Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 4
4 20. mars 2008 FIMMTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Skörp veiking krón- unnar nú er sú þriðja síðan fljót- andi gengi var tekið upp í mars 2001. Ef efnahagsástandið er hag- stætt má líkja gengislækkuninni við bragðvont meðal, segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbank- ans. „Við erum í raun að fara í þriðja skipti í gegnum það sama, þótt það sé misjafnt hvað kemur þessu af stað,“ segir Edda Rós. „Núna seig krónan hægt og rólega í upphafi, og við áttum von á því að við myndum komast í gegnum þetta án þess að taka svona mikla dýfu vegna mikils vaxtamunar. En niðurstaðan er sú að þetta er hraðara og meira fall en við gerðum ráð fyrir,“ segir Edda Rós. Áhrif af veikingu gengisins geta verið afar misjöfn eftir því hvernig hagkerfið stendur, en Edda Rós segir ekki fyllilega ljóst hver staðan sé hér á landi í dag. Vísbendingar séu um kólnun sem ekki hafi fengist staðfestar með hagtölum. „Ef krónan fellur við slíkar aðstæður getur veikingin hjálpað okkur við aðlögunina. Það var reynslan árið 2001 og vonandi núna líka, að krónan hefur séð um aðlögunina,“ segir Edda Rós. „Þetta er bragðvont meðal ef aðstæður eru réttar, en uppáhell- ing ef enn er svo mikil þensla í kerfinu að þetta fari beint út í verðlag, laun og verðbólguvænt- ingar almennings,“ segir hún. Ástæður þess að krónan fellur skipta ekki endilega öllu máli þegar reynt er að meta hversu langur tími muni líða þar til geng- ið verður stöðugt. Árið 2001 fór gengi krónu gagn- vart breska pundinu yfir 140 krónurnar í maí 2001, og fór ekki undir þær aftur fyrr en í apríl 2002. Hæst fór gengið í 156,6 í nóvember 2001. Í gær komst það í 160 krónur. „Ef raungengi krónunnar fer langt yfir sögulegt meðaltal veit maður í hjarta sínu að það þarf að eiga sér stað leiðrétting. Þá er spurningin hvernig sú leiðrétting verður. Maður hefði haldið að við værum komin á það stig að sú leiðrétting kæmi hægt og síg- andi, en þetta hefur þvert á móti gerst með látum,“ segir Edda Rós. brjann@frettabladid.is FJÖLMIÐLAR Fjórir þingmenn gegna nú einnig starfi sem dagskrárgerðarmenn í sjónvarpi en þeir eru allir á sjónvarpsstöð- inni ÍNN. Þetta eru þeir Kristinn H. Gunnarsson Frjálslynda flokknum, framsóknarmaðurinn Jón Birkir Jónsson, Katrín Jakobsdóttir Vinstri grænum og Illugi Gunnarsson úr Sjálfstæðis- flokki. „Ég hef fengið til mín marga góða gesti eins og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra,“ segir Kristinn sem er með þátt hálfsmánaðarlega. „Ég tek menn svo sem ekkert á beinið en ég spyr þó vel úr,“ bætir hann við og viðurkennir að hann taki sjávarútvegsráðherra öðrum tökum í þingsal. - jse Sjónvarpsstöðin ÍNN: Þingmenn með sjónvarpsþætti KRISTINN H. GUNNARSSON Dagskrár- gerðarmaðurinn Kristinn H. fer mýkri höndum um viðmælendur sína en þegar hann er í hlutverki þingmannsins. Þriðja hrun krón- unnar á sjö árum Fall krónunnar gæti verið bragðvont meðal séu aðstæður réttar. Fallið var hraðara og harðara en sérfræðingar reiknuðu með. Eftir niðursveiflu árið 2001 tók það um eitt ár fyrir krónuna að ná jafnvægi á ný. LÖGGÆSLA Lögreglumenn fjöl- menntu við kínverska sendiráðið í gær þegar þrír ungir jafnaðarmenn báru þangað bréf með spurningum um málefni Tíbets. Anna Pála Sverrisdóttir, formað- ur ungra jafnaðarmanna, segir að minnst fjórir lögreglumenn hafi beðið í stórum bíl á Víðimelnum, þótt lögreglu hafi ekki verið til- kynnt um að til stæði að bera bréfið út. Enginn tók við bréfinu og sendi- ráðinu virðist hafa verið lokað í skyndingu, segir Anna. Spurning- arnar voru að lokum límdar á dyr sendiráðsins. Árni Þór Sigmundsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn segir að þörf fyrir eftirlit lögreglu við sendiráð Kínverja sé talin meiri þessa dag- ana en alla jafna. Óeirðir hafa verið í Tíbet og íslenskir mótmælendur hafa meðal annars krafist þess að fjölmiðlum og mannréttindasamtökum verði hleypt inn í Tíbet. Birgitta Jónsdóttir rithöfundur hélt því fram í Fréttablaðinu í gær að lögreglan keyrði á allt að hálf- tíma fresti fram hjá kínverska sendiráðinu. Spurður hvort þetta sé rétt segist Árni ekki vilja fara út í smáatriði; þörfin sé metin jafnóð- um. Hann veit ekki af hverju ástæða þótti til að hafa svo mikil afskipti af mótmælendum í fyrradag að þeir voru spurðir að kennitölu. - kóþ Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þörf á löggæslu við sendiráðið hafa aukist: Fleiri löggur en jafnaðarmenn VIÐ KÍNVERSKA SENDIRÁÐIÐ Í GÆR Fleiri lögreglumenn en jafnaðarmenn mættu á Víðimelinn um klukkan ellefu í gærdag. Starfsmenn sendiráðsins komu ekki til dyra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EFNAHAGSMÁL „Seðlabankar um allan heim bjóða bönkum upp á möguleika til lántöku. Þetta gildir bæði um Evrópu og Bandaríkin. Mér finnst því mjög eðlilegt að Seðlabanki Íslands geri eitthvað svipað,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA. Davíð Oddsson seðlabanka- stjóri lét þau orð falla nýlega að í Seðlabankanum hafi verið hugað að því að bankarnir fái rýmri kjör hjá Seðlabankanum. „Mér finnst það eðlileg viðbrögð að Seðla- banki Íslands gangi svipaða leið og seðlabankar almennt,“ segir Vilhjálmur. - ghs/odv Framkvæmdastjóri SA: Eðlileg við- brögð bankans 120 140 160 jan. mars maí júlí sept. nóv. jan. mars maí júlí sept. nóv. 2001 2002 sept. nóv. jan. mars 2007 2008 GENGI KRÓNU GAGNVART BRESKU PUNDI 19. mars 8. mars 140 Kr. Maí 2001 156,6 Kr. Nóvember 2001 Vegna þess að ekki er búið skrá hlutafjáraukningu FL Group frá því í desember á síðasta ári í Kauphöll Íslands var markaðsverð félagsins ekki rétt í úttekt Markaðarins í gær. Rétt markaðsverð FL Group í fyrradag var 90,3 milljarðar króna en ekki 66 milljarðar króna eins og kom fram. Þá skal áréttað að heildareignir FL Group voru um áramótin 422 milljarðar eins og kom fram í töflu. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 5° 5° 1° -1° 1° 9° 7° 6° 3° 8° 19° 22° 9° 21° 10° 30° 16° 15° Á MORGUN Róleg norðanátt víða 5-8 m/s. LAUGARDAGUR Hæg SV-átt um allt land. 1 0 2 2 3 3 0 14 16 18 16 16 11 15 12 12 16 13 -2 -2 -4 -2 -2 -2 -1 -6 -1 -2 -2 -2 0 -2 ROK OG RIGNING Það verður ekki gott ferðaveður í dag. Snjókoma og hvassviðri víða um landið veldur vondu skyggni og slæmri færð og má búast við umferðatöfum víða á þjóðvegum landsins. Veðrið gengur niður í kvöld og nótt. Elín Björk Jónsdóttir Veður- fræðingur KOSOVO, AP Löggæslumenn á vegum Sameinuðu þjóðanna sneru aftur til bæjarins Mitrovi- ca nyrst í Kosovo í gær. Úkra- ínskur lögreglumaður lést af sárum sínum í bænum á þriðju- dag eftir átök við vopnaða serbneska mótmælendur. Alls munu um 40 löggæslu- menn frá Sameinuðu þjóðunum standa vaktina í Mitrovica, ásamt 80 lögreglumönnum úr bænum. Átökin í Mitrovica eru þau hörðustu síðan Kosovo-Albanar lýstu yfir sjálfstæði héraðsins fyrir mánuði. - sh Reynt að hemja reiða Serba: SÞ-lögregla aft- ur til Mitrovica Á VAKT Friðargæsluliðar tala við heima- mann á götu í Mitrovica í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÝPUR, AP Það væri gríðarmikið áfall fyrir Kýpur ef friðarviðræð- ur Kýpur-Tyrkja og Kýpur- Grikkja mislukkuðust. Þetta segir Dimitris Christofias Kýpurfor- seti, sem fundar á morgun með Mehmet Ali Talat, leiðtoga Kýpur- Tyrkja. Með fundinum hefst ný lota viðræðna um endursamein- ingu eyjunnar. „Okkur verður að takast ætlunarverkið í þetta sinn,“ sagði Christofias í gær. „Önnur misheppnuð tilraun yrði gríðar- legt áfall fyrir framtíð okkar, Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja.“ Eyjan hefur verið klofin síðan árið 1974. - sh Sameining Kýpur rædd: Áfall ef sam- staða næst ekki GENGIÐ 19.03.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 157,5528 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 77,65 78,03 155,36 156,12 122,17 122,85 16,377 16,473 15,182 15,272 12,946 13,022 0,7863 0,7909 127,62 128,38 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.