Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 18
18 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR V ið höfum aðstöðuna, þekkinguna og nægt fjármagn“, segir Hogne Bleie, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Atlantic Farms. Fyrirtæki hans er eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki Noregs og stefnir á að framleiða tæp 28 þúsund tonn af eldisþorski eftir fjögur ár, byggt á eigin seiðaframleiðslu. Þessi mikla bjartsýni sem birtist í orðum Bleie einkennir aðra framleið- endur í þorskeldi í Noregi. Þeir sjá fyrir sér gríðarlegan vöxt innan greinarinnar á komandi árum. Óleyst vandamál sem steðja að þorskeld- inu í Noregi og annars staðar telja þeir fyrir- stöðu sem verði ýtt úr vegi með fagmennsku í rekstri og trausti á ríkisstyrkt þróunar- og rannsóknaverkefni. Bjartsýni þeirra byggir á laxeldisævintýri Norðmanna þar sem öll vandamál voru leyst með þeim árangri að framleiðsla á eldislaxi var 706 þúsund tonn í fyrra og skilaði Norðmönnum jafnvirði 190 milljarða íslenskra króna í tekjur. Ævintýri á teikniborðinu Norðmenn bera höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir þegar kemur að þorskeldi. Árið 2007 var framleiðsla þeirra um fimmtán þúsund tonn og gera framleiðendur ráð fyrir tuttugu þúsund tonna framleiðslu árið 2008. Þetta er þó aðeins vísir að því sem koma skal ef áætlanir þeirra ganga eftir. Á næstu fimmtán árum gera Norðmenn ráð fyrir að auka framleiðslu sína jafnt og þétt og blása á allar hrakspár vísinda- samfélagsins, sem vill fara hægar í sakirnar á meðan vandamál við eldið verða leyst. Ekki þarf þó að leita langt aftur til að sjá allt aðra mynd í þorskeldi í Noregi. Framleiðslan var aðeins 200 tonn árið 2000. Framan af kom framleiðslan úr áframeldi, en þá er villtur fiskur fangaður og fóðraður í ákveðinn tíma fyrir slátrun. Nú er aleldi allsráðandi í kjölfar þess að seiðaeldisstöðvar náðu tökum á framleiðslu seiða, en skortur á þorskseiðum hamlaði um tíma uppbyggingu á matfiskeldi á þorski. Þrettán stórar seiðaeldisstöðvar eru í Noregi og tvær í byggingu. Þegar þær hafa allar tekið til starfa er framleiðslugeta þeirra metin um 100 milljónir seiða. Slíkt seiðamagn gefur framleið- endum tækifæri til að framleiða gríðarlegt magn af þorski, allt að 300 þúsund tonn. Miklar væntingar eru bundnar við þorskeldið og bjartsýnin grundvallast af laxeldisævintýr- inu, eins og áður sagði. Í Noregi gera menn sér vonir um að þorskeldi þróist á sama hátt og laxeldi, nema kannski hraðar ef eitthvað er. Árið 1975 var framleiðsla á laxi tæp 900 tonn en var rúmlega 700 þúsund tonn í fyrra. Eins og staðan er í dag er þróunin í þorskeldi hraðari en var í laxeldinu þegar það var að ná flugi um 1980. Í dag er tap á hverju framleiddu kílói um 120 krónur en ef það tekst að gera framleiðslu- ferlið í þorskeldi arðbært má ætla að þróunin verði hraðari en í laxeldinu. Stór fyrirtæki – nægt fjármagn Hogne Bleie, framkvæmdastjóri Atlantic Farms, telur allar aðstæður vera fyrir hendi til að fyrirtæki hans taki flugið. Undir þessi sjónarmið taka forsvarsmenn annarra þorsk- eldis fyrirtækja í Noregi sem Fréttablaðið hefur rætt við að undanförnu. Björn Simonsen, forstjóri þorskeldisfyrirtækisins Spon Fish ASA sem er með starfsstöðvar í Norður-Noregi, segir að takmark fyrirtækisins sé að verða leiðandi á sviði þorskeldis. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir að framleiða að minnsta kosti tíu þúsund tonn af þorski árið 2012. Langtímamarkmið okkar er ekki skilgreint að öðru leyti en því að framleiða eins mikið og reynsla okkar leyfir þegar þar að kemur.“ Fyrirtækið framleiðir í dag um sex til sjö milljónir seiða til eigin nota en getur framleitt mun meira án þess að miklar fjárfest- ingar komi til, eins og á við um aðrar seiða- stöðvar í Noregi. Mikil aukning seiðafram- leiðslu krefst ekki mikils fjármagns frá því sem nú er. Til samanburðar eru framleidd um 200 þúsund seiði árlega á Íslandi. Talið er að norsk þorskeldisfyrirtæki hafi fjárfest um þrjátíu milljarða íslenskra króna í þorskeldi frá árinu 2001. Að langmestu leyti er um hlutafé að ræða. Codfarmers, eitt stærsta þorskeldisfyrirtæki Noregs, var skráð í Kauphöllinni í Osló síðla árs 2006. Fyrirtækið hefur sótt þangað um þrjá milljarða íslenskra króna á þeim tíma. Greinin fær líka góðan stuðning frá stjórnvöldum og framlag til rannsókna- og þróunarverkefna er um tveir milljarðar íslenskra króna á hverju ári. Vart þarf að taka fram að slík verkefni á Íslandi eru ekki styrkt í neinu samhengi við það sem Norðmenn hafa úr að moða. Tekið skal fram að tregða hefur verið innan norska bankakerfisins að veita fjármagni til reksturs þorskeldis- fyrirtækja. Því er ljóst að fjármagn þarf að koma frá fjárfestum í formi hlutafjár. Það hefur að sögn framleiðenda gengið ágætlega hingað til. Fjárþörfin er mikil og talið að um 35 milljarða íslenskra króna þurfi til fjárfest- inga og rekstrar til að framleiða 100 þúsund tonn af eldisþorski. Mörg af stærri þorskeldisfyr- irtækjunum eru stórtæk í laxeldi og þorskeldi enn lítill hluti af starfsemi þeirra. Ágæt afkoma hefur verið í laxeldi og mögulegt að nýta þann hagnað til þróunar þorskeldis, sem verður vaxtar- broddur í norsku fiskeldi þar sem takmörk eru fyrir aukningu á laxeldi úr því sem komið er. Efasemdarraddir Vöxtur þorskeldis í Noregi er þó ekki jafn átakalaus og skilja má af framleið- endum. Vísindasamfélagið bendir á að nauðsynlegt sé að leysa vandamál vegna sjúkdóma sem komið hafa upp auk annarra tæknilegra vandamála við eldið. Nokkur fyrirtæki hafa líka orðið fyrir alvarlegum áföllum og dregið saman seglin eða jafnvel hætt rekstri. Eitt dæmið er fyrirtækið Marine Harvest, sem var stærsta þorskeldisfyrirtæki Noregs um tíma. Vandamál vegna fisksjúk- dóma hafa orðið þess valdandi að starfsemin er nú ekki svipur hjá sjón. Einnig horfa menn til Bretlands þar sem stærsta þorskeldisfyrirtæki þar í landi, Johnsons Seafarms, hefur lent í miklum vanda og er nú að öllum líkindum gjaldþrota. Boðskapur sjávarútvegsráðherrans Framleiðendur eru bjartsýnir um framtíð þorskeldis í Noregi og undir það taka stjórn- völd. Helga Petersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir í viðtali við Fréttablaðið að stjórnvöld hafi miklar væntingar til þorskeldisins. „Takmarkið er að koma á fót framleiðslu sem grundvölluð er á sjálfbærni og miklum gæðum. Í framtíðinni er það mín von að þorskeldi verði jafn mikilvægt fyrir landið og laxeldið er í dag.“ Upphaf og þróun þorskeldis í Noregi Tilraunir með þorskklak hófust fyrst árið 1884 í klakstöð í Flödevigen í Suður- Noregi. Sleppingar náðu hámarki á árunum 1920-50, en þeim var síðan hætt í byrjun áttunda áratugarins og höfðu þá tilraunir staðið yfir í tæp hundrað ár. Það var ekki fyrr en á seinni hluta áttunda áratugarins að farið var að sleppa þorskseiðum sem áður höfðu verið fóðruð. Fyrstu árin gekk framleiðsla þorsk seiða erfiðlega, en árið 1983 tókst að framleiða verulegt magn seiða. Matfiskeldi á þorski hófst um miðjan níunda áratuginn. Umsvif voru ekki mikil; vel undir þúsund tonnum á ári. Áhugi minnkaði fyrir þorskeldi þegar líða fór á síðasta áratug. Samstarf um þróun þorskeldis Til að hraða uppbyggingu matfiskeldis á þorski, bæði með eldisseiðum og villtum þorski, stendur yfir verkefnið Sats på torsk. Þetta verkefni er á vegum Norsku sjávarafurðamiðstöðvarinnar (Norsk Sjømatsenter), sem í er fjöldi félaga og fyrirtækja. Miðstöðin er tengiliður á milli menntastofnana, rannsóknastofnana og stjórnsýslu og hefur það markmið að hraða þróun sjávarútvegs og fiskeldis í Noregi. Risaskref tekin í norsku þorskeldi Norskir fiskeldismenn ætla að framleiða 200 þúsund tonn af þorski innan fárra ára. Forskot þeirra í eldistækni er mikið og strax árið 2015 ætla Norðmenn að framleiða álíka mikið af eldisþorski og Íslendingar veiða af villtum þorski í dag. Á fimm árum hefur þorskeldi í Noregi tekið risastökk fram á við enda hefur miklum fjármunum verið varið til uppbyggingar atvinnutækja og þróunarmála. Fréttaskýring: Þorskurinn er næsta eldisævintýri 1. hluti ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 ´10 ´11 ´12 ´13 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 250 200 150 100 50 0 Seiði Framleiðsla Spá um framleiðslu þorskseiða og sláturfisks Se ið af ra m le ið sl a í m ill jó nu m Fram leiðsla x1.000 tonn 5-10 11-20 21-30 31-40 Þorskeldisfyrirtæ ki í N oregi FYRSTA GREIN AF FIMM Á morgun: Þorskeldi á Íslandi – staða og framtíð FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is Codlink-verkefnið Codlink-verkefnið er samstarfsvettvangur fimmtán stórra þorskeldisfyrir- tækja í Noregi. Helsta markmiðið er samvinna í framleiðslu og markaðs- setningu í þorski. Samvinnan er hugsuð til að flýta þróun þorskeldis. Takmarkið er að framleiða gæðavöru á fyrir fram skilgreinda markaði þar sem verð er hærra en gengur og gerist á hefðbundnum mörkuðum. Fundir eru haldnir fjórum sinnum á ári og er þá upplýsingum dreift á milli aðila. Verkefnið hefur notið styrkja frá stjórnvöldum. NOREGUR Íbúafjöldi: 4,3 milljónir Flatarmál: 323.900 km2 fjöldi 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 15.000 12.000 9.000 6.000 3.000 0 Þorskframleiðsla í Noregi og á Íslandi Noregur Ísland 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 750 650 550 450 350 250 150 50 0 Framleiðsla Norðmanna á eldislaxi x 1000 tonn Osló Björgvin Þrándheimur Tromsö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.