Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 6
6 20. mars 2008 FIMMTUDAGUR UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun hefur ákvarðað að aflþynnuverk- smiðja á Krossanesi á Akureyri skuli ekki háð mati á umhverfis- áhrifum. Segir að verksmiðjan muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif og að áhrif á náttúrufar verði óveruleg. Hún muni enda rísa á svæði þar sem hafi verið iðnaður til margra ára. Stofnunin minnir á að framkvæmdirnar séu háðar byggingarleyfi Akureyrarbæjar og brýnt sé við leyfisveitingu að huga að þeim hættulegu efnum sem verksmiðjan muni nota. Ákvörðunina má kæra til ráðherra fram til 21. apríl. - kóþ Skipulagsstofnun ákvarðar: Verksmiðja ekki í umhverfismat ALÞINGI Þingsályktunartillaga Steinunnar Valdísar Óskarsdótt- ur, Samfylkingunni, um að tekið verði upp nýtt starfsheiti fyrir ráðherra, fellur í grýttan jarðveg hjá Íslenskri málnefnd og Stofn- un Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum. Í umsögn Stofnunar Árna Magnússonar segir að ekki verði séð að notkun orðsins ráð- herra hafi leitt til neins konar mismununar eða hótfyndni, sem niðurlægjandi væri fyrir konur. Hugmyndir sem komið hafi fram um nýtt heiti hafi fremur verið til þess fallnar að vekja kátínu og aulafyndni en hafa einhver áhrif í jafnréttisátt. „Meginatriðið er að hér virðist um að ræða tilefnis- laus afskipti af tungumálinu,“ segir í umsögninni. Íslensk málnefnd segir kyn- bundna merkingu orðsins herra hverfa þegar það verður að við lið í samsettum orðum auk þess sem mörg dæmi séu um að merking orðs breytist þegar það verður að viðlið. Nefndin er þeirrar skoðunar að bæði kynin geti borið starfsheitið ráðherra. Jafnréttisstofa telur hins vegar breytingu á starfsheiti ráðherra í samræmi við mark- mið jafnréttislaga. „Með starfs- heiti sem bæði kynin geta borið, og sem ekki hefur á sér þann karllæga, valdbjóðandi blæ, sem heitið ráðherra hefur, er tekið tillit til þeirrar sjálfsögðu og eðlilegu þróunar að stafsheiti séu ekki eingöngu heppileg fyrir annað kynið,“ segir í umsögn ráðsins. - bþs Íslensk málnefnd og Stofnun Árna Magnússonar andvíg nýju heiti fyrir ráðherra: Tilefnislaus afskipti af tungumálinu STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Jafnréttisstofa styður tillögu hennar en Íslensk málnefnd og Stofnun Árna Magnússonar ekki. KÓPAVOGUR Samgönguráðuneytið hefur úrskurðað að fyrrverandi formaður Íþrótta- og tómstunda- ráðs Kópavogs hafi verið vanhæf- ur til að fjalla um ráðningu í stöðu verkefnisstjóra. Úrskurðurinn gengur þvert á álit bæjarlög- manns, sem taldi fulltrúann hæfan. „Þetta er áfellisdómur yfir kjörnum fulltrúa,“ segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylking- arinnar í Kópavogi og annar bæj- arfulltrúa flokksins sem kærði málið til ráðuneytisins. Hún segir meirihlutann í bæjarstjórn verða að endurskoða vinnubrögðin í kjöl- far úrskurðarins. Gunnsteinn Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, varð ekki við kröfu Samfylkingarinnar um að víkja sæti við ráðninguna. Sú sem ráðin var í starfið hafði verið undirmaður hans árum saman, og hann var einn til- greindra meðmælenda hennar. Þrátt fyrir vanhæfi Gunnsteins við afgreiðslu málsins stendur ráðningin. Samgönguráðuneytið telur ekki hafa verið sýnt fram á að ógilda eigi ráðninguna. Guðríð- ur segir ekki hafa verið lagða áherslu á það, enda þyrfti þá að sýna með óyggjandi hætti að annar hefði verið ráðinn í stöðuna hefði Gunnsteinn vikið sæti. Gunnsteinn hafði ekki séð úrskurðinn þegar Fréttablaðið náði tali af honum, og vildi því sem minnst tjá sig. Hann benti þó á að bæjarlögmaður hafi komist að þveröfugri niðurstöðu, málið virðist því snúast um túlkun á lagagreinum. - bj Ráðuneyti segir bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks hafa verið vanhæfan við ráðningu: Sagður áfellisdómur yfir fulltrúanum GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR GUNNSTEINN SIGURÐSSON A T A R N A – K M I / F ÍT Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is blettakerfi 8 kg. 15 mín. hraðkerfi 60 mín. kraftþvottakerfi Snertihnappar A+ VINNUMARKAÐUR Níels S. Olgeirs- son, formaður Matvís, segir að kínversku matreiðslumennirnir fimm, sem hafi komið til Íslands til starfa á The Great Wall við Vesturgötu, hafi fengið jákvæða umsögn frá Matvís þar sem allir pappírar hafi virst í lagi eftir skoðun menntamálaráðuneytis- ins. Síðar hafi komið í ljós að sumir pappírarnir hafi verið „keyptir úti í búð í Kína“. Matvís fékk ábendingu um meint brot á kjarasamningum í haust, heimsótti veitingastaðinn og ræddi við starfsmenn og stjórnendur. Níels segir að starfs- mennirnir hafi verið hræddir en þó hafi tveir leitað til Matvís. Félagið hafi fundið þeim vinnu og húsnæði í haust og samið við vinnuveitendurna um að greiða þeim 50-100 þúsund krónur á mánuði á mann. Farið verði aftur yfir mál þeirra í apríl. Níels kveðst nokkuð viss um að þeir sem eftir eru hafi ekki feng- ið greitt þótt þeir segist hafa fengið launin sín. Þá óttast hann að jafnvel þótt fólkið fái greitt þá haldi peningarnir áfram í hring- rás og endi hjá lánardrottni í Kína. Níels segir að borist hafi ábend- ing um að fólkið hafi greitt fyrir að koma til Íslands og að laun þess færu aftur til vinnuveitenda eða milligöngumanna. Það sé alvarlegt mál. „Við vitum að þetta er svona en erum ekki í stakk búnir til að fara í frekari rannsóknir enda ekki í okkar verkahring. Við höfum upplýst viðeigandi aðila og þeir fara í málið ef þeir hafa fjármagn til þess,“ segir hann og gagnrýnir yfirvöld. Þau hafi oft ekki bol- magn í eftirlit auk þess sem sam- ræmingu vanti milli embætta. Yngvi Helgason, framkvæmda- stjóri The Great Wall, vísar ábyrgðinni á fyrri eigendur. Hann hafi túlkað fyrir þá þar sem enginn á staðnum hafi talað íslensku. Hann hafi grunað að ekki væri allt með felldu í rekstr- inum og ráðlagt móður sinni frá því að kaupa í fyrirtækinu. Fréttaflutningur um meint man- sal komi honum samt á óvart. Móðir Yngva á nú 45 prósenta hlut í fyrirtækinu. Yngvi segir að fyrrverandi eig- endur The Great Wall séu farnir til Kína og kínverskur meðeig- andi móður hans í tveggja vikna leyfi til Evrópu. Lögreglan er með málið í rann- sókn. ghs@frettabladid.is Kínverjarnir komu með falsaða pappíra Formaður Matvís segist vita að Kínverjarnir sem störfuðu á veitingastaðnum The Great Wall við Vesturgötu hafi borgað fyrir að fá að koma hingað. Í ljós hafi komið að sumir pappírarnir hafi verið „keyptir úti í búð í Kína“. THE GREAT WALL Níels S. Olgeirsson, formaður Matvís, óttast að launin sem vinnu- veitendur Kínverjanna á The Great Wall við Vesturgötu borgi þeim fari í hringrás og endi að mestu leyti hjá milligöngumönnum eða atvinnumiðlara í Kína. Hann telur að sumir pappírarnir sem Kínverjarnir höfðu séu keyptir út úr búð í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HJÁLPAÐI MEÐ ÍSLENSKUNA Yngvi Helgason hjálpaði fyrrverandi eigendum The Great Wall með íslenskuna. Hann segir að sér hafi ekkert litist á reksturinn og ráðlagt móður sinni gegn því að fara inn í fyrirtækið. Ætlar þú að fara í ferðalag um páskana? Já 20,9% Nei 79,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnur þú fyrir hækkandi verð- lagi á vörum og þjónustu? Segðu skoðun þína á vísir.is Umferðaróhöpp í Reykjavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningar um 56 umferð- aróhöpp um síðustu helgi. Mátti rekja eitt þeirra til ölvunaraksturs. Voru flest óhöppin minni háttar en í nokkrum tilvikum þurfti þó að flytja fólk á slysadeild. Í sjö tilfellum stungu ökumenn af vettvangi. LÖGREGLUFRÉTTIR Ók undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann bifreiðar á 122 kílómetra hraða í Öxnadal í gærmorgun. Vaknaði grunur um að hann væri undir áhrifum fíkniefna og fannst amfetamín á einum farþega í bílnum. Voru ökumaður og farþegar fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku. Ökumað- urinn var sviptur ökuréttindum og telst málið upplýst. LÖGREGLUFRÉTTIR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.