Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 78
42 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR
Gamanleikarinn Will Ferrell leikur körfu-
boltakappann Jackie Moon í grínmyndinni
Semi-Pro sem verður frumsýnd hér-
lendis um helgina. Ferrell sló fyrst í
gegn eins og svo margir aðrir í gam-
anþáttunum Saturday Night Live.
Aðeins fimm ár eru liðin síðan Ferrell lék sitt
fyrsta aðalhlutverk, eða í gamanmyndinni Old
School þegar hann lék hinn stórundarlega Frank
„The Tank“ Richard. Síðan þá hefur hann
leikið í hverjum smellinum á fætur
öðrum og má þar nefna Elf, Anchorm-
an, Talladega Nights og Blades of
Glody. Einnig hefur hann farið með
minnisstæð aukahlutverk í Zoolander,
Wedding Crashers og Starsky & Hutch
á móti nokkrum af félögum sínum úr
„Frat Pack“-hópnum, Ben Stiller,
Owen Wilson og Vince Vaughn.
Sjö ár í Saturday Night Live
Hinn fertugi Ferrell fékk leiklistar-
bakteríuna er hann stundaði nám við
Irvine-menntaskólann í Kaliforníu.
Þar vakti hann athygli fyrir að lesa
upp daglegar tilkynningar í
hátalarakerfið með hinum ýmsu
grínröddum. Eftir að hafa útskrif-
ast úr háskólanum í Suður-
Kaliforníu gekk Ferrell til liðs við
spunaleikhópinn The Groundlings
og þar kynntist hann Chris Kattan. Varð þeim vel til
vina og nokkru síðar gengu þeir til liðs við
Saturday Night Live, eða árið 1995. Eftir
brösugt gengi fyrsta árið kom Ferrell
sterkur inn á sínu öðru ári og sló í gegn
með eftirhermum sínum. Sérstaklega þótti
hann ná George W. Bush Bandaríkjaforseta
vel.
Golden Globe-tilnefningar
Ferrell yfirgaf Saturday Night Live árið
2002 eftir sjö ára sigurgöngu og varð
þá eini meðlimur þáttanna sem
var kvaddur af kollegum sínum í
lokaþættinum. Síðan hefur hann
átt farsælan kvikmyndaferil og
tvívegis hefur hann verið
tilnefndur til Golden Globe-
verðlaunanna. Fyrst fyrir
hlutverk sitt í söngvamyndinni
The Producers og síðan fyrir
Stranger Than Fiction þar sem
hann sýndi á sér alvarlegri hlið
en venjulega.
Næsta mynd Ferrells á eftir
Semi-Pro er Step Brothers sem
fjallar um tvo ofdekraða náunga
(Ferrell og John C. Reilly) sem
verða stjúpbræður eftir að
einhleypir foreldrar þeirra
ákveða að gifta sig.
Fáránlegur söguþráðurinn
kemur svo sem ekki á óvart, enda
ekki við öðru að búast þegar Will
Ferrell er annars vegar.
freyr@frettabladid.is
Fáránleikinn í fyrirrúmi
WILL FERRELL Ferrell fer með hlutverk körfuboltakappans Jackie Moon í grínmyndinni Semi-Pro.
Grínistinn Þorsteinn
Guðmundsson hefur
fylgst með ferli Wills
Ferrell síðan hann lék í
Saturday Night Live.
„Hann er svona „late
bloomer“. Hann var
búinn að vera töluvert
lengi að áður en fólk
byrjaði að kveikja á
honum, sem er ekkert
einsdæmi,“ segir
Þorsteinn. „Það sem
einkennir hann er að
hann spilar út frá mjög
mannlegum hversdags-
legum nótum. Ég held
að fólk sjái sjálft sig
svolítið í honum. Hann
er ekki sá flinkasti en hann er einlægur og virkar eins og kunnuglegur
maður úr hversdagslífinu,“ segir hann. „Ég held að það sé svolítið það
sem blífur í þessum Hollywood-heimi til lengdar. Þess vegna verða
menn ekki svona bólur eins og Jim Carrey. Fólki finnst hann rosalega
fríkaður en svo fær það leið á honum.“
Þorsteinn segir Ferrell sjaldnast fara yfir strikið og það hafi fleytt
honum langt í Hollywood. „Hann heldur sig við þessar hversdagsað-
stæður og svo hefur hann kannski með reynslunni forðast dónaskap og
svoleiðis. Hann er frekar penn grínisti og ég held að það sé rosalega
vel séð í Hollywood að ráða slíka menn. Hann lendir ekki í neinum
stórvandræðum og er reglumaður sem er ekkert að sprauta sig inni á
klósetti. Ég get ímyndað mér að hann sé svolítill fagmaður.“
Þorsteinn, sem er einna hrifnastur af Ferrell í Anchorman, segist
ekki hafa tekið hann sér til fyrirmyndar í sínu gríni. „Ég var eiginlega
kominn langt af stað þegar hann fór að slá í gegn en ég hef mjög
gaman af honum.“
- fb
Will Ferrell er hvers-
dagslegur fagmaður
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Þorsteinn segir að Ferrell
spili út frá hversdagslegum nótum í sínum gamanleik.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
> Butler framleiðir
Leikarinn Gerard Butler, sem
lék í Bjólfskviðu hér á landi og
hinni vinsælu 300, hefur stofnað
sitt eigið framleiðslufyrirtæki,
Evil Twins, ásamt umboðsmanni
sínum Alan Siegel. Fyrsta verkefni
þeirra verður myndin Law Abidin
Citizen og fer Butler þar með aðal-
hlutverkið. Tvær myndir til viðbót-
ar eru á teikniborðinu, Hanging
Tale og Teacher Man.
FERRELL Ferrell sló í gegn í sjónvarpsþátt-
unum vinsælu Saturday Night Live þar sem
hann lék í sjö ár.
bio@frettabladid.is
Heimildarmyndin The Bohem-
ians eftir Þorstein J. verður
frumsýnd í Listasafni Reykja-
víkur annað kvöld klukkan 20.
Myndin fjallar um félagsskap
karlmanna í Dublin sem hefur
verið starfræktur síðan 1878.
Til að vera félagi þarf aðeins
tvennt, að vera söngvari eða
hafa óslökkvandi áhuga á
söng og að vera drengur
góður.
„Ég hljóðblandaði hana
aftur í fyrrakvöld (mánu-
dagskvöld) til að vera með
þetta alveg eins og ég vildi
hafa það,“ segir Þorsteinn
J. sem hefur unnið að mynd-
inni í tvö ár með hléum. „Það
er gaman að hvíla verkefni
eins og þetta og koma að því
aftur. Þannig skerpist frá-
sagnarhátturinn og myndin
verður einhvern veginn
skýrari.“
Þó að myndin líti út
fyrir að vera einföld
skrásetning á félags-
skapnum segir Þor-
steinn að í henni
séu þræðir sem
gefi henni aukna
vídd. „Þarna eru
element eins og
vinátta og feg-
urð og það að
halda áfram að
syngja þótt rödd-
in sé komin á áfangastað fyrir
nokkru síðan. Þetta er sam-
ræða um fegurðina má segja
og hvernig hún birtist.“
Auk þess að frumsýna
myndina í Listasafninu
hefur Þorsteinn gefið hana
út á mynddiski sem er til
sölu í Eymundsson. Hvort
hún verður sýnd erlendis
á eftir að koma í ljós.
„Myndin á klárlega
erindi til Bretlands-
eyja. Þetta var
aðeins í annað
skiptið sem það
fékkst leyfi til að
mynda þennan
félagsskap og það
tók sinn tíma að fá leyfið. En
þeir eru búnir að sjá hana og
eru ánægðir.“ -fb
Samræða um fegurðina
THE BOHEMIANS Atriði úr
heimildarmynd Þorsteins J., The
Bohemians, sem verður frumsýnd
annað kvöld.
Nýttu þér þetta
TILBOÐ
og stofnaðu rei
kning á spron.is16%
vaxtaauki!
A
RG
U
S
/
08
-0
10
0