Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 40
32 20. mars 2008 FIMMTUDAGUR Iceland Express-deild kvk: Keflavík-Haukar 82-67 Stig Keflavíkur: Pálína Gunnlaugsdóttir 22, TaKesha Watson 18, Ingibjörg Vilbergsdóttir 15, Susanne Biemer 13, Margrét Kara Sturludóttir 6 (11 frák.), Birna Valgarðsdóttir 3, Hrönn Þorgríms- dóttir, Rannveig Randversdóttir 2. Stig Hauka: Victoria Crawford 25, Telma Björk Fjalarsdóttir 10 (11 frák.), Guðbjörg Sverrisdóttir 10, Unnur Jónsdóttir 6, Kristín Reynisdóttir 5, Ragna Brynjarsdóttir 4 (11 frák.), Bryndís Hreinsdóttir 3, Kristrún Sigurjónsdóttir 2, Hanna Hálfdánardóttir 2. KR-Grindavík 66-78 Stig KR: Candace Futrell 29 (13 frák.), Hildur Sigurðardóttir 22 (11 frák.), Sigrún Ámundadóttir 8, Guðrún Þorsteinsdóttir 7. Stig Grindavíkur: Tiffany Roberson 26 (14 frák.), Joanna Skiba 15, Jovana Lilja Stefánsdóttir 13, Petrúnella Skúladóttir 10 (9 frák.), Ingibjörg Jakobsdóttir 9, Ólöf Helga Pálsdóttir 5. Enska úrvalsdeildin: Man. Utd-Bolton 2-0 1-0 Cristiano Ronaldo (9.), 2-0 Cristiano Ronaldo (19.) Tottenham-Chelsea 4-4 0-1 Didier Drogba (3.), 1-1 Jonathan Woodgate (12.), 1-2 Michael Essien (20.), 1-3 Joe Cole (52), 2-3 Dimitar Berbatov (61.), 3-3 Tom Huddlestone (75.), 3-4 Joe Cole (80.), 4-4 Robbie Keane (88). HM U-20 kvenna: Ísland-Ungverjaland 27-35 Mörk Íslands: Karen Knútsdóttir 7, Stella Sigurð- ardóttir 5/4, Rut Jónsdóttir 3, Auður Jónsdóttir 3/1, Rebekka Skúladóttir 2, Hildigunnur Einars- dóttir 2, Karólína Gunnarsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 1. Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 19, Guðrún Ósk Maríasdóttir 2. Lengjubikar karla: Valur-Breiðablik 2-1 Atli Þórarinsson, René Carlsen - Nenad Zivanovic. Upplýsingar frá fótbolti.net. ÚRSLIT FÓTBOLTI FH-ingurinn Tryggvi Guðmundsson hefur verið kallaður inn í landsliðið fyrir vináttuleikinn gegn Slóvökum sem fram fer ytra 26. mars næstkomandi. Tryggvi kemur í stað Helga Sigurðssonar Valsmanns sem er meiddur. - hbg Knattspyrnulandsliðið: Tryggvi inn í stað Helga TRYGGVI GUÐMUNDSSON Í landsliðinu sem mætir Slóvökum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Manchester United er komið með þriggja stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Bolton á Old Trafford í gær. Chelsea varð af dýrmætum stigum á White Hart Lane í ótrú- legum 4-4 jafnteflisleik gegn Tot- ten ham. Portúgalski snillingurinn Cristi- ano Ronaldo sá um að afgreiða Bolton með tveimur mörkum á fyrstu 19 mínútum leiksins. Fyrst með skoti í teignum og svo með frábæru marki beint úr auka- spyrnu. Leikur Tottenham og Chelsea var ótrúleg skemmtun. Þrjú mörk voru skoruð á fyrstu 20 mínútun- um og 2-1 fyrir Chelsea í leikhléi. Joe Cole kom Chelsea í 1-3 í upp- hafi síðari hálfleiks en Spurs neit- aði að gefast upp. Berbatov og Huddlestone jöfn- uðu fyrir Spurs þegar 15 mínútur voru eftir af leik. Cole kom Chelsea aftur yfir en Robbie Keane bjargaði stigi fyrir Tottenham með frábæru marki tveimur mínutum fyrir leikslok. 4- 4 í frábærum leik. - hbg Tveir leikir fóru fram í enska boltanum í gærkvöld: Man. Utd komið með þriggja stiga forskot CRISTIANO RONALDO Sá til þess enn og aftur í gær að Man. Utd fékk þrjú stig. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Ísland fór ekki vel af stað í undankeppni U-20 kvenna. Íslensku stelpurnar töpuðu opnunarleik sínum gegn Ungverj- um í Digranesi í gær, 27-35. Ungverjar leiddu með einu marki í leikhléi, 16-15, og jafnt var á með liðunum framan af síðari hálfleik. Um miðbik hálfleiksins stungu síðan ung- versku stelpurnar af og kláruðu leikinn. „Ég er eðlilega alveg hundfúl. Við vorum í tækifæri allan leikinn en síðan hrynur allt undir lokin,“ sagði Guðríður Guðjóns- dóttir, aðstoðarþjálfari íslenska liðsins. „Það var fyrst og fremst slæm nýting á dauðafærum sem felldi okkur en ég held við höfum farið með ein 15 opin færi í leiknum sem er eðlilega allt of mikið. Svo voru lykilmenn í vörn að klikka og annað. Það er ekki þetta mikill munur á liðunum og því er ekki að neita að niðurstaðan er ákveðið áfall. Baráttan er samt ekki búin og við munum halda áfram að berjast,“ sagði Guðríður að lokum. - hbg Undankeppni U-20 kvenna: Slæmt tap gegn Ungverjum ÖFLUG Karen Knútsdóttir átti flottan leik fyrir Ísland en það dugði ekki til. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Keflavík er komið í lokaúrslitin um Íslandsmeistara- titil kvenna sjötta árið í röð eftir öruggan 15 stiga sigur á fráfar- andi Íslandsmeisturum Hauka, 82- 67, í þriðja leik liðanna í undanúr- slitum Iceland Express-deild kvenna í Toyota-höllinni í Kefla- vík í gær. Keflavíkurstúlkur héldu skotsýningu sinni áfram frá því í síðasta leik og skoruðu 48 prósent af körfum sínum í leiknum fyrir utan þriggja stiga línuna. Keflavík hefur þurft að sætta sig við silfur á Íslandsmótinu síð- ustu tvö ár en nú er liðið komið í mikinn meistaraham og búið að vinna síðustu ellefu leiki sína í deild og úrslitakeppni. Pálína Gunnlaugsdóttir átti mjög góðan leik og hjálpaði til við að enda sig- urgöngu Haukstúlkna sem hafa orðið Íslandsmeistarar tvö undan- farin ár með hana innanborðs. „Þetta var allt annað hjá mér en í síðustu þremur leikjum á móti Haukum. Við erum að spila rosa- lega góða vörn, erum með góða liðsheild og það eru allir að standa saman. við lögðum upp með að spila rosalega góða vörn og stoppa Victoriu Crawford og það hefur gengið mjög vel,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir og bætti við. „Við erum í meistaraham og ég spái að við vinnum 3-0 í úrslitunum,“ sagði Pálína að lokum. „Þetta er búið að vera voðalega þægilegt, það er ótrúleg stemning í liðinu og það er rosalega auðvelt að undirbúa liðið þegar allir eru svona jákvæðir. Þær eru tilbúnar að leggja þvílíkt á sig og það skín í gegn núna,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur sem vill laga eitt fyrir úrslitaleik- ina. „Það fer í taugarnar á mér hvað við erum að skjóta mikið af þriggja stiga skotum. Ég vil að þær keyri meira upp að körfunni því við erum með fljótar stelpur sem eiga að gera miklu meira af því. Við erum að leyfa andstæðingunum að þvinga okkur út fyrir þriggja stiga línuna en við erum með góðar skyttur og það er það sem heldur okkur á floti,“ sagði Jón Halldór en Keflavíkurliðið hefur skorað 28 þriggja stiga körfur í síðustu tveimur leikjum. Kollegi hans hjá Haukum sá björtu hliðarnar þrátt fyrir sárt tap. „Ég vil hrósa mínu liðið fyrir það að hafa ekki hengt haus þegar útlitið var svart,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Hauka sem býst við litlum breytingum á Haukaliðinu. „Það eru margir leik- menn sem eru að stíga sín fyrstu spor og aðrir sem eru að spila í fyrsta skipti í úrslitakeppni. Ég held að við séum reynslunni ríkari og mér líst vel á framhaldið. Lykil- leikmenn eru með tveggja ára samning og ég býst við að halda þeim og ætla sjálfur að þjálfa liðið áfram nema þá ef ég verð rekinn,“ sagði Yngvi í léttum tón. Grindavík sótti góðan sigur gegn KR í Vesturbæinn og staðan í því einvígi 2-1 fyrir KR. Grinda- víkurstúlkur, með Roberson og Skiba, í farabroddi, tóku frum- kvæðið í upphafi og slepptu því aldrei. Leiddu 14-26 eftir fyrsta leikhluta og 32-45 í leikhléi. Staðan var 47-58 eftir þrjá leik- hluta og KR náði mest að minnka muninn í 63-69 en þá stakk Grinda- vík aftur af. Roberson var frábær með tvöfalda tvennu og Skiba var einnig góð. Íslendingarnir Jovana Lilja og Petrúnella skiluðu einnig sínu. Hildur Sigurðardóttir og Candace Futrell voru allt í öllu hjá KR. - óój / - hbg Meistarar Hauka úr leik Keflavík sópaði Íslandsmeisturum Hauka út úr úrslitakeppninni í gær. Grinda- vík minnkaði aftur á móti muninn í rimmunni gegn KR með góðum útisigri. PETRÚNELLA SKÚLADÓTTIR Átti fínan leik fyrir Grindavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KOMNAR Í ÚRSLIT Keflavíkurstúlkur fögnuðu vel í leikslok MYND/VÍKURFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.