Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI fermingarFIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 Fallegar skreytingarí fermingarveisluna BLS. 6 Sími: 512 50006. mars 2008 — 65. tölublað — 8. árgangur FERMINGAR Séntilmenni og dans- andi fermingarbörn Sérblað um fermingar FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Búnaðarsamband Suðurlands 100 ára Markmiðið að efla bú- rekstur og standa vörð um hagsmuni bænda á Suðurlandi. TÍMAMÓT 32 STEINUNN VALA SIGFÚSDÓTTIR Stökk á gylltu og svörtu kengúruleðurstígvélin tíska heimili Í MIÐJU BLAÐSINS VelduektaMyllu Heimilisbrauð - brauðið sem allir á heimilinu velja Skráning á landsbanki.is 28. febrúar til 9. mars Opið 10–18 alla daga Spurt er um lið Fulltrúar liða MA og MH í Gettu betur sitja fyrir svörum um helgi- siði og kynþokkafyllsta meðliminn. FÓLK 46 Flottasta nafnið Spilverk þjóðanna þykir flottasta íslenska hljómsveitar- nafnið. FÓLK 58 PÁLMAR PÉTURSSON Hélt að ávíturnar væru grín Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands óánægð með nýlegt tölublað tímarits laganema FÓLK 58 FISKELDI Norskir fiskeldismenn ætla innan fárra ára að framleiða allt að 200 þúsund tonn af eldis- þorski á ári. Eldistækni þeirra fleygir fram. Bjartsýni þeirra byggist á góðum árangri í eldi ann- arra tegunda, en framleiðsla á laxi nemur rúmlega 700 þúsund tonn- um á ári. Norðmenn sjá þorskeldi þróast á sama hátt. Sjávarútvegs- ráðherra Noregs bindur miklar vonir við þorskeldi. Veiðar á þorski í Atlantshafi hafa dregist saman um hundruð þús- unda tonna á nokkrum áratugum. Árið 1980 voru veiddar tvær millj- ónir tonna í Norður-Atlantshafi en veiði er nú áætluð um 750 þúsund tonn. Á fiskveiðiárinu 2007 til 2008 hefur þorskafli við Ísland verið ákveðinn 130 þúsund tonn og hefur aldrei verið minni. Björn Ævarr Steinarsson, sviðsstjóri veiðiráð- gjafarsviðs Hafrannsóknastofnun- ar, segir að ekki sé að vænta neinn- ar aukningar í þorskveiðum á næstu fimm árum. „Raunar verður engin aukning nema við fáum inn sterka nýliðun á næstu tíu til fimmtán árum. Þess misskilnings virðist gæta í þjóðfélaginu að þetta muni gerast á mun skemmri tíma.“ Í þessu ljósi starfa fiskeldismenn í þeim löndum sem þorskveiði hefur tíðkast í stórum stíl. Guðbergur Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fiskeldis- stöðva, segir ljóst að Norðmenn séu komnir á mikið flug á meðan lítið sé að gerast í þorskeldi annars staðar. Hann bendir á að yfir hundr- að fyrirtæki stundi þorskeldi í sjókvíum í Noregi. „Þar ríkir mikil bjartsýni og peningar streyma inn í þorskeldið víðs vegar að. Hér er það ekki tilfellið.“ Guðbergur segir að Norðmenn hafi leyst öll vanda- mál í tengslum við laxeldi og þaðan sé sjálfstraust þeirra í þorskeldi komið. Ýmis vandamál við þorskeldið eru óleyst en norskir eldismenn sjá það ekki sem hindrun. „Við höfum aðstöðuna, þekkinguna og fjár- magnið,“ segir Hogne Bleie, fram- kvæmdastjóri Atlantic Farms, í viðtali við Fréttablaðið. Fyrirtæki hans er eitt stærsta fiskeldisfyrir- tæki Noregs og stefnir á að fram- leiða tæp 28 þúsund tonn af eldis- þorski eftir fjögur ár, byggt á eigin seiðaframleiðslu. Það er svipað magn eldisþorsks og bjartsýnustu menn á Íslandi telja að verði fram- leitt í þorskeldi hérlendis árið 2015. Helga Petersen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, segir í viðtali við Fréttablaðið að væntingar stjórn- valda séu miklar til þessa iðnaðar. „Takmarkið er að koma á fót fram- leiðslu sem grundvölluð er á sjálf- bærni og miklum gæðum. Í fram- tíðinni er það mín von að þorskeldi verði eins mikilvægt fyrir Noreg og laxeldið er í dag.“ - shá / sjá síðu 18 Stefna á 200 þúsund tonna þorskeldi innan fárra ára Norskir fiskeldismenn stefna á að framleiða gríðarlegt magn af eldisþorski innan áratugar. Áætlanir næstu sjö ára hljóða upp á að framleiða meira en Íslendingar veiða af villtum þorski í dag. Áfram í Svíþjóð Hreiðar Guðmunds- son hefur framlengt samning sinn við sænska félagið Savehof til eins árs. ÍÞRÓTTIR 52 ÚRKOMUSAMT Í dag verður all- hvöss eða hvöss austanátt, hvassast syðst. Rigning eða slydda syðra en snjókoma norðan til, einkum eftir hádegi. Hiti 1-5 stig syðra annars frost 0-4 stig. VEÐUR 4 -3 -3 -3 1 3 FIMMTUDAGUR VEÐRIÐ Í DAG EFNAHAGSMÁL „Nefndin er enn að störfum,” segir Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík og formaður nefndar fjármálaráðherra um endurskoðun skattkerfisins. Nefndin hefur verið að störfum í næstum tvö og hálft ár. Nefndin hóf störf í október 2005. Hún átti að fara yfir skattkerfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins hefur nefndin ekki komið saman í marga mánuði. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, benti á að hátt hlutfall eignar í Kauphöllinni sé skráð í skattaparadísum, í Lúxemborg og Hollandi. Þetta eigi Íslendingar og eignin hlaupi á hundruðum milljarða. „Svo kann að fara að lítill eða enginn skattur verði eftir á Íslandi,“ segir Indriði. Vilji var til þess að getið yrði um eignarhaldið í skýrslu nefndarinnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að nefndin hafi ekki talið slíkt í samræmi við skipunarbréf sitt. Samkvæmt yfirlýsingu ráðherra frá haustinu 2005 átti hún þó að kanna stöðu mála í löndum sem „ekki eru föst í viðjum skattahugsana vestrænna ríkja“. - ikh Nefnd fjármálaráðherra um skattkerfið hefur ekki komið saman í marga mánuði: Áralöng bið eftir skattaúttekt HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Steinunn Vala Sigfúsdóttir, stigavörðurinn geð-þekki úr Gettu betur, hefur hin síðari ár tekið upp þann sið að kaupa sér jóladress eins og hún var vön að fá sem barn. „Ég ólst upp við það að fá alltaf jólaföt en þar fyrir utan voru fatakaup ekki daglegt brauð. Ég man að það fylgdi þessum kaupum alltaf mikil spenna en ég mátti auðvitað ekki fara í dressið fyrr en á aðfanga-dag og dáðist að því úr fjarlægð. Í seinni tíð hef ég lagt það í vana minn að kaupa mér sérstakan jóla-kjól,“ segir Steinunn Vala. Fyrir síðustu jól fór hún á stúfana og féll fyrir kjól í dönsku búðinni Munthe plus Simonsen. „Hann er úr silki með útsaumuðu munstri og ofsalega þægilegur, segir Steinunn Vala en þægindi þurfa að einkenna fötin hennar til að þau endi ekki inni í skáp. Steinunn Vala á síðan skó sem hún festi kaup á í London fyrir nokkru og smellpassa við. „Við fórum tvær stöllur og ætlaði ég að finna mér svört stígvél. Við kunnum greinilega ekki nógu vel á borgina og varð ekkert ágengt. Þegar bílstjórinn kom til að fara með okkur á hótelið vorum við heldur súrar og óánægðar með afraksturinn. Hann var greinilega vanur þessu, tók sveigju, stoppaði fyrir utan skóbúð og sagði að þar myndum við finna stígvélin.“Það kom á daginn og Steinunn Vala keypti stígvél úr kengúruleðri með gylltu fóðri. „Þau voru nú í dýr-ari kantinum en ég varð bara að stökkva á þau,“ segir hún og hlær. Steinunn Vala hefur verið stigavörður Gettu betur síðustu fimm ár og kann því vel. Hún er verkfræð-ingur að mennt og vinnur á arkitektastofunni Batt-eríinu. „Stefnan er að verða arkitekt en ég vil þó halda sem flestu opnu.“ vera@frettabladid.is Í barndóm einu sinni á ári Steinunn Vala fann langþráð stígvél eftir ábendingu frá bílstjóra í London. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R UPP AÐ ALTARINU Systurnar Lína, Lilja og Jóna opnuðu nýlega brúðar- kjólaleigu en hugmyndin að leigunni kviknaði eftir að Lína fékk bónorð og hóf leit að brúðarkjól sem fannst hvergi. TÍSKA 2 EGG UM ALLT HÚS Fallegt páskaskraut lífgar svo sannarlega upp á heimilið yfir hátíðirnar. Þótt eggin séu alltaf mest áberandi er líka eitthvað krúttlegt við kanínur og unga í glaðlegum litum. HEIMILI 4 UPPLÝSINGAR O is ing Mjódd RAFMAGNSHITARAR VERÐ FRÁ 1.990 ne tv er slu n ish us id. is VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, stóð í 2,03 á hlutabréfamark- aðnum Nasdaq við lokun í gær og hefur ekki verið lægra í um fimm ár. Gengið komst í 1,85 seint í mars árið 2003, en lægst komst það í 1,66 í september 2002. Gengi félagsins hefur lækkað úr 3,01 frá því greint var frá uppsögnum 60 starfs- manna fyrir síðustu helgi. Þá lýsti Kári Stefánsson, forstjóri félagsins, því yfir að erfiðleikar væru við fjármögnun félagsins vegna aðstæðna á mörkuðum. Kári hefur þó sagt að rekstrarfé til næstu tveggja ára sé tryggt. - bj Hlutabréf í deCODE falla: Gengið ekki lægra í fimm ár KÁRI STEFÁNSSON ÁHRIF FIÐRILDANNA UNIFEM stóð í gærkvöldi fyrir göngu þar sem athygli var vakin á ofbeldi gegn konum í þróunarlöndunum. Þar fór þjóðþekkt fólk svo sem Þórunn Sveinbjarnardóttir ráðherra, tónlistarkonan Lay Low og Þórunn Lárusdóttir leikkona. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.