Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 80
44 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is MEXÍKÓSKUR ANDI Helgi Guðmundsson segir mexíkóska stemningu ríkja á öllum fjórum hæðum Tabascos, nýs veit- ingastaðar í miðbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nýr staður var opnaður við Hafnarstræti fyrir helgi, þar sem Galileó var áður til húsa. Nú er þar að finna mexíkóskan bar og grillveitingastað, Tabascos, þar sem gestir geta komið til að svala þorstanum með mexíkóskum bjór eða gætt sér á góðri máltíð. „Við leggjum mikið upp úr vörum frá Mexíkó, og erum þess vegna til dæmis með mex- íkóskan bjór og tequila, og svo frosnar margarítur,“ útskýrir Helgi Guðmundsson, sem á staðinn ásamt Þresti Magnússyni og Sigurði Garðarssyni. Húsinu er skipt í fjórar hæðir. Aðalveitingasalirn- ir eru á annarri og þriðju hæð, en sú fjórða gengur undir nafninu Rómeó og Júlíu-hæðin. „Þar siturðu á svölum og horfir yfir salinn. Þar eru tveggja manna borð og gosbrunnur, allt mjög rómantískt,“ segir Helgi brosandi. Í kjallaranum er svo að finna sófa og spilaaðstöðu, en þar verður einnig hægt að kaupa bjór í kílóatali. „Þetta er sniðugt fyrir þá sem eru kannski að halda upp á afmæli og vilja koma í bjór. Þá vigtum við bjórkútinn þegar fólkið kemur og aftur þegar það fer, og fólk borgar eftir kílóum,“ útskýrir Helgi. Mexíkósk stemning ríkir á staðnum öllum, enda segir Helgi takmarkið vera að bjóða upp á brot úr Mexíkó í Reykjavík. Nánari upplýsingar og matseðla verður að finna á heimasíðunni tabascos.is innan skamms. - sun > PRÓFAÐU... ...að feta í fótspor nýtnustu húsmæðranna og snúa af- göngum upp í nýjar dýrindis máltíðir. Plokkfiskur sem er poppaður upp með dálitlu karríi, osti og öðru til- fallandi er herramannsmatur. Sérstak- lega þegar hann er bor- inn fram með rúg- brauði og smjöri í jöfnum hlut- föllum. Bjórinn keyptur í kílóatali Indverskur matur nýtur vinsælda víða um heim. Svokölluð „chutney“ eru oftar en ekki borin á borð með réttunum, en þar eru á ferðinni krydduð ávaxtamauk. Á Indlandi eru þau oft gerð úr ferskum ávöxt- um, en hér á landi eru þau þekktari upp úr krukkum. Mangó chutney er kannski hvað þekktast en til er mauk úr öllu frá eplum til kókoshnetu, gúrku til guava. Þó að chutney eigi rætur sínar að rekja til Indlands er maukið gott með öllum mögulegum mat. Þeir sem vilja spreyta sig á að gera sitt eigið epla-chutney geta prófað þessa uppskrift, sem er að finna á síðunni Simply Recipes, á elise.com/reci- pes. Afhýðið eplin, fjarlægið kjarnann og saxið eplin. Blandið öllu saman í meðalstórum potti og hrærið vel. Látið suðu koma upp, lækkið hitann og látið malla undir loki í um 50 mín- útur. Takið lokið af og sjóðið áfram í nokkrar mínútur til að þykkja blönd- una. Kælið. Ef maukið er sett í loft- þétt ílát geymist það í ísskáp í allt að 2 vikur. Það gæti einnig verið tilval- in tækifærisgjöf. Auðvelt eplamauk Ben Cockerill fluttist til Íslands frá Englandi fyrir rúmu ári. Hann saknar hefðbundins ensks mat- ar, en hefur sjálfur mest gaman af að reiða fram ind verskar og ítalskar máltíðir. „Ég er eiginlega hrifnastur af indverskum og ítölskum mat, og svo auðvitað hinni hefðbundnu ensku sunnudagssteik með Yorks- hire-búðingi,“ segir Ben en íslenskur kærasti hans bar ábyrgð á flutningi hans hingað til lands fyrir rúmu ári. Hann segir sunnudagssteikina á meðal þess matar sem hann saknar hvað mest. „Mamma eldaði þetta alltaf þegar við vorum lítil, og var ann- aðhvort með kjúkling eða nauta- kjöt. Svo var alltaf Yorkshire- búðingur á eftir, þar sem við vorum nú einu sinni í Yorkshire,“ útskýrir Ben. „Annars er það helst Jaffa-kex og „custard“ sem ég sakna. Ég held að Íslendingar viti ekki einu sinni hvað það er,“ segir hann og hlær við. Ben heldur þó eigin sunnudags- hefðir í heiðri, en þær taka á sig form steikingar á eggjum og beikoni að morgni dags. Hvað íslensku hefðirnar varðar segist Ben ekki eiga erfitt með neinn hefðbundinn íslenskan mat. „Ég er að venjast hákarlinum, það er alltaf verið að pína hann ofan í mig. Ég hef reyndar ekki farið á þorrablót enn þá, þannig að ég er ekki alveg viss um hvernig mér mun semja við hrúts pungana,“ segir hann hugsi. „Ég er hins vegar mjög hrifinn af bæði hrefnukjöti og hrossakjöti, sem fólk borðar alls ekki í Englandi,“ bætir hann við. Kjúklingur: Skerið þrjár risp ur í hvert kjúklingastykki með beitt- um hníf. Blandið öllu öðru saman og nuddið inn í kjúklinginn. Látið marínerast yfir nótt, eða í minnsta lagi í eina klst. Bakið þá kjúklinginn í ofni við 180 gráður þar til hann er tilbúinn. Sósa: Þurrristið kryddfræin á pönnu yfir miðlungshita í um 10 mín., eða þar til þau ilma. Merjið í mortéli þar til þau eru orðin að dufti. Steikið kryddin í olíunni í 5 mín. Bætið tómötum út á og eldið þar til þeir loða saman í sósu. Bætið safa af tilbúnum kjúkl- ingnum út í. Látið suðu koma upp, takið af hitanum og hrærið sýrð- um rjóma saman við. Smakkið til með salti og pipar. Sigtið sósuna áður en hún er borin fram. Kúskús: Eldið kúskús sam- kvæmt leiðbeiningum á pakka, notið kjúklingasoð í stað vatns. Saxið annað mjög fínt, og blandið saman við tilbúið kúskúsið. Smakkið til með salti og pipar. Saknar enskra matarhefða Kryddaður kjúklingur að hætti Ben 500g kjúklingalæri 1 tsk. túrmerik 1 tsk. mulin kúmenfræ (caraway) 1 tsk. rifið engifer ½ tsk. salt 3 hvítlauksgeirar Sósa 1 tsk. ostakúmenfræ (cummin) 1 tsk. kóríanderfræ 1 tsk. fennelfræ 1 tsk. sinnepsfræ 1 msk. grænmetisolía 3 ferskir tómatar, saxaðir 1 dl sýrður rjómi Safi af elduðum kjúklingnum Salt og pipar Stökkt kúskús 250 g kúskús 1 pakki snjóbaunir (mangetout) 1 appelsínugul paprika 2 sellerístilkar Salt og pipar N O R D IC PH O TO S/ G ET TYEPLACHUTNEY Indversk chutney henta með ýmiss konar mat. Það er lítið mál að sjóða sitt eigið. 2 stór Granny Smith-epli ½ bolli saxaður laukur ¼ bolli rauðvínsedik ¼ bolli púðursykur 1 msk. rifinn appelsínubörkur 1 msk. rifið ferskt engifer ½ tsk. allrahanda, Allspice SAKNAR SUNNUDAGSSTEIKARINNAR Ben Cockerill saknar hinnar hefðbundnu ensku sunnudagssteikar, með Yorkshire búðingi, en heldur sínar eigin hefðir í heiðri á sunnudögum, þegar hann reiðir fram egg og beikon. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hvaða matar gætirðu síst verið án? Þessa dagana er ég algjör ávaxtafíkill, svo í dag verð ég að segja að ég gæti síst verið án ávaxta. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Úff, það er erfitt að velja. En Friðrik V og félagar klikka aldrei. Þar fær maður æðislegan mat og frá- bæra þjónustu hjá Öddu. Ekki spillir fyrir ef Karen og Axel eru á svæðinu, þá er máltíðin alveg súper. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Nei, það er enginn matur sem mér finnst bein- línis vondur, en hann getur vissulega verið misgóður. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Leynivopnið mitt er að hringja bara í mömmu, þá reddast allt. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Þá fæ ég mér eitthvað rosalega gott nautakjöt. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég á alltaf til ávexti og lýsi. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Friðrik V. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Það er krókódílahamborgari. Hann var mjög skrýt- inn. Ég fékk hann á einhverjum skyndi- bitastað í Ameríku. Þetta var sem sagt hamborgarabrauð með krókódílakjöti á milli. Svo komst ég að því seinna að þetta var bara nautahakk í einhverjum krókódílabúningi, þetta var mjög spes allt saman. MATGÆÐINGURINN GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON LEIKARI Krókódílaborgari furðulegasta máltíðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.