Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 14
14 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR
SAMKEPPNISMÁL Forsvarsmenn
heildverslunarinnar Innnes fá
ekki að vita hver eða hverjir bentu
Samkeppniseftirlitinu á meint
brot Innness á samkeppnislögum.
Áfrýjunarnefnd samkeppnis-
mála telur sér í nýlegum úrskurði
óheimilt að úrskurða um kröfu
Innness þar sem rannsókn Sam-
keppniseftirlitsins er enn í gangi.
Í kjölfar fréttaflutnings af
meintu samráði á matvörumark-
aði í október á síðasta ári sendi
Samkeppniseftirlitið frá sér til-
kynningu. Þar var skorað á þá sem
teldu sig hafa upplýsingar um
samkeppnisbrot að koma ábend-
ingum til eftirlitsins. Samkeppnis-
eftirlitið fékk fjölda ábendinga, og
fékk í nóvember húsleitarheimild
hjá Innnesi og öðrum fyrirtækj-
um. Rannsóknin stendur enn yfir,
en í úrskurði áfrýjunarnefndar
samkeppnismála kemur fram að
hún beinist að hugsanlegu ólög-
legu samráði smásöluaðila og
birgja.
Innnes fór í kjölfar húsleitar-
innar fram á að fá húsleitarbeiðn-
ina og öll gögn sem henni fylgdu.
Einnig var óskað eftir upplýsing-
um um nöfn þeirra sem komið
hefðu ábendingum um fyrirtækið
á framfæri.
Kröfu Innness um að fá nöfn
þeirra sem kvörtuðu var hafnað.
Kröfunni var vísað til áfrýjunar-
nefndar samkeppnismála. Nefnd-
in vísaði málinu frá, þar sem hún
fjallar einungis um ákvarðanir
Samkeppniseftirlitsins eftir að
lokaniðurstaða hefur fengist.
Ólafur Björnsson, forstjóri Inn-
ness, vildi ekki tjá sig um málið,
en sagði í tölvupósti að það væri
til skoðunar hjá fyrirtækinu. - bj
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála vísar frá kröfu heildverslunarinnar Innness:
Vilja nöfn þeirra sem kvörtuðu
NEITA Samkeppniseftirlitið neitar að
afhenda heildsölunni Innnesi upplýs-
ingar um það hverjir komu ábendingum
um meint brot á samkeppnislögum á
framfæri.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
UNDIRBÝR HÁTÍÐARHÖLD Munkur
þessi í Bútan var að útbúa skreytingar
fyrir hátíðarhöld þar í landi þegar
myndin var tekin af honum. Kosningar
verða haldnar þar í lok mánaðarins.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur
Passat
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
FÆREYJAR Vel á þriðju milljón króna
hefur safnast í fjársöfnun fyrir
íbúa Skálavíkur í Færeyjum en
þetta 300 manna samfélag varð
mjög illa úti í óveðri um mánaða-
mótin janúar-febrúar.
Er tjónið talið velta á milljónum
króna þar sem höfn, fiskverkunar-
hús, verslun og vegir skemmdust
mikið. Auk þess eyðilögðust nær
allir bátar byggðarlagsins og þá
skolaði stórum hluta kirkjugarðs-
ins á haf út. „Við ætlum að safna til
14. mars og þá sendum við pening-
ana til Skálavíkur,“ segir Niels J.
Erlingsson, einn aðstandenda söfn-
unarinnar. Hann segir Linjohn
Christiansen, bæjarstjóra Skála-
víkur, ætla að taka við peningunum
en íbúunum verði sjálfum falin ráð-
stöfun þeirra.
Bæjarráð Ísafjarðar samþykkti á
fundi sínum á mánudaginn 200 þús-
und króna framlag úr bæjarsjóði.
Er þar minnt á framlag Færeyinga
vegna snjóflóðsins á Flateyri 1995
þar sem leikskólinn Grænigarður
var að mestu byggður fyrir söfnun-
arfé frá Færeyingum. Hvetur bæj-
arráð íbúa og fyrirtæki til að leggja
söfnuninni lið.
„Þarna varð sem betur fer ekki
manntjón,“ segir Halldór Halldórs-
son, bæjarstjóri á Ísafirði. „En það
er alltaf eitthvað sem ekki er alger-
lega bætt af tryggingafélögum. Við
vitum að þetta er ekki mikið en
vonumst til að þetta hjálpi til.“
Söfnunarreikningurinn er númer
0565-14-607914 í Glitni og er kenni-
talan 270366-3019. - ovd
Bæjarráð Ísafjarðar hvetur íbúa og fyrirtæki til að leggja Skálavíkursöfnuninni lið:
Miklar skemmdir urðu í óveðrinu
FRÁ SKÁLAVÍK Í FÆREYJUM Sjór gekk á
land, braut niður mannvirki við höfnina
og eyðilagði sjóvarnargarð.
MYND/PALLA Á LAVA OLSEN
VINNUMARKAÐUR Efling stéttarfé-
lag og Samiðn hafa sent bygginga-
fyrirtækinu Stafnás greiðslu-
áskorun og hefur fyrirtækið því
frest fram á föstudag til að greiða
starfsmönnum laun. Finnbjörn
Hermannsson, formaður Samiðn-
ar, segir að verði ekki af því verði
Samiðn að setja upp launakröfur
fyrir hvern starfsmann.
Efling á hátt í sjötíu félagsmenn
hjá Stafnási og Samiðn hátt í
fjörutíu. Mennirnir hafa ekki
fengið laun í þrjár vikur. Finn-
björn segir að sumir þeirra séu
búnir að leggja fram kröfur hjá
félaginu og farnir heim eða til
annarra starfa og enn aðrir séu
enn við störf hjá Stafnási. „Við
verðum með fund með starfsfólk-
inu á föstudaginn og þá sjáum við
endanlega hvernig staðan er,“
segir Finnbjörn. - ghs
Efling og Samiðn um Stafnás:
Fá frest þar til á
morgun