel,
en þaðan koma þessar stáss-
legu kertaskreytingar fyrir
fermingar daginn.
„Þetta eru hefðbundnar skreyting-
ar þar sem við sameinum kerti og
blóm, í stað þess að setja blóm í vasa
og hafa kerti stakt í stjaka. Þetta er
bara ein hugmynd, en við í Blóma-
galleríi erum á því að nota eingöngu
blóm, kerti og servíéttur á ferming-
ardaginn,“ segir Berta og bætir við
að slíkt sé fallegast, einfaldast og
yfrið nógu tilkomumikið á þessum
stóra degi í lífi unglingsins.
„Þetta er hátíðisdagur í lífi barns
og um að gera að hafa allt sem
fersk ast. Eftir harðan vetur er dás-
amlegt að bera á borð blómaskreyt-
ingar með vorblómunum sem nú
eru að lifna og koma í blómabúð-
ir og hér notum við litrík blóm sem
einkenna þennan árstíma,“ segir
Berta, sem í fyrra fermdi dreng og
fermir stúlku í ár.
„Í fyrra mátti ég ráða öllu en nú
engu,“ segir hún og skellir upp úr
yfir mismun kynjanna. „Stelpur
hafa mjög ákveðnar skoðanir á út-
liti skreytinga sinna en þær eru
líka svo þroskaðar. Ég ráðlegg
fólki að hafa ferminguna einfalda
í sniðum þegar kemur að blómum
og kertum, því á tímabili var farið
gera svo mikið úr fermingunni og
skreytingar orðnar yfirþyrmandi
þegar fólk var farið að setja steina
og annað á veisluborðið. Slíkt nýtur
ekki vinsælda í dag og staðreynd að
of íburðarmiklar blómaskreytingar
týnast á kökuborði þar sem hátíð-
legar tertur og mikið skreytt veislu-
föng draga frá þeim athygli. Ein
svona kertaskreyting á veisluborðið
og stöku blóm í vasa meðal gestanna
er fallegast. Það er unga fólkið sem
á þennan dag og um að gera að leyfa
ferskleika þess að njóta sín.“ - þlg
Æskufjör unglinganna
speglast í vorblómunum
Glæsileg kerta- og blómaskreyting frá
Blómagalleríi fyrir fermingarstrákinn, en
í hana er notað himinhátt kerti og fersk
blóm eingöngu, úr vorbúri náttúrunnar.
Sakleysislega fögur skreyting, eins og
fermingarstúlkan er sjálf. Hátt kerti
skreytt með perlum sem mynda kross.
Fersk vorblóm í kvenlegum litum.
Hér er bleikum, hvítum
og dimmrauðum blóm
fléttað saman á listileg-
an hátt utan um kerti
fermingarstúlkunnar.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/A
RN
ÞÓ
R Blá og hvít blóm
ásamt fallegum
laukum, mynda
yndislegan nátt-
úrukrans utan um
fermingarkertið.
Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is
®