Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 32
 20. mars 2008 FIMMTUDAGUR Útvarpsleikhúsið frumflytur nú um páskana nýjan þríleik eftir leikskáldið Bjarna Jónsson á Rás 1. Þríleikurinn Besti vinur hunds- ins heita þrjú sjálfstæð leikrit sem tengjast og mynda heild. Þó má njóta hvers verks um sig án þess að heyra þau öll. Tónlist við verkin semur Hallur Ingólfsson, hljóðvinnsla er í hönd- um Georgs Magnússonar og höf- undur leikstýrir leikritunum þremur. Fyrsta leikritið nefnist Lykill- inn og verður flutt á skírdag kl. 15. Í því fylgjast hlustendur með mæðgunum Maríu og Söru sem hafa fest kaup á tveggja hæða húsi í Vesturbænum. Seljandinn er ein- stæð móðir sem hefur þegar afhent kaupendum lykla að hús- inu, alla nema einn sem er enn í vörslu sonar hennar. Þegar henni tekst loksins að fá hann til að afhenda lykilinn, hefur hún enga hugmynd um það að drengurinn hefur látið gera annað eintak sem hann hyggst nota til þess að bjarga sér úr dálitlum vanda. Annað leikrit þrenningarinnar kallast Endasprettur og er á dag- skrá á páskadag kl. 15. Þar kynn- ast hlustendur Vésteini. Hann var hlaupagarpur þegar hann var yngri og átti Íslandsmet í 400 metra hlaupi pilta. Vésteinn er eldheitur friðarsinni og daginn sem nokkur NATO-herskip koma að landi í Reykjavík er hann mætt- ur niður á höfn til þess að mót- mæla komu þeirra. Um kvöldið skýtur hann síðan upp kollinum á samkomu í Friðarhúsinu, þar sem menn deila um stefnumál hernað- arandstæðinga í ljósi breyttrar heimsmyndar. Þriðja og síðasta leikritið er Spunakonan sem flutt verður annan dag páska kl. 15. Leikritið fjallar um Elsu sem heldur úti bloggsíðu. Hún setur inn á hana einfaldar sögur sem eru ekki bara skáldskapur, heldur tengjast einkalífi hennar. Bjarni Jónsson hefur unnið leikgerðir fyrir útvarp og samið leikrit sem sett hafa verið upp í leikhúsum landsins við góðar undirtektir. Síðastliðinn mánudag var tilkynnt um tilnefn- ingu Bjarna til Norrænu leik- skáldaverðlaunanna fyrir leikritið Óhapp! sem frumsýnt var í Þjóð- leikhúsinu síðastliðið haust. - vþ Lykill, hlaupagarpur og bloggari í útvarpi BJARNI JÓNSSON LEIKSKÁLD Samdi og leikstýrði þríleiknum Besti vinur hundsins. Vert er að vekja athygli á stórtónleikum sem fara fram í Hallgrímskirkju í dag kl. 17. Þar koma fram Schola cantorum og kammerhópurinn Caput ásamt einsöngvurunum Margréti Sigurðardóttur, Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur, Braga Bergþórssyni og Benedikt Ingólfssyni og flytja Jóhannesarpassíu eistneska tónskáldsins Arvos Pärt. Stjórnandi flutningsins er Hörður Áskelsson. Innan kirkjunnar er aldagömul hefð fyrir því að syngja frásagnir guðspjallanna fjögurra um píslargöngu Krists í dymbilviku. Söngformið þróaðist smám saman á þann hátt að mismunandi hlutar sögunnar urðu að mismunandi sönghlutverk- um. Á tímum J.S. Bach höfðu tónsetningar píslarsög- unnar síðan fest sig í sessi sem stór tónverk með aríum, sálmalögum og kórhlutum, allt á móðurmáli tónskálda og er túlkun tilfinninga gefinn mikinn gaumur. Arvo Pärt fer allt aðra leið í Jóhannesarpassíu sinni. Hann notar latneska þýðingu, og hvert „hlutverk“ fær aðeins fyrirfram ákveðna tóna og nótnagildi til að spila úr. Jafnvel þagnirnar milli setninga eru fastákveðnar og ræðst lengdin af atkvæðafjölda síðasta orðsins á undan. Miðaverð á tónleikana er 3.000 kr. - vþ Óvenjuleg Jóhannesar- passía Pärts flutt í dag Í HALLGRÍMSKIRKJU Frá æfingu á Jóhannesarpassíu Arvos Pärt. Ein skærasta stjarna söngheimsins! EINSÖNGSTÓNLEIKAR DENYCE GRAVES MEZZÓSÓPRAN Denyce Graves kom fram á minningartónleikum um þá sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum 11. september og sjónvarpað var um allan heim. Hún er nú menningarsendiherra Bandaríkjanna. HÁSKÓLABÍÓ 1. JÚNÍ | MIÐAVERÐ: 6.800 / 6.200 Stórmeistari djassins WAYNE SHORTER KVARTETTINN „Wayne Shorter er einn fárra sem skrifaði tónlist fyrir Miles [Davis] sem hann vildi ekki breyta.” Herbie Hancock HÁSKÓLABÍÓ 24. MAÍ. | MIÐAVERÐ: 6.200 / 5.700 Bakgrunnsmynd: Roger Hiorns / Object - a manipulated growth. © 2007 Serpentine Gallery. Ljósmynd: Alastair Fyfe. Miðasala á listahatid.is & midi.is Á vef Listahátíðar færðu nánari upplýsingar um alla viðburði Listahátíðar 2008, þar með talið þær fjölmörgu myndlistarsýningar sem opnaðar verða á hátíðinni 15.-18. maí. Miðasala fer einnig fram í síma 552 8588 alla virka daga frá kl. 10-14.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.