Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 20
20 20. mars 2008 FIMMTUDAGUR Franski konungurinn hafði tekið við völd- um eftir að Napóleon hafði flúið frá Frakk- landi. Napó- leon, sem var í hálfgerðri út- legð, sagði skil- ið við konu sína og son og ákvað að snúa aftur. Napóleon kom aftur á megin- land Evrópu 1. mars og náði að safna 340. þúsund manna her á stuttum tíma og hrifsaði til sín völd- in á ný. Þessi end- urkoma Napóleons til Parísar og tími hans við völd á ný er oft kallaður hundr- að dagarnir. Á þess- um tíma var Napó- leon orðinn ansi slæmur af gyllinæð vegna stöðugrar setu á hesti sínum. Hann gat aðeins setið stutt á baki og það háði honum til dæmis þegar hann barðist í Waterloo þar sem hann var ávallt að fara af baki og á. ÞETTA GERÐIST: 20. MARS 1815 Napóleon aftur í ParísHENRIK IBSEN LEIKRITASKÁLD FÆDDIST ÞENNAN DAG 1828. „Minnihlutinn getur haft rétt fyrir sér en meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér.“ Henrik Ibsen var norskur leik- ritahöfundur sem náði heims- athygli með leikritum á borð við Pétur Gaut, Brúðuheim- ilið, Þjóðníðing og Heddu Gabler. Sagt er að verk Ibsens séu hvað oftast sett upp á eftir verkum Shakespeares. Kristinn Ólason Skálholtsrektor er kominn norður til Akureyrar og flyt- ur þar tvo ólíka fyrirlestra um bæna- dagana. Báðir tengjast þeir kristinni trú. „Ég fjalla í dag um kristinn mann- skilning út frá þeim textum sem varðveittir eru í Biblíunni. Sá fyrir- lestur er á vegum Félags áhuga- manna um heimspeki á Akureyri. Biblíutextarnir gefa okkur myndir af manneskjunni á meira en þúsund ára tímabili,“ segir Kristinn aðspurð- ur um þann boðskap sem hann ætlar að bera Akureyringum. Athugasemd um að mannlífið hafi tekið allnokkr- um breytingum frá því Biblían var rituð svarar hann með kristilegu um- burðarlyndi. „Vissulega eru kirkjunnar menn í nútímanum oft að túlka texta sem eru nær 2000 ára gamlir og það er ekki alltaf vandalaust. En textarnir fjalla um grundvallarspurningar mannlífs- ins og eiga því við á öllum tímum. Þeir eru sá brunnur sem við sækjum í og þess vegna er predikað út frá þeim í kirkjunni á hverjum sunnudegi. Þeir þurfa bara að orðast upp á nýtt með hverri kynslóð.“ Í Glerárkirkju verður dagskrá á morgun, föstudaginn langa, með töl- uðu orði, tónlist og kaffiveitingum. Þar ætlar Kristinn að ræða um bar- áttu góðs og ills. Hann kveðst þá meðal annars líta til lífsgæða sem séu takmörkunum háð. Hvað á hann við? „Takmörkun lífs- gæða hefur alltaf verið til staðar, hvort sem er vegna sjúkdóma, styrj- alda, afbrota eða annarrar mannlegr- ar niðurlægingar. Við vitum að alls- staðar þar sem líf verður til þá er það jafnframt dæmt til að deyja. Þetta eru skorður sem öllu mannlegu lífi eru settar. En kristin trú varpar tilteknu ljósi á líf mannsins og gefur því ákveðna merkingu. Grunnstef trúarinnar gerir ráð fyrir því að Kristur hafi verið sonur Guðs, hann hafi dáið fyrir mannkynið og síðan risið upp til að gefa lífi allra manna nýja merk- ingu.“ gun@frettabladid.is KRISTINN ÓLASON SKÁLHOLTSREKTOR: MEÐ TVÖ ERINDI UM TRÚMÁL Á AKUREYRI Með upprisu gaf Kristur lífi manna nýja merkingu „TEXTAR BIBLÍUNNAR FJALLA UM GRUNDVALLARSPURNINGAR MANNLÍFSINS OG EIGA ÞVÍ VIÐ Á ÖLLUM TÍMUM. Þeir eru sá brunnur sem við sækjum í þess vegna er predikað út frá þeim á hverjum sunnudegi,“ segir Kristinn Skálholtsrektor. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM timamot@frettabladid.is Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Árnýjar Guðríðar Enoksdóttur frá Hópi, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Víðihlíð í Grindavík. Þorsteinn Guðmundsson Rungnapha Guðmundsson Kristín Guðmundsdóttir Helgi Þór Magnússon Þorvaldur Guðmundsson Somphop Birgir Ingi Guðmundsson Þórlaug Guðmundsdóttir Þorlákur Grímur Halldórsson ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðný Ingibjörg Bjarnadóttir Vallargötu 7, Sandgerði, lést mánudaginn 17. mars á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Jón Ásmundsson Helga Karlsdóttir Kristín Ásmundsdóttir Jón Árni Ólafsson Ragnheiður Ásmundsdóttir Magnús Árnason barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, amma og lang- amma, Guðrún Lilja Halldórsdóttir Barðaströnd 10, Seltjarnarnesi, lést á landspítalanum 17. mars síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Örn Ármann Sigurðsson Halldór Ármann Sigurðsson Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir Magnús Ármann Sigurðarson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Þráins Sigtryggssonar skipstjóra og útgerðarmanns Grundarbraut 26, Ólafsvík. Guðbjörg Elín Sveinsdóttir Egill Þráinsson Hrefna Guðbjörnsdóttir Pálína Þráinsdóttir Ingvar Sigurðsson Bryndís Þráinsdóttir Valur Magnússon Sigurbjörg Þráinsdóttir Þröstur Kristófersson Björk Þráinsdóttir Lárus Einarsson Berglind Þráinsdóttir Heimir Maríuson Sigtryggur Þráinsson Margrét Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, Þorbergur Kristjánsson Brúnahlíð, verður jarðsunginn frá Grenjaðarstaðarkirkju laugardaginn 22. mars kl 14.00. Kristín Þorbergsdóttir Ægir Eiríksson Guðný Þorbergsdóttir Sverrir Haraldsson Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir Gísli Gunnarsson Árni Þorbergsson Sigrún Óladóttir og fjölskyldur. Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir og amma, Hólmfríður Davíðsdóttir Hlíðarhjalla 69, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðju- daginn 18. mars. Útför verður auglýst síðar. Gunnar Ásmundsson Davíð Guðmundsson Hulddís Guðbrandsdóttir Ásgeir Sigurðsson Arndís Kristjánsdóttir Kolbrún Marín og Róbert Dagur. Ástkær faðir og bróðir okkar, Birgir Gunnarsson lést á gjörgæsludeild Landspítalans sunnudaginn 2. mars síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda Guðbjörn Helgi Birgisson Gunnar Gunnarsson Ólafur Gunnarsson Sigrún Edda Gunnarsdóttir Kristín Gunnarsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.