Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 20. mars 2008 31
FÓTBOLTI Sögusagnir hafa verið á
kreiki í breskum fjölmiðlum
undanfarið um að Alexander Hleb
hafi notað ferðina til Mílanóborg-
ar á dögunum, þar sem Arsenal
keppti við AC Milan í 16-liða
úrslitum Meistaradeildar Evrópu,
til þess að eiga fund með forráða-
mönnum Inter um möguleg
félagaskipti þangað næsta sumar.
Arsene Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, er þá sagður hafa
brugðist reiður við og hótað að
kæra Inter til knattspyrnusam-
bands Evrópu, UEFA, fyrir
ólöglegar viðræður við Hleb sem
á tvö ár eftir af samningi sínum
við Lundúnaliðið.
Hvítrússinn Hleb og Claudio
Vigorelli, umboðsmaður hans,
sáust yfirgefa Melia Felix hótelið
í Mílanó saman umræddan dag,
þegar viðræðurnar við Inter eiga
að hafa farið fram, en Vicenzo
Morabito, samstarfsmaður
Vigorelli, kvað orðróminn ekki
vera sannan.
„Vissulega yfirgáfu Hleb og
Vigorelli hótelið saman umrædd-
an dag en þeir fóru ekki að tala
við forráðamenn Inter, heldur
fóru þeir bara að fá sér ís,“ sagði
Morabito í viðtali við The
Guardian í gær. - óþ
Hleb átti ekki fund með Inter:
Fór einungis út
að fá sér ís
EFTIRSÓTTUR Alexander Hleb hefur
verið orðaður við mörg af stærstu liðum
Evrópu undanfarið. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI John Terry gerði lítið
fyrir ímynd sína þegar bíll hans
var myndaður í stæði fyrir
fatlaða, en þar var hann í tvo tíma
á meðan hann sat að snæðingi með
fjölskyldu sinni á Pizza Express-
veitingastaðnum í Surrey.
Aðeins nokkrum metrum lengra
gat hann lagt í bílastæðahúsi þar
sem klukkutíminn kostar undir
100 krónum.
Breska slúðurblaðið The Sun
greindi frá þessu og hafði meðal
annars eftir embættismönnum að
hegðun Terrys væri honum til
háborinnar skammar.
Þegar hádegismatnum var lokið
fjarlægði Terry sektina sem
hljóðaði upp á tæpar 10 þúsund
krónur. Terry ætti að eiga fyrir
sektinni enda með tæpar 16
milljónir króna í vikulaun hjá
Chelsea. - hbg
John Terry:
Lagði í stæði
fyrir fatlaða
JOHN TERRY OG TONI POOLE Hjónin
sýna bílastæðamálum fatlaðra lítinn
skilning. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
KÖRFUBOLTI Það þurfti besta liðið í
NBA-deildinni til þess að stöðva
sigurgöngu Houston Rockets í
NBA-deildinni í körfubolta en Bos-
ton vann leik liðanna 94-74 í fyrri-
nótt. Houston hafði unnið 22 leiki í
röð fyrir leikinn og það hefur aðeins
eitt lið í sögu NBA unnið fleiri leiki
í röð en lið Los Angeles Lakers
1970-71 vann 33 leiki í röð og svo
NBA-titilinn um sumarið.
Liðsmenn og stuðningsmenn
Houston ættu að vera bjartsýnir á
framhaldið því hin þrjú liðin sem
hafa átt lengstu sigurgöngurnar í
sögu NBA-deildarinnar hafa öll
orðið NBA-meistarar á sama tíma-
bili.
„Þetta voru mikil vonbrigði en
við vorum að spila við svakalegt
lið. Ég hef aldrei séð aðra eins vörn
á þeim ellefu árum sem ég hef spil-
að í NBA,“ sagði Tracy McGrady,
aðalsóknarmaður Houston, sem
skoraði aðeins 8 stig í leiknum.
Kevin Garnett og félagar í Bos-
ton hafa unnið 13 af síðustu 14 leikj-
um sínum og eru með besta árang-
urinn í deildinni. „Ég elska vörnina
sem við spiluðum í þessum leik,“
sagði Garnett sem var stigahæstur
með 22 stig en Paul Pierce skoraði
20 stig.
„Ég finn meira til með stuðnings-
mönnunum en okkur sjálfum því
við fáum strax annan leik eftir tut-
tugu tíma,“ sagði Shane Battier,
leikmaður Houston. „Ég er of
nálægt þessu til þess að meta þetta
almennilega. Ég hef örugglega
miklu meira gaman af þessu þegar
ég er orðinn gamall og grár og
hættur að rekja körfubolta. Núna
erum við að berjast um gott sæti
inn í úrslitakeppnina og það eru
mörg góð lið á hælunum á okkur,“
sagði Battier. - óój
LENGSTU SIGURGÖNG-
URNAR Í SÖGU NBA:
Los Angeles Lakers 1971-72* 33
Houston Rockets 2007-08 22
Milwaukee Bucks 1970-71* 20
Los Angeles Lakers 1999-2000* 19
* Urðu öll NBA-meistarar
Sigurganga Houston í NBA er á enda en liðið vann 22 leiki í röð sem er önnur lengsta sigurganga sögunnar:
Það þurfti besta liðið til þess að stoppa þá
SVEKKELSI Það gekk ekkert upp hjá
Tracy McGrady. NORDIVPHOTOS/GETTY