Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 8
20. mars 2008 FIMMTUDAGUR
VISSIR ÞÚ …
AÐ VILDARKORTSHAFAR
VISA OG ICELANDAIR
FÁ REGLULEGA SEND
GLÆSILEG
FERÐATILBOÐ?
WW
W.VIL
DARKLUBBUR.IS
Vildarklúbbur
WWW.VILDARKLUBBUR
.IS
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.IS
IC
E
41526
03
/08
HJÁ VILDARFYRIRTÆKJUM
VISA OG ICELANDAIR
Handhafar Vildarkorts VISA og Icelandair safna
Vildarpunktum hraðar með því að beina viðskiptum
sínum til Vildarfyrirtækja Vildarklúbbsins.
Frá 17. mars til 1. apríl fá þeir tvöfaldan afslátt í formi
Vildarpunkta þegar þeir greiða
með kortinu sínu.
Meðal Vildarfyrirtækjanna eru:
OLÍS, um allt land
ÓB, um allt land
SÓLNING, Smiðjuvegi 32—34
SÓLNING, Fitjabraut 12, Njarðvík
SÓLNING, Austurvegi 58, Selfossi
BARÐINN, Skútuvogi 2
TVÖFALDIR
VILDAR-
PUNKTAR
TIL 1. APRÍL
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Byrs verður haldinn miðvikudaginn 9. apríl
kl. 16.00 á Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir á fundarstað
og hefst afhending þeirra kl. 14.30.
Stjórn Byrs.
KABÚL, FRÉTTABLAÐIÐ Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir utanríkisráðherra
lauk ferð sinni til Afganistan með
því að ganga á fund Hamid Karzai
forseta í gærmorgun. Á fundi þeirra
óskaði Karzai sérstaklega eftir því
að Íslendingar kæmu með sérþekk-
ingu í skógrækt til Afganistans.
Hann sagði reyndar að Ísland og
Afganistan ættu ýmislegt sameig-
inlegt, meðal annars að vera stór
lönd, strjálbýl og fjöllótt og þau
hefðu bæði orðið fyrir mikilli skóg-
eyðingu. Það sem hefði eyðilagt
skóginn í Afganistan væru þurrkar,
stríð og græðgi, en af þessu þrennu
væri græðgin sýnu verst.
Loks hló hann og bætti því við að
þessi tvö lönd ættu það einnig sam-
eiginlegt að hafa sigrað Breta
þrisvar sinnum.
Kvöldið áður en hún hitti Karzai
hafði Ingibjörg snætt kvöldverð
með hópi afganskra kvenna, sem
allar hafa látið að sér kveða við afar
erfiðar aðstæður í heimalandi sínu.
Í hópnum voru meðal annars nokkr-
ar afganskar þingkonur og eini
kvenkyns herforingi landsins.
„Þessar konur hafa allar ótrúlega
mikla uppsafnaða reynslu af því að
takast á við aðstæður sem í raun-
inni eru algerlega óviðunandi fyrir
konur,“ sagði Ingibjörg, sem fékk
að heyra hvernig þær börðust á
sínum tíma gegn hernámi Sovét-
manna og síðar meir gegn talibana-
stjórninni. Sumar þurftu að flýja
land, en aðrar þraukuðu í gegnum
sannkallað helvíti.
„Sumar þeirra sýndu alveg ótrú-
legan kjark. Þær ráku í felum skóla
fyrir börn á tímum talibananna í og
tóku þátt í ótrúlegustu aðgerðum á
þessum tíma þar sem þær lögðu
bæði sig og sína í mikla hættu.“
Ingibjörg hefur haft þéttskipaða
dagskrá þá daga sem hún hefur
dvalist í Afganistan.
Snemma á miðvikudagsmorgni
flaug hún til Maimana, 100 þúsund
manna bæjar í norðvestanverðu
Afganistan, þar sem íslenska frið-
argæslan mun í næsta mánuði hefja
nýja starfsemi til viðbótar þeirri
starfsemi sem nú þegar er í gangi í
höfuðborginni Kabúl.
Ragnheiður Kolsöe verður þar
þróunarráðgjafi og segir sitt fyrsta
verkefni, þegar hún kemur á stað-
inn í apríl, verða að fara yfir óskir
heimamanna og kanna hvar þörfin
er mest og hvar Íslendingar geta
helst komið að gagni.
gudsteinn@frettabladid.is
Ræddu konur
og skógrækt
Forseti Afganistans óskar eftir því að Íslendingar
miðli sérþekkingu í skógrækt til Afganistans. Heim-
sókn Ingibjargar Sólrúnar til Afganistan lauk í gær.
Í HÖLLU FORSETA Hamid Karzai tjáði Ingibjörgu Sólrúnu að Ísland ætti það m.a.
sameiginlegt með Afganistan að hafa sigrað Breta þrisvar sinnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐSTEINN