Fréttablaðið - 17.03.2008, Side 25

Fréttablaðið - 17.03.2008, Side 25
MÁNUDAGUR 17. mars 2008 3 Akurnesingurinn Anna Hall- dórsdóttir stofnaði samtök í New York sem heita All We Knit is Love. Tilgangur þeirra er að prjóna handa börnum á munaðarleysingjahælum sem hafa þörf fyrir hlýjan fatnað. Anna er búsett í Bandaríkjunum þar sem hún vinnur meðal annars að tónlist fyrir heimildamyndir, stuttmyndir og auglýsingar. Hún fékk sendar spurningar í tölvu- pósti sem hún svaraði skilmerki- lega. Anna kveðst hafa stofnað sam- tökin All We Knit is Love fyrir tveimur árum og lýsir tilurð þeirra svo. „Ég fór á námskeið hér í New York þar sem hver og einn þátt- takandi fékk það verkefni að finna leið til að hafa jákvæð áhrif á ver- öldina og virkja aðra með sér til samstarfs. Ég valdi að stofna All We Knit is Love þar sem ég hef gríðarlega gaman af því að prjóna. Vissi líka að mikill skortur væri á hlýjum fatnaði fyrir munaðarlaus börn víða í heiminum. Reyndar var kveikjan að hugmyndinni vini mínum, hinum tíbetska búdda- munki Lama Tenzin, að þakka. Hann kemur árlega til Bandaríkj- anna að leita eftir styrkjum fyrir munaðarleysingjahæli sem hann stofnaði árið 2001 fyrir börn úr Himalajafjöllunum. Meðan hann var í heimsókn hjá okkur hjónum var ég að prjóna húfu og tref- il. Hann fylgdist með íhugull og sagði. „Þetta er eins og hug- leiðsla.“ Ég lof- aði að prjóna á krakkana hans ein- hvern tíma. Þess vegna var frábært að ég gat sett af stað All We Knit is Love og staðið við orð mín um leið og ég uppfyllti verkefni námskeiðsins.“ Anna segir fimmtán konur í klúbbnum. Hann sé opinn og eng- inn bundinn til að vera með að eilífu. Sumar konurnar hafi prjón- að eina flík, aðrar verið með í öll skiptin. „Það hefur verið skemmti- legt að sitja saman í hóp og sjá allar þessar fallegu prjónaflíkur verða til. Við höfum einnig kennt nokkrum konum að prjóna sem vildu ólmar fá að taka þátt. Aðal- lega prjónum við húfur og trefla en líka vettlinga, sokka og peysur. Við höfum fengið mikið af garni gefins sem er dýrmætt og svo höfum við fengið margar prjóna- flíkur frá Íslandi og eitt saumað teppi. Við lukum við að prjóna fyrir Himalajabörnin og nú erum við að prjóna fyrir barna- heimili í Nepal,“ segir Anna. Hún segir verkefnið hafa hrund- ið fleiri áþekkum af stað og hvetur sjálfstæða hópa til að taka að sér All We Knit is Love-verkefni. Bendir á að hægt sé að fá allar upplýsingar á vefsíð- unni www.allweknitislove.com gun@frettabladid.is Eins og hugleiðsla Himalajabörnin á heimili Lama Tenzin. Lítil dama dúðuð. Hér er setið við prjónaskap í New York. Skrautlegar húfur sem koma sér vel í Himalaja- fjöllunum. Íslensk lopapeysa á leið til Nepal. „Það hefur verið magnað að geta gefið af sér með þessum hætti,“ segir prjónakonan Anna sem hefur virkjað fjölda fólks til samstarfs. www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður | Draupnisgata 1, 600 Akureyri Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 SKÍÐABOGAR Allar upplýsingar um er að finna á vef Stillingar www.stilling.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.