Fréttablaðið - 14.03.2008, Side 40

Fréttablaðið - 14.03.2008, Side 40
 14. MARS 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Japanska baðið er ný heilsu- lind sem opnuð hefur verið á Skúlagötu 40, Barónsstígs- megin. Mæðginin Ylva og Alexander Carlsson eiga það og reka. „Ástæðan fyrir því að við fórum út í þetta ævintýri er sú að ég fór í japanskt bað fyrir 20 árum úti í London og gleymi því aldrei,“ segir Ylva og sýnir Spa- aðstöðuna sem þau hafa útbúið á Skúlagöt- unni. Þar er öllu haganlega fyrir komið. „Við rifum allt hér innan úr sem fyrir var og innréttuðum aftur,“ lýsir hún og kveðst hafa hannað staðinn sjálf, enda innan- hússarkitekt að mennt. Athygli vekja falleg málverk víða. Þau eru eftir íslenska málara. Í Japanska baðinu fær hver og einn nærföt, slopp og handklæði eftir þörfum. Fyrst er farið í skrúbb. Þar eru menn skúraðir upp úr salti og sápum og hita er komið í kropp- inn. Eftir það er enn aukið á ylinn með því að stíga niður í 42 gráðu heita potta og ná í góða djúpslök- un. Þaðan liggur leiðin á bekk eða dýnu á gólfi þar sem farið er í olíuburð og teygjur sem jafnast á við besta orkunudd að sögn Ylvu. „Maður er eins og nýsleginn tú- skildingur í marga daga á eftir,“ fullyrðir hún sannfærandi. And- lits- og höfuðnudd er framkvæmt í stól og detox-meðferð er einn af möguleikunum. Það er fótabað sem sérstök sölt eru sett út í og virka vel til hreinsunar. Að þessari hringferð lokinni er komið inn á lítinn en huggulegan veitingastað þar sem boðið er upp á íslenskt fæði af ýmsu tagi svo sem kjarngóða súpu úr kjöti og grænmeti, brauðbollur og kökur, nýpressaðan safa og búst sem búið er til á staðnum. „Ég tel heilsu- samlegast fyrir fólk að borða sem fjölbreyttast og umfram allt að forðast megrunarkúra,“ segir Ylva og tekur fram að veitinga- staðurinn sé opinn öllum hvort sem þeir noti sér baðið eða ekki og afgreiðslutími sé frá 10 til 18. Blöð og tímarit liggja frammi um heilsu, lífsstíl og næringarfræði, meðal annars blöð sem birta nýj- ustu upplýsingar úr ýmsum rann- sóknum er varða heilsu karla. Ylva segir Japanska baðið fyrir bæði kyn og allan aldur ef frá eru talin börn. Meðferðin tekur um einn og hálfan tíma og kostar 5.500 krónur. „Það segja mér allir að þetta sé alltof ódýrt en verð- ið þarf að vera þannig að það sé á færi flestra að nota þjónustuna,“ segir Ylva og nefnir að þau mæð- gin viti hvernig það sé að hafa lítið fé handa á milli. „Okkur langar að hafa þetta þannig að allir geti veitt sér að eiga hér góða stund.“ -gun Hér er dásamlegt að dorma og slaka á. Eftir er að myndskreyta veggina. Rafknúinn nuddbekkur er fyrir þá sem eru viðkvæmir í skrokknum og geta ekki lagst niður á gólf. Eins og nýsleginn túskildingur á eftir Gott er að fá sér hressingu eftir meðferðina í notalegum borðkróknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hluti af Spa-aðstöðunni. Málverk eftir Mússu á veggjunum. Ylva og Alexander Carlsson eiga og reka Japanska baðið sem gengið er inn í af bílastæði við Barónsstíginn. Heimaleikfimi er heilsubót. Fyrir jafnt unga sem aldna. Það eru fjölmargar aðferðir sem hægt er að nýta sér við heimaleikfimina. Hvort heldur fólk kemur sér fyrir með boxpúða í kjallaranum eða bílskúrnum. Tekur jógatímann heima með mynddiski. Gengur á staðnum með útvarpsleikfiminni. Eða bara dansar að lífs og sálarkröftum um alla íbúð og syngur með. Síðan eru líka þeir sem nota tímann og hlaupa á bretti eða hjóla á staðföstum fák á meðan horft er á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Að morgni eða þegar allir aðrir hafa lagst til hvílu. Heilsuræktarstöðvar eru ekki fyrir alla. Sumir kunna ekki við líkamsrækt með fleirum. Kannski koma þeir ekki vegna öldrunar, fötlunar, veikinda eða jafnvel fæðingarorlofs. Þá er einfaldlega hægt að stofna sína eigin heilsurækt heima. Síðan er heimaleikfimin einnig ágætis viðbót fyrir þá sem fara á líkamsræktarstöðvar eða stunda annars konar heilsurækt. Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir hressandi hreyfingu heima. Spennandi heilsurækt heimavið Útrásin sem boxið gefur er óviðjafnan- leg. Markið kr.13.900 Vatnið eða heilsu- drykkur er nauðsyn- legur í spriklinu. Útilíf 1.290 Griflur til að verja hendurnar við sippið, á hjólinu eða þegar lóðum er lyft. Útilíf kr. 1.900 Tíu kílóa lóð sem eru góð í svefnherbergið. Markið kr. 3.900 Hjólið hressir mann við á kvöldin. Markið kr.36.720

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.