Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 2
2 20. mars 2008 FIMMTUDAGUR Bergur, er nokkur hætta á að þið í Landvernd kærið ykkur bara kollótt? „Nei, það er allavega ekkert kæru- leysi hjá okkur!“ Landvernd hefur nýverið kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að láta ekki meta samanlögð umhverfisáhrif álvers á Bakka. Áður hafði Landvernd lagt fram svipaða kæru vegna Helguvíkur. Bergur Sigurðs- son er framkvæmdastjóri Landverndar. MENNTUN Rektor Háskólans, Kristín Ingólfsdóttir, fer enn yfir mál Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors og vill gera það vandlega. Niðurstöðu sé ekki að vænta fyrr en eftir páska og fyrr tjái hún sig ekki frekar. Hannes var fyrir viku síðan dæmdur í Hæstarétti fyrir vinnubrögð andstæð siðareglum skólans. Háskólayfirvöld hafa og verið gagnrýnd fyrir að taka ekki á málinu í þau fimm ár sem það hefur verið til umræðu. Formaður siðanefndar skólans hefur vísað á rektor. Sjálf taki nefndin málið ekki upp að nýju. Hannes er í rannsóknarleyfi til hausts og næst ekki í hann. - kóþ Rektor Háskóla Íslands: Fer ítarlega yfir Hannesarmálið LÖGREGLUMÁL Meint kynferðisleg misnotkun ökukennara á sex drengjum eru sögð hafa ýmist farið fram á heimili eða í bíl öku- kennarans á fáförnum stöðum, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins. Eins og greint hefur verið frá kærðu drengirnir sex, sem voru á aldrinum fjórtán til sautján ára þegar meint misnotkun átti sér stað, ökukennara í Reykjavík fyrir athæfið. Umræddur ökukennari er ekki að störfum lengur, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Kynferðisbrotadeild lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu hefur rannsakað málið undanfarna mán- uði og er sú rannsókn á lokasprett- inum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hefur staðfest að málið fari innan tíðar til emb- ættis ríkissaksóknara. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins voru eldri dreng- irnir að læra á bíl hjá manninum en hinir yngri voru að læra á skellinöðru. Hið meinta athæfi mannsins gagnvart drengjunum stóð yfir um nokkurt skeið. Það var ekki fyrr en einn drengurinn steig fram og greindi frá meintri misnotkun að málið varð uppvíst og fleiri komu á eftir. Grunur leikur á að maðurinn hafi brotið gróflega gegn að minnsta kosti sumum drengjanna. - jss Lögreglurannsóknin á meintri kynferðislegri misnotkun ökukennara á lokastigi: Með drengina í bíl á afvikn- um stöðum eða á heimili AFVIKNIR STAÐIR Ökukennarinn er sagður hafa verið með piltana sex annaðhvort í bíl á afviknum stöðum eða á heimili. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Girnilegt tilboð úr kjötborði 30% afsláttur 1.189kr.kg. Nóatúns grísahamborgarhryggur LÖGREGLUMÁL Rúmlega sjötug kona lést í umferðarslysi í Hafnarfirði um klukkan hálftvö í gær. Konan var ökumaður bifreiðar sem rakst á jeppabifreið á mótum Reykjavíkurvegar og Stakka- hrauns. Varð slysið með þeim hætti að önnur bifreiðin ók inn á Reykjavíkurveg og í veg fyrir hina bifreiðina. Sjúkrabíll og tækjabíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins komu á staðinn. Var konan flutt á slysadeild en ökumann jeppans sakaði ekki. Hafnarfjarðarvegi var lokað um tíma vegna slyssins. Er þetta þriðja banaslysið í umferð- inni það sem af er þessu ári. - ovd Banaslys á Hafnarfjarðarvegi: Kona lést í umferðarslysi KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR SOFIA, AP Króatar og Ungverjar viðurkenndu í gær sjálfstæði Kosovo. Serbar, nágrannaþjóð landanna tveggja, gagnrýndu ákvörðunina harkalega. Þjóðirnar tvær, auk Búlgaríu, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær. Í henni sagði að Búlgarar myndu viðurkenna sjálfstæðið í dag. Vuk Jeremic, utanríkisráðherra Serbíu, brást illa við tíðindunum í gær. „Hvert það land sem ákveður að viðurkenna hið ólögmæta ríki Kosovo brýtur alþjóðalög,“ sagði hann. Ríki sem það geri geti ekki treyst á góð samskipti við Serba. - sh Yfirlýsing reitir Serba til reiði: Grannar viður- kenna Kosovo HEILBRIGÐISMÁL „Þetta mál er litið mjög alvarlegum augum innan Landspítalans,“ segir Björn Zoëga, lækningaforstjóri Landspítalans, en við hefðbundið eftirlit varð uppvíst að um tugur starfsmanna þar hafði skoðað sjúkraskýrslur þekkts manns sem þar hafði leitað lækninga. Verið er að rannsaka málið innan spítalans og segir Björn að þótt málið sé alvarlegt sé það gleðilegt að því leyti að það sýni að eftirlitskerfi spítalans með því hvort óviðkomandi aðilar séu að skoða sjúkraskrár sé virkt. Hann segir eftirlitið stöðugt en viti ekki til þess að mál svipuð þessu hafi áður komið upp. Í viðtali við DV, sem fjallað hefur um málið, sagði Niels Christian Nielsen, aðstoðarlækn- ingaforstjóri spítalans, að af og til hafi komið upp að starfsmenn hafi brotið trúnað með því að stelast í upplýsingar sem þeir eigi ekkert með. Hann sagði einnig að fjöldi þeirra sem hefðu stolist í skrár þessa manns væri óvenju mikill og af því hefðu forsvarsmenn spít- alans miklar áhyggjur. Björn segir að einhverjir starfsmannanna hafi getað gefið haldbærar skýringar á því að hafa skoðað upplýsingar um sjúklinginn. Niðurstaðna um málið sé að vænta skömmu eftir páska. „Brotin eru ef til vill ekki þess eðlis að það þurfi að grípa til upp- sagna,“ segir Björn og vísar til nýlegra heimsfrétta af starfsmönn- um spítala sem sagt var upp eftir að hafa selt upplýsingar um heilsufar poppstjörnunnar Britney Spears. „Það leikur ekki grunur á svo alvar- legum hlutum heldur virðist fyrst og fremst hnýsni hafa ráðið því að fólkið fór í þessar skrár,“ segir Björn. Þau viðurlög sem hann segir spítalann hafa í þessu máli eru: „Ávítur, áminning, brottrekstur og kæra til lögreglunnar.“ Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir situr í nefnd sem vinn- ur að gerð nýs lagaákvæðis um nýja sjúkraskrá. Hann segir nauð- synlegt að hart verði tekið á því að fólk fari inn í sjúkraskrár án þess að eiga þangað erindi. „Ég vonast til þess að þetta hafi fælandi áhrif á starfsfólk,“ segir hann og bætir við að sú þagnarskylda sem kveð- ið er á um í læknalögunum eigi við um heilbrigðisstarfsmenn. Hann segir að í nýjum ákvæðum sem nú er unnið að verði mun meiri aðgangsstýring. Frá Landlæknis- embættinu geti fólk fengið áminn- ingu og jafnvel verið svipt starfs- leyfi. „Það er þung hegning en brotið er líka alvarlegt,“ segir Matthías. karen@frettabladid.is Stálust í sjúkraskrá þjóðþekkts manns Um tugur starfsmanna Landspítalans hefur orðið uppvís að því að hafa skoðað sjúkraskýrslu þekkts manns sem þar hafði leitað lækninga. Lækningaforstjóri spítalans segir málið mjög alvarlegt og rannsókn innan spítalans sé í gangi. BJÖRN ZOËGA MATTÍHAS HALLDÓRSSON STÁLUST Í SJÚKRASKRÁ Mál um tíu starfsmanna Landspítalans sem urðu uppvísir að því að skoða sjúkraskrá þekkts manns án ástæðu er í rannsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fréttablaðið kemur næst út á laugardag og síðan ekki fyrr en á þriðjudag. Afgreiðsla blaðsins er lokuð þangað til á þriðjudag. Þjónustuver er opið frá átta til 22.00 alla daga nema páskadag, þegar það lokar klukkan 18.00. Útgáfa Fréttablaðsins: Kemur næst út á laugardag SKIPULAGSMÁL Borgaryfirvöld ætla að koma til móts við flugfélögin sem óskað hafa eftir breytingum á aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll. Skipulags- og byggingarsvið borgarinnar sendi frá sér tilkynn- ingu í gær þar sem það er áréttað að borgin hafi ekki átt neinn annan kost en að synja beiðni Iceland Express um aðstöðu við flugvöll- inn, enda sé lóðin sem sótt var um frátekin fyrir Háskólann í Reykjavík. „Í þeirri afgreiðslu fólst því hvorki afstaða né andstaða borgaryfirvalda til samkeppni í flugrekstri,“ segir í tilkynningunni. - sh Varð að neita Iceland Express: Borgin til móts við flugfélögin Hraðakstur við Sauðárkrók Lögreglan á Sauðárkróki tók fjóra ökumenn fyrir hraðakstur í umdæmi sínu í gær. Voru flestir ökumannanna á um 110 kílómetra hraða á klukku- stund þar sem hámarkshraði er 90. LÖGREGLUFRÉTTIR EFNAHAGSMÁL Gengi krónunnar og úrvalsvísitalan tóku skarpan kipp upp á við síðdegis í gær eftir sam- fellda lækkunarhrinu frá opnun markaða. Um þrjúleytið hafði gengi krónunnar fallið um 5,5 pró- sent og hlutabréf í úrvalsvísitöl- unni um ríflega sex prósent. Exista og FL Group höfðu þá lækkað um tíma nálægt 12 prósent. Gengið styrktist snögglega eftir klukkan þrjú á meðan hlutabréf stærstu félaganna hækkuðu. Við- mælandi Fréttablaðsins dró þá ályktun að það hefði verið tekin meðvituð ákvörðun aðila á mark- aðnum um að snúa þróuninni við. Það hafði þó ekki meiri áhrif en þau að við lok markaða hafði úrvalsvísitalan lækkað um tvö pró- sent og gengi krónunnar um eitt prósent. Greiningardeild Kaupþings segir í hálffimm fréttum að helstu skýr- ingar á veikingu krónunnar séu slæm framvinda á alþjóðamörkuð- um og það að möguleikar fjárfesta á að nýta sér vaxtamun við útlönd hafi minnkað verulega undanfarið. Ekki fékkst uppgefið hjá Fjár- málaeftirlitinu hvort mikið væri um veðköll, það er að skuldugir fjárfestar þurfi að selja hlutabréf til að greiða niður skuldir. Sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins hafa fjárfestar þurft að selja hlutabréf til að greiða lán, sérstak- lega í erlendri mynt. Vegna lækk- unar hlutabréfa og krónunnar hafa veð rýrnað í verði. - bg Gengi krónunnar og hlutabréfa lækkaði hratt fram eftir degi í gær: Hrinu lækkana var snúið við SKIPTI YFIRTEKIÐ AF EXISTA Exista lækk- aði mikið framan af degi í Kauphöllinni í gær en rétti úr kútnum fyrir lokun. Gekk út í stolnum leðurjakka Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ganga út úr verslun í leðurjakka sem hann hafði stolið. Maðurinn sagði öryggisvörðum að hann hefði klæðst jakkanum innan undir flíspeysu á leið inn, en snúið því við inni. Sagan var ekki tekin trúanleg. DÓMSMÁL FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.