Fréttablaðið - 17.03.2008, Page 2

Fréttablaðið - 17.03.2008, Page 2
2 17. mars 2008 MÁNUDAGUR noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Ódýrt og gott Þú sparar 400 kr. 998 kr.kg. Steinbítur með aspas og blaðlauk LÖGREGLUMÁL Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu í fyrrinótt, einkum vegna ölvunar. Voru allar fanga- geymslur í Reykjavík orðnar fullar undir morgun svo nýta þurfti fangageymslur í Hafnar- firði sem er óvanalegt. Fjórar minni háttar líkams - árásir komu til kasta lögreglu en engin þeirra hafði verið kærð í gær. Þá voru tveir ökumenn stöðv- aðir grunaðir um ölvunarakst- ur og tveir til viðbótar grunaðir um að aka undir áhrifum fíkni- efna. - þo Mikil ölvun í miðborginni: Fimmtán gistu fangageymslur Tveir ökumenn voru stöðvaðir á Akranesi í fyrrinótt gunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna. Þá stöðvaði lögreglan í Borgarnesi ökumann í gær sem grunaður er um að hafa verið undir áhrifum efna. LÖGREGLUFRÉTTIR Fíkniefnaakstur á Akranesi Ökumaður var stöðvaður á 100 kíló- metra hraða í Borgarnesi á laugar- dagskvöld þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann á von á hárri sekt en missir ekki prófið. Á tvöföldum hámarkshraða FÓLK „Við reynum nú að forðast svona björgunaraðgerðir enda kennir reynslan okkur það að yfirleitt fara kettirnir niður af sjálfsdáðum á endanum,“ segir Gunnar Björgvinsson, slökkvi- liðsmaður á Akureyri, sem bjarg- aði í gær ketti úr tré. Kisi hafði klifrað upp í hátt lerkitré í garði á Eyrinni en hætti sér síðan ekki niður. Hann hafði því setið á efstu greinum trésins alla nóttina og vælt. „Við fengum tilkynningu um þetta snemma um morguninn og ókum fram hjá annað slagið. Þegar við sáum að kötturinn var ekkert á leiðinni niður ákváðum við að bjarga honum,“ segir Gunnar. Stór stigi slökkviliðisins var reistur upp að trénu og Gunnar fikraði sig upp. „Þegar ég nálgað- ist kisa kom þessi fína gusa niður og hafnaði á öxlinni á mér. Það var heiður himinn svo þetta gat aðeins komið frá einum stað,“ segir Gunnar og hlær. Hann segir að kötturinn hafi verið dauðskelk- aður. „Þeir verða oft alveg vit- lausir og maður passar að láta hvergi skína í bert hold svo þeir nái ekki að klóra mann en þessi var ljúfur sem lamb. Hann var frelsinu feginn og litla stúlkan sem á hann var ákaflega ánægð með að fá hann niður,“ segir Gunnar. - þo Gunnar Björgvinsson, slökkviliðsmaður á Akureyri, bjargaði í gær ketti úr tré: Kötturinn meig á bjargvættinn FRELSINU FEGINN Gunnar heldur hér á kisa sem var feginn að komast niður. MYND/SÓLVEIG HELGADÓTTIR LOFTHRÆDDUR Fólk fylgdist með þegar Gunnar fikraði sig upp stigann í átt að kisa sem gat ekki haldið í sér. MYND/SÓLVEIG HELGADÓTTIR AFGANISTAN „Ég fór til Noregs til þess að fara í herinn,“ segir Sig- mundur, ungur íslenskur hermað- ur sem varð á vegi íslenskra fjöl- miðlamanna þegar þeir heimsóttu bækistöðvar norska hersins skammt frá Mazar-i-Sharif í gær. Hann vill ekki gefa upp eftir- nafn sitt. Segist eiga heima í Kópa- vogi þar sem litla systir hans var að fermast í gær. „Ég ætlaði einmitt að fara að hringja í hana á eftir.“ Sigmundur segir það fyrst og fremst hafa verið ævintýraleit, og hugsanlega líka forvitni, sem varð til þess að hann hélt til Noregs aðeins átján ára gamall. Hann stóðst þó ekki þær kröfur sem norski herinn gerði til hans í það skiptið. Hann hélt því heim en sneri aftur ári síðar og þurfti þá að bíða í ár til viðbótar eftir svari um það hvort hann fengi inn- göngu. Sigmundur hefur nú verið her- maður í norska hernum í fjögur ár, þar af tvo mánuði í norðanverðu Afganistan þar sem hann tekur þátt í uppbyggingarstarfi fjöl- þjóðaliðs NATO. Samningur hans við norska her- inn rennur út í sumar, en hann reiknar með því að framlengja hann. Hann stefnir á að verða sjúkraliði í hernum og er byrjaður á sjúkraliðanámi. „Draumurinn væri sá að koma heim til að þjálfa íslensku friðar- gæsluna. Þetta eru duglegir menn og þeir gætu gert svo margt. Til dæmis þjálfað afganska herinn eins og Norðmenn, Ítalir og fleiri gera.“ Sigmundur segir drauminn um hermennsku hljóta að hafa blund- að lengi í sér, því aðeins sjö ára gamall fékk hann fyrstu her- mannaklossanna sína og geymir þá ennþá. Sigmundur varð fyrstur í fjöl- skyldunni til þess að fara út í her- mennsku, en fjölskyldan hefur alltaf stutt hann heils hugar í því sem hann er að gera. Bróðir hans er nú að feta sömu braut og er kominn í norska her- skólann á sömu herstöð og Sig- mundur var í. „En hann er eldri bróðir minn og ég var kominn á undan honum,“ segir Sigmundur og getur ekki stillt sig um að brosa. Ævintýraleit rak Íslending í herinn Ungur íslenskur hermaður varð á vegi íslenskra fjölmiðlamanna í Afganistan í gær. Hann hefur verið í fjögur ár í norska hernum og tvo mánuði í Mazar-i-Sha- rif. Hann vill ekki gefa upp fullt nafn en systir hans var að fermast í gær. SIGMUNDUR HERMAÐUR Sigmundur stefnir á að gerast sjúkraliði í hernum og hefur þegar hafið sjúkraliðanám. Draumurinn er að þjálfa íslensku friðargæsluna. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐSTEINN GUÐSTEINN BJARNASON SKRIFAR FRÁ AFGANISTAN gudsteinn@frettabladid.is Skullu saman í skíðabrekku Tvö börn skullu saman í skíðabrekk- unni í Breiðholti í gær og hlaut annað þeirra ljótan skurð á höfði. Barnið var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. SLYS ÍRAN Fulltrúar íhaldssamra stjórnmálaafla í Íran unnu sigur í þingkosningunum sem voru þar í landi um helgina og héldu meirihluta í þinginu, eins og búist var við. Þetta kom fram á fréttavef BBC í gær. Frambjóðendurnir náðu sérstaklega góðum árangri í höfuðborginni Teheran sem þykir mikilvægt varðandi áframhaldandi völd í þinginu. Margir frambjóðendanna eru gagnrýnendur harðlínumannsins Mahmouds Ahmadinejad, forseta Írans. - ghs Kosningar í Íran: Íhaldssöm stjórnmálaöfl unnu sigur MENNTUN Ritun Halldórs, fyrstu bókar Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar um Halldór Laxness, var ekki styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands, að sögn Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskólans. „Hann er auðvitað starfsmaður skólans og ég get ekki sagt hvort hann vann þetta í vinnutíma eða frítíma, en skólinn sem slíkur styrkti ekki skrifin,“ segir hún. Bókin hafi ekki verið metin sem vísindaframlag prófessorsins. Hannes var sem kunnugt er dæmdur í síðustu viku til að greiða einar þrjár milljónir í bætur og málskostnað til Auðar, ekkju Hall- dórs Laxness. Hann er sekur um að hafa notað sér verk Halldórs í leyfisleysi. Rektor fer nú yfir stöðuna, en háskólayfirvöld hafa verið gagn- rýnd fyrir að hafa ekki brugðist við málinu í þau fimm ár sem það hefur verið til umræðu. Hannes hafi einnig tekið verk fræðimanna og gert að sínum. Skólinn eigi að taka á því. Í siðareglum skólans segir að kennarar setji ekki hugverk ann- arra fram sem sín eigin. Skólinn stefnir í hóp hundrað bestu skóla heims, en Kristín hefur ekki viljað svara því hvort dómurinn kunni að hafa áhrif á trúverðugleika stofnunarinnar. Ekki náðist í Hannes Hólmstein í gærkvöldi. - kóþ Bókin sem Hannes var dæmdur fyrir var ekki metin sem vísindaframlag: Halldór fékk enga styrki KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIRHANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON FRAKKLAND, AP Hægriflokkur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta laut í lægra haldi fyrir sósíalistum í sveitarstjórnarkosningunum í Frakklandi í gær. Talið er að ástamál forsetans hafi haft þessi áhrif og að kjósendur séu að sýna hug sinn í verki. Í skoðanakönnun um mitt árið í fyrra átti forsetinn stuðning um tveggja af hverjum þremur kjósendum en nú styður hann aðeins einn af hverjum fjórum. Sarkozy brást við niðurstöðunni: „Fólkið hefur látið í ljós vilja sinn. Ég mun að sjálfsögðu taka tillit til þessa.“ Talið er að hann muni nú breyta um stíl, verða virðulegri og láta minna fara fyrir sínum persónulegu málum. - ghs Sarkozy Frakklandsforseti: Laut í lægra haldi fyrir sósíalistum NICOLAS SARKOZY Ástamálin hafa sett svip sinn á stjórnmálalíf hans. SPURNING DAGSINS Stefán, verða þessir hundar versti vinur mannsins? „Glæpamannsins, já.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að því að fá til sín svokallaða valdbeiting- arhunda, sem eru meðal annars notaðir í óeirðum. Stefán Eiríksson er lögreglu- stjóri höfuðborgarsvæðisins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.