Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 23
[ ] Sumir eru svolítið ragir þegar þeir stíga á skíðin í fyrsta sinn. Þá er gott að kíkja við hjá Einari Karlssyni skíðakennara sem veitir ókeypis tilsögn í Bláfjöllum. „Þetta er nú fyrst og fremst hugsað fyrir börnin og við miðum við að þau séu orðin fjögurra ára gömul. Tilgangurinn er ekki sá að setja þau á skíðanámskeið þar sem allir eru í hóp og hlusta á fyrirmæli heldur er ætlunin sú að gera börnin sjálfbjarga í lyftunni og koma því þannig fyrir að þau hafi gaman af þessu,“ segir Einar Karlsson skíðakennari í Bláfjöllum. Einar hefur áralanga reynslu af skíðakennslu og hefur lengi kennt á skíði í Bláfjöllum. „Í vetur ákvað ég að prófa að vera ekki með neinar bókanir og hafa kennsluna ókeypis. Það er erfitt fyrir litla krakka að þurfa að bíða eftir að næsti tími byrji og þau hafa takmarkaða þolinmæði í langar kennslu- stundir,“ útskýrir Einar sem leiðbeinir jafnt ein- staklingum sem hópum. „Ég hef verið með allt upp í tíu krakka og stund- um hef ég fengið heilar fjölskyldur. Ég tek það skýrt fram að þetta er ekki barnapössun en best er ef foreldrarnir skilja börnin eftir með mér og séu ekkert að skipta sér of mikið af. Foreldrar eru yfirleitt hræðilegir skíðakennarar og hlífa börn- unum of mikið,“ segir Einar og hlær. Börnin fá tilsögn hjá Einari í um hálftíma og þá er gott að mamma og pabbi komi og sæki þau. Þá eru flestir búnir að ná ágætum tökum á skíðunum. „Það er í raun ekki svo flókið að læra á skíði og yfirleitt þarf lítið til að koma fólki af stað. Oft kemur fólk aftur til mín síðar og þá gauka ég að því nýjum atriðum sem hægt er að æfa sig á,“ útskýrir Einar sem ætlar að standa vaktina í Blá- fjöllum alla páskahelgina. „Ég verð við kaðallyft- una við Bláfjallaskálann milli klukkan 11.00 og 15.00 frá fimmtudegi til mánudags og það verður eflaust nóg að gera,“ segir Einar. thorgunnur@frettabladid.is Frí kennsla fyrir börnin „Takmarkinu er náð þegar börnin vakna á morgnana og suða um að fá að fara á skíði,“ segir Einar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Pappapáskaegg getur verið sniðugt að fylla með alls konar góðgæti. Í þau má líka setja unga og annað páskalegt og nota sem skraut. Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 fjallabilar@fjallabilar.is Japan/U.S.A. Öxulliðir í flestar gerðir jeppa FRAMÖXLAR Í JEPPA www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður | Draupnisgata 1, 600 Akureyri Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 SKÍÐABOGAR Allar upplýsingar um er að finna á vef Stillingar www.stilling.is Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.