Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 52
 6. MARS 2008 FIMMTUDAGUR16 ● fréttablaðið ● fermingar Bræðurnir Þórólfur og Árni Páll Árna- synir minnast fermingardagsins með gleði en það var faðir þeirra séra Árni Pálson sem fermdi þá báða. Bræðurnir Þórólfur og Árni Páll Árnasyn- ir eiga ljúfar minningar frá fermingunni. Faðir þeirra, séra Árni Pálsson fermdi, þá báða og sá einnig um fermingarfræðslu þeirra. Þórólfur fermdist árið 1971, einn af þremur þann daginn, í sveitasókn en Árni Páll fermdist í Kópavogssókn og var því hluti af aðeins stærri hópi. Þórólfur segir að það að vera prestsson- ur sé samofið öllu hans lífi. Einnig kenndu foreldrar bræðranna báðir við skólann sem hann var í og hitti hann þau því reglulega þótt hann væri sjálfur í heimavist. Báðir voru þeir bræður árgangi á undan sínum jafnöldrum í skóla. Þórólfur sótti fermingarfræðslu í Laugar gerðisskóla, með sínum skólasyst- kinum sem komu af öllu Snæfellsnesi, og sá faðir hans um fræðsluna. Hann fermd- ist ári seinna í Rauðamelskirkju á Snæ- fellsnesi, vorið 1971. Þeir voru þrír strák- ar sem fermdust sama dag og þætti það ef- laust frekar óvanalegt í dag. „Fermingardagurinn var vitanlega eftir- minnilegur, það að vera nánast „í aðal- hlutverki“ í litlu samfélagi var sérstakt. Veislan var fámenn, kaffi og kökur heima eftir messuna en systkinabörn og þeirra foreldrar höfðu komið vestur. Þetta var um hvítasunnuna,“ rifjar Þórólfur upp án þess að nefna annars konar „aðalhlutverk“ sem honum kunna að hafa hlotnast á öðrum vettvangi. Þótt styttra sé frá fermingu Árna Páls man hann lítið eftir sinni fermingu. Hann rifjar þó upp að hafa farið venjulega leið með sínum skólafélögum og talar um að hafa verið orðinn svo vanur því að vera prestssonurinn að það skipti engu máli þegar kom að fermingarfræðslu og ferm- ingu. „Skólasystkinin voru hætt að spá í það. Ég fermdist með mínum skólaárgangi árið 1979 og var þá 13 ára. Pabbi var þá prestur í Kópavogssókn og þar var fínt að vera. Mér þótti það ekkert tiltökumál og man ekki til þess að hafa hugsað sérstaklega út í að mínar aðstæður væru aðrar en hinna sem fermdust með mér,“ segir Árni Páll, sem fannst fermingin ljúf og fín endur- minning. Fermingargjöf foreldranna man hann þó vel þar sem hann fékk ferð til London og fór þangað með mömmu sinni stuttu síðar. Þórólfur man einnig vel eftir sínum gjöfum. „Fermingarpeningarnir voru nú ekki stór fjárhæð. Þeir voru lagðir inn í bankann og síðan notaðir í eitthvað smálegt. Aðal ferm- ingargjöfin frá foreldrunum var svefnpoki, hann er enn til og nú nýttur sem undirlag í sólbaði í sumarbústaðnum,“ viður kennir Þórólfur, ánægður með nýtnina. Þórólfur bætir við að kristin siðfræði og það sem hafi verið kennt í kristinfræði og fermingarfræðslunni hafi örugglega haft áhrif og mótað lífsviðhorf hans. „Ég held að það sé erfitt að vera ósammála þeim boð- skap að hver maður eigi að reyna að koma fram við náunga sinn eins og hann vill að komið sé fram við hann sjálfan,“ segir hann að lokum. - vaj Fermingin forsmekkur að framtíðinni Bræðurnir Árni Páll og Þórólfur Árnasynir eiga ljúfar minningar frá fermingardeginum. Þórólfur segir ferm- inguna hafa haft mótandi áhrif á allt sitt líf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þórólfur er á leið í kirkjuna á Rauðamel, annar í röðinni. Árni Páll ásamt ömmu sinni, Önnu Árnadóttur, og afa, Páli Geir Þorbergssyni, Veislulist og Skútan, Hólshrauni 3 - Hafnarfirði - 555 1810
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.