Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2425262728291
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 10
10 20. mars 2008 FIMMTUDAGUR DYMBILVIKUSIÐIR Meðlimur La Borri- quita-reglunnar í Cordoba á S-Spáni heldur á barni í hefðbundinni helgi- göngu á pálmasunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur dregið til baka ummæli um Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokks- ins. Þau féllu á borgarstjórnar- fundi 4. mars og voru á þá leið að borgarstjórn setti niður við nær- veru Óskars. Við upphaf borgarstjórnarfund- ar á þriðjudag sagðist Ólafur hafa skynjað að Óskari sárnuðu ummælin. Um ástæður ummælanna á sínum tíma sagði Ólafur að Óskar hefði beint til sín spurningum er vörðuðu aðkomu aðstoðarmanns hans að vinnu við deiliskipulag við Laugaveg. Í ræðu sinni sagði Ólafur: „Fyr- irspurnin kom þeim sem hér stendur algjörlega á óvart, auk þess sem mér þótti henni ómak- lega beint að aðila sem ekki gat svarað fyrir sig. Í ljósi þessa urðu orðaskipti mín og borgarfulltrú- ans nokkuð hvöss og þar féllu orð sem betur hefðu verið látin ósögð. Ég hef síðan skynjað að borgar- fulltrúanum hafi sárnað þau ummæli enda fólust í þeim yfir- lýsingar sem ég hefði ekki viljað láta falla um persónu annars borg- arfulltrúa. Þar sem mér er mikið í mun að samskipti okkar sem hér störfum séu góð, og í anda þeirra hagsmuna sem Reykvíkingar fela okkur með sínu trausti, vil ég leggja mitt af mörkum og draga þau ummæli mín til baka, um leið og ég óska þess að við öll sem hér sitjum látum stjórnmálin og augnablikshita þeirra ekki draga úr þeirri virðingu sem borgar- stjórn Reykjavíkur þarf að njóta.“ Óskar Bergsson vildi fátt um málið segja. „Þetta er aðferð Ólafs F. Magnússonar til að gera út um málið og ég hef svo sem ekkert meira um það að segja,“ sagði hann. - bþs Mikilvægt að augnablikshiti dragi ekki úr nauðsynlegri virðingu borgarstjórnar: Skynjaði að Óskari sárnuðu ummælin Ég óska þess að við öll sem hér sitjum látum stjórnmálin og augnablikshita þeirra ekki draga úr þeirri virð- ingu sem borgarstjórn Reykjavík- ur þarf að njóta. ÓLAFUR F. MAGNÚSSON BORGARSTJÓRI ÓLAFUR F. MAGNÚSSON ÓSKAR BERGSSON BANDARÍKIN, AP Þegar þess var minnst í gær að rétt fimm ár voru liðin frá því innrás Banda- ríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak hófst notaði George W. Bush Bandaríkjaforseti það sem tilefni til að slá sér meira á brjóst en hann hefur áður gert yfir meintum árangri sem náðst hefði af herförinni. Á sama tíma handtók lögregla á annan tug manna sem tók þátt í mótmælum gegn Íraksstríðinu í Washington. Bush fullyrti í ræðu í varnarmálaráðuneyt- inu að fjölgunin í herliði Bandaríkjamanna í Írak í fyrra hefði markað þáttaskil og leitt af sér „fyrstu víðtæku uppreisn araba gegn Osama bin Laden“. „Áskorunin fram undan er að treysta í sessi það sem áunnist hefur og innsigla ósigur öfgamannanna,“ sagði Bush. „Við höfum lært af biturri reynslu hvað gerist þegar við drögum herlið okkar til baka of fljótt – hryðjuverkamennirnir og öfgamennirnir koma til skjalanna, fylla tómarúmið, koma upp öruggum höfnum til að athafna sig og breiða út óreiðu og blóðbað.“ Demókratar líta öðru vísi á málið. „Á þessum tímamótum er vert að minnast þess hvernig við lentum í þessum aðstæðum, og hugsa um hvernig við komumst út úr þeim,“ sagði John Dingell, fulltrúadeildarþingmaður demókrata. Þátttakendur í mótmælunum í Washington tóku dýpra í árinni. „Ég hef fylgst með hryllingi með því hvernig Bush lýgur um þetta stríð,“ hefur AP eftir Craig Etchison, kennara á eftirlaunum, sem barðist í Víetnamstríðinu. „Mig hryllir við þeim fjölda óbreyttra borgara sem við höfum drepið [í Írak], rétt eins og við gerðum í Víetnam.“ - aa Rétt fimm ár frá því innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak hófst: Bush stærir sig af meintum árangri HANDTEKNIR Lögregla leiðir mótmælendur á brott sem settust fyrir inngang skattstofu Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Páskar í Bláa lóninu Bláa lónið er opið alla páskana frá kl. 10.00–20.00 • Sími 420 8800 • www.bluelagoon.is Spennandi páskadagskrá: Annar í páskum, 24. mars, kl. 13.00 • Menningar- og sögutengd gönguferð. 2–3 tíma gönguferð fyrir alla fjölskylduna um nágrenni Bláa lónsins. Mæting við bílastæði Bláa lónsins kl. 13.00. Ekkert þátttökugjald er í gönguna. Annar í páskum, 24. mars, kl. 14.30 og 16.30 • Vatnsleikfimi í boði fyrir gesti Bláa lónsins. Páskaegg fyrir börnin á meðan birgðir endast. 29. mars – 5. apríl 2008 700IS Hreindýraland WWW.700.IS

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 79. tölublað (20.03.2008)
https://timarit.is/issue/278086

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

79. tölublað (20.03.2008)

Aðgerðir: