Fréttablaðið - 14.03.2008, Page 70

Fréttablaðið - 14.03.2008, Page 70
 14. mars 2008 FÖSTUDAGUR Tónleikasalur Listaháskóla Íslands hýsir í kvöld kl. 18 útskriftartón- leika Andrésar Ramón, en hann er að útskrifast úr tónsmíðadeild Listaháskólans eftir þriggja ára BA-nám. Flutt verður verkið A Sadhak’s Tale sem útleggst á íslensku Saga leitandans. A Sadhak’s Tale er hljómsveitar- svíta í þrettán köflum fyrir þrettán hljóðfæri og söngkonu. Verkið er í anda prógram- tónlistar og endurspeglar áhuga Andrésar á jógafræðum og andlegum bókmenntum og heimspeki Indlands. Verkið byggir á frumsaminni sögu sem sækir efnivið í ljóð og skrif indverskra hugsuða og rithöfunda frá síðustu 150 árum, einkum í verk Rabindranath Tagore, Sri Aurobindo og Sri Chinmoy. Í verkinu er notast við hefð- bundin hljóðfæri á borð við píanó, blásara- og strengjahljóðfæri, en jafnframt við nýstárleg og framandi hljóðfæri úr mismun- andi menningarheimum, sem Hljóðheimurinn Sangitamiya lætur í té. Sangitamiya er verslun á horni Klapparstígs og Grettisgötu sem hefur byggt upp mikið úrval hljóðfæra hvaðanæva að úr heiminum. Verkið tekur um fimmtíu mínútur í flutningi. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Saga leitand- ans frumflutt Sýningin Ljósmyndin ímyndin portrettið verður opnuð í dag kl. 18 í Listasafni Reykjanesbæjar. Á sýningunni mætast verk Sigríðar Melrósar Ólafsdóttur og Karls Jóhanns Jónssonar. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að vinna með portrettmyndir, en á ólíkan hátt. Sýningarstjórinn Inga Þórey Jóhannesdóttir segir spennandi að sjá útkomu stefnumóts þessara listamanna. „Þau eru vissulega afar ólíkir listamenn og því er þetta dálítið blint stefnumót. Sigríður hefur mikið unnið með að fjölfalda portrettmyndir af sömu manneskjunni, á svipaðan hátt og popplistamennirn- ir gerðu, og verður útkoman oft fremur óhlutbundin. Karl tekur aðra nálgun og raunsærri í sínum málverkum, en þó er viss fjarlægð í þeim. Hann sagði sjálfur um daginn að myndirnar hans væru portrettmyndir af aðstæðum, sem mér þótti lýsa þeim vel.“ Verk Sigríðar á sýningunni eru grafíkverk og málverk af sömu manneskjunni; nektardansaranum Lísu. Áður hefur Sigríður gert fjölskyldumyndir, málað kaupmanninn á horninu og alla hans fjöl- skyldu og málað hópmynd af bifvélavirkjunum sem á undanförnum árum hafa séð um viðgerðir á bílnum hennar. Karl Jóhann sýnir aftur á móti málverk þar sem hann hefur tekið fyrir tvær eða fleiri manneskjur á sama striga. Hvert verk sýnir einhvern atburð eða stemningu sem Karl spinnur upp og sviðsetur, sem virkar þannig að áhorfandinn gæti gleymt sér í að einblína á það sem ekki er sýnt. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem myndlistarunnendum gefst færi á að líta portrettlist eftir núlifandi myndlistarmenn. Inga Þórey segir listsköpun þeirra Sigríðar og Karls enda fremur óvenjulega í listheimi nútímans. „Það eru ekki margir myndlistarmenn sem eru svona á kafi í portrettmyndalist. Við erum líklega orðin vön því að sjá myndir af fólki í öðrum miðlum en myndlist, til dæmis á ljósmyndum. Portrettlistamenn hafa enda tekið ljósmyndatæknina í sína þjónustu og nota hana mikið sem verkfæri; til að mynda vinna þau Sigríður og Karl sín verk töluvert út frá ljósmyndum.“ Sýningin Ljósmyndin ímyndin portrettið stendur til 4. maí. vigdis@frettabladid.is Blint stefnumót ímynda LJÓSMYND OG ÍMYND Sigríður Melrós Ólafsdóttir og Karl Jóhann Jónsson setja upp sýningu sína í Listasafni Reykjanes- bæjar. LAUGADAGUR 8. MARS KL. 13 MEISTARI MOZART. STRENGJA-OG PÍANÓKVINTETT TÓNLEIKAR KENNARA TÓNÓ KÓP. LAUGADAGUR 8. MARS KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGBÓK JAZZINS. TÓNLIST COLES PORTERS. KRISTJANA STEFÁNS & FÉLAGAR SUNNUDAGUR 9. MARS KL. 16 SÖNGLÖG JÓRUNNAR VIÐAR. HELGA RÓS OG GUÐRÚN DALÍA ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR. LUBOV STUCHEVSKAYA, TÓMAS TÓMASSON OG KURT KOPETSKY MIÐVIKUDAGUR 12. MARS KL. 20 TÍBRÁ: PÍANÓTÓNLEIKAR SIMON SMITH - ÖLL PÍANÓVERK HAFLIÐA HALLGRÍMSSONAR EINSTAKT TÆKIFÆRI ! Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Ívanov e. Anton Tsjekhov sýn. sun 16/3 örfá sæti laus Baðstofan e. Hugleik Dagsson sýn. fös. 14/3, lau 15/3 Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. lau. 15/3 örfá sæti laus Sólarferð e. Guðmund Steinsson sýn. fös. 14/3 uppselt, lau 15/3 örfá sæti laus „Í Baðstofunni leiða sex atvinnuleikarar og þrír tónlistarmenn okkur í gegnum róttæka endurskoðun á daglegu lífi á öldum áður … Þetta er sagan sem sögubækur segja okkur ekki...“ MR, MBL, 12/2 „Eitursnjallt leikrit”. Gerður Kristný, Mannamál/Stöð 2 Sýning sem fær þig til að hugsa - og hlæja! Allra síðasta sýning 16. mars Allra síðasta sýning! föstudaginn 14. mars. SÍÐ US TU SÝ NIN GA R Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is Stefnumót við safnara III Hljómfagurt stefnumót við tónlistarmenn og hljóðfærasafnara! Sýningarstjórn: Anik Todd og Una Stígsdóttir Sjö landa sýn María Loftsdóttir, alþýðulistakona, sýnir vatnslita- stemmningar frá Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Íslandi, Japan, Perú og Skotlandi. Listakonan tekur á móti gestum um helgina Hið breiða holt Ljósmyndasýning þar sem unglingar eiga stefnumót við afa sína eða ömmur! Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir. Styrktaraðili: Beco Vissir þú... ...að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700. GERÐUBERG www.gerduberg.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.