Fréttablaðið - 14.03.2008, Síða 64

Fréttablaðið - 14.03.2008, Síða 64
28 14. mars 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1911 Kristján Jónsson verður ráðherra Íslands. Hann sat í embætti í rúmt ár. 1933 Verkamannafélagið á Akureyri hindrar uppskipun á tunnuefni úr norska skip- unu Nova vegna launa- deilu í atvinnubótavinnu. 1950 Steingrímur Steinþórsson verður forsætisráðherra. Ríkisstjórn hans sat til sept- ember 1953. 1964 Jack Ruby er sakfelldur fyrir að myrða Lee Harvey Os- wald, meintan morðingja Kennedys, forseta Banda- ríkjanna. 1989 Mynd Magnúsar Guð- mundssonar, Lífsbjörg í Norðurhöfum, er frumsýnd í Sjónvarpinu. 2003 Femínistafélag Íslands stofnað. ALBERT EINSTEIN FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1879 „Manneskja sem aldrei gerir mistök reynir aldrei neitt nýtt.“ Albert Einstein var einn af frægustu vísindamönnum 20. aldarinnar. Þekktastur er hann fyrir afstæðiskenninguna. Hann fékk Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1921 fyrir út- skýringu sína á ljóshrifum. Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, Ásgrímur Einarsson Klöpp, 225 Álftanesi, lést á heimili sínu hinn 9. mars. Útförin fer fram frá Garðaholtskirkju hinn 19. mars kl. 15.00. Susan Minna Black Helga Linnet Stefán Hreinn Stefánsson Jóhann Linnet Júlíanna Guðmundsdóttir Viktoría Rós Sandra Dís Hólmfríður Sunna Sigrún Angela Ástkær dóttir okkar og systir, Sara Lind Eggertsdóttir, Mosarima 37, Reykjavík, lést á Barnaspítala Hringsins hinn 11. mars. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 19. mars kl. 13.00. Sigurmunda Skarphéðinsdóttir Eggert Ísólfsson Ísólfur Eggertsson Edda Rós Eggertsdóttir. Elsku eignmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, Björn Elías Ingimarsson, skipstjóri og útgerðarmaður, Bakkavegi 13, Hnífsdal, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju, laugardaginn 15. mars kl. 11.00. Theódóra Kristjánsdóttir Halldóra Elíasdóttir Guðmundur Thoroddsen Sigríður Inga Elíasdóttir Svavar Geir Ævarsson Finnbjörn Elíasson Gyða Björg Jónsdóttir Guðmunda K. Elíasdóttir Friðrik Ó. Friðriksson Margrét Ingimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þráinn Sigtryggsson skipstjóri og útgerðarmaður Grundarbraut 26, Ólafsvík, sem andaðist föstudaginn 7. mars, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 15. mars kl. 14.00. Sætaferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni (BSÍ) kl. 10.30. Guðbjörg Elín Sveinsdóttir Egill Þráinsson Hrefna Guðbjörnsdóttir Pálína Þráinsdóttir Ingvar Sigurðsson Bryndís Þráinsdóttir Valur Magnússon Sigurbjörg Þráinsdóttir Þröstur Kristófersson Björk Þráinsdóttir Lárus Einarsson Berglind Þráinsdóttir Heimir Maríuson Sigtryggur Þráinsson Margrét Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, Jakob Örn Sigurðarson, Dynsölum 10, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. mars sl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 19. mars kl. 13.00. Herdís Þorláksdóttir Sigurður M. Jónsson Rafnar Örn Sigurðarson Sigríður Guðmundsdóttir Þorlákur Jóhannsson Eyrún Hafsteinsdóttir Jón Sigurðsson og aðrir aðstandendur. Elskulegur maður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Peter Jones Vaðlatúni 6, Akureyri, sem lést þriðjudaginn 11. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 18. mars. Blóm og krans- ar afþakkaðir en þeim sem vilja heiðra minningu hans er bent á Hjartavernd. Ingibjörg M. Gunnarsdóttir Þóra Þorleifsdóttir Helgi Níelsson Kári Þorleifsson Helgi Jones Nanna Dröfn Björnsdóttir og afabörnin. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóð- ir, systir og amma, Hulda Jónsdóttir sjúkraliði, Lágholti 19, Mosfellsbæ, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 9. mars. Útförin verður auglýst síðar. Þráinn Þorsteinsson Fjalar Þráinsson Svanlaug Ída Þráinsdóttir Árni Valur Sólonsson Berglind Jóna Þráinsdóttir Jón Emil Magnússon Dagmar Jónsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, systur og mágkonu, Rebekku Ingvarsdóttur starfsmannastjóra, Smárarima 69, Reykjavík. Einar Ágúst Kristinsson Ingvar Örn Einarsson Anna Kristrún Einarsdóttir Ingvar Þorsteinsson Steinunn G. Geirsdóttir Bergljót Ingvarsdóttir Bjarni Eyvindsson Ásta Ingvarsdóttir Brynjólfur Eyvindsson Þorsteinn Ingvarsson Ragna Gústafsdóttir Geir Örn Ingvarsson Hallveig Ragnarsdóttir Þyrla Landhelgisgæsl- unnar bjargaði allri áhöfn Barðans GK 475, samtals níu mönnum, þegar skipið strand- aði við Dritvík á Snæ- fellsnesi. Aðstæður voru afar erfiðar. Tilkynning um strandið barst í gegn- um Loftskeytastöðina í Reykjavík og voru björg- unarsveitir kallaðar út á áttunda tímanum að morgni. Þær voru komnar á strandstað hálftíma síðar. Ógerningur var að ná skipverjum í land með línu vegna að- stæðna á strandstað svo þyrlan sannaði gildi sitt svo um munaði. Barðinn GK var stál- skip, 131 tonn að stærð, í eigu útgerðarfélags- ins Rafns hf. frá Sand- gerði. Fram kom í sjó- prófum að enginn hefði verið í brú skipsins og siglingatækin biluð þegar Barðann rak á land. Skipstjórinn hafði brugðið sér niður í mat- sal og taldi skipið vera á öðrum stað en raun var á og enga hættu á ferðum. Aðrir skipverj- ar sendu frá sér yfirlýsingu eftir strandið þar sem þeir lýstu fullum stuðningi við skipstjórann og sögðu að þeir treystu sér til að sigla undir hans stjórn um ókomna framtíð. ÞETTA GERÐIST: 14. MARS 1987 Frækilegt björgunarafrek í Dritvík BARÐINN GK 475 Á STRANDSTAÐ Í DRITVÍK FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í ár eru liðin tuttugu ár síðan Fella- og Hólakirkja var vígð. Vígsludagurinn er á pálmasunnudag og í tilefni þess verður ýmislegt gert í kirkjunni á árinu. Á pálmasunnudag næstkomandi verð- ur síðan hátíðarmessa í kirkjunni sem hefst kl. 14 þar sem biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjón- ar fyrir altari ásamt prestum og djákna kirkjunnar. „Tónlistarflutningur verður mjög veglegur þennan dag. Kór kirkjunnar syngur í messunni og hefur sérstaklega verið vandað til lagavals. Organisti og söngstjóri kirkjunnar, Guðný Einars- dóttir, hefur staðið í ströngu með kór- félögum við undirbúning. Og þá mun fyrrverandi organisti kirkjunnar, Lenka Mátéová, einnig spila,“ segir Ragn- hildur Ásgeirsdóttir, djákni í Fella- og Hólakirkju. Eftir messu verður kirkjugestum boðið upp á veglegar veitingar í safn- aðarheimilinu. Kirkjan þjónar tveimur sóknum og eru sóknarbörn að sögn Ragnhildar um tíu þúsund. „Fólk hérna í Efra-Breiðholti hefur alltaf verið jákvætt í garð kirkjunnar. Þess vegna vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að fagna með okkur,“ segir Ragnhildur, sem í tilefni dagsins skart- ar nýrri stólu. „Kvenfélagið Fjallkon- urnar hafa alltaf sýnt kirkjunni mikla ræktarsemi og gefið kirkjunni ómet- anlegar gjafir. Á sunnudag ætla þær að færa okkur nýja djáknastólu sem þær hafa safnað fyrir. Stólan er eftir lista- konuna Sigríði Jóhannsdóttur, en hún hefur hannað allan messuskrúðann okkar,“ segir Ragnhildur. Hún segir öflugt starf vera í kirkj- unni og nefnir þar eldri borgara- og barnastarf. „Fyrir tveimur og hálfu ári þegar ég hóf störf voru fjórir eldri borgarar sem hittust á þriðjudögum. Nú eru þeir fjörutíu og sú aukning er mjög ánægjuleg,“ segir Ragnhildur og heldur áfram: „Hér erum við með fjöl- menna listasmiðju barna þar sem bæði er sungið og dansað.“ Fram undan er síðan fermingarundir- búningur. „Við erum nýkomin úr ferm- ingarferðalagi frá Skálholti og Sólheim- um. Síðan hefjast fermingar á skírdag og þær verða í höndum sóknarprest- anna sr. Svavars Stefánssonar og sr. Guðmundar Karls Ágústssonar,“ segir Ragnhildur að lokum. rh@frettabladid.is FELLA- OG HÓLAKIRKJA: FAGNA TUTTUGU ÁRA VÍGSLUAFMÆLI Á PÁLMASUNNUDAG Vonum að sem flestir mæti TÍMAMÓT Í BREIÐHOLTI Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni ásamt börnum í listasmiðju Fella- og Hólakirkju. Í tilefni dagsins ætlar Ragnhildur að skrýðast nýrri stólu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.