Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 34
26 20. mars 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > KOMIN MEÐ NÝJAN Breska söngkonan Lily Allen er komin með nýjan kær- asta. Hún er nýhætt með tón- listarmanninum Ed Simons úr Chemical Brothers en nýi maðurinn heitir Robertson Furze og er upptökustjóri. Þau hafa búið saman á laun í mánuð. Trommuleikarinn Ásgeir Óskars- son var kjörinn heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur við opnun Blúshátíðar í Reykjavík á Hilton Nordica-hótelinu. Með viðurkenningunni fylgdi Gretch- trommusett af bestu gerð sem þakklætisvottur fyrir framlag hans til blústónlistarinnar á Íslandi. Ásgeir er einn virtasti tromm- ari landsins og hefur spilað með flestum vinsælustu hljómsveitum og tónlistarmönnum Íslands, þar á meðal Stuðmönnum og Þursa- flokknum. Þeir listamenn sem hafa áður hlotið heiðursnafnbót Blúsfélags- ins eru Magnús Eiríksson, Björgvin Gíslason, Andrea Gylfadóttir og KK. Heiðursfélagi Blúsfélagsins ÁSGEIR ÓSKARSSON Ásgeir var kjörinn heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur við opnun Blúshátíðar í Reykjavík. Ola Brunkert, sem var trommari sænsku hljómsveitarinnar ABBA, fannst látinn á heimili sínu á Mallorca. Talið er að hann hafi látist af slysförum eftir að hafa fallið í gegnum rúðu og skorist á háls. Brunkert, sem var ekki einn af fjórum aðalmeðlimum ABBA, spilaði inn á allar plötur sveitarinnar, auk þess sem hann spilaði með henni á tónleikum. Hinn 62 ára Brunkert hafði sest í helgan stein á Mallorca eftir farsælan tónlistarferil. Trommari ABBA látinn ABBA Ola Brunkert spilaði inn á allar hljóðversplötur sænsku sveitarinnar ABBA. „Við erum ekkert að mótmæla því að fólk geti farið í frí. Við erum bara góðlátlega að vekja athygli á því að samkvæmt hinni úreltu helgidagalöggjöf er stranglega bannað að spila bingó á föstudag- inn langa.“ Hér talar Matthías Ásgeirsson, formaður félagsskap- arins Vantrúar, sem stendur fyrir bingói á morgun kl. 13 á Austur- velli. Þar verður líka boðið upp á heitt kakó og forboðnar, heima- bakaðar kleinur. Allt ókeypis. Í verðlaun eru bækur og páska- egg. „Þetta eru stífar og kjánalegar reglur og það ætti að vera hægt að breyta þeim. Kirkjumálaráð- herra hefur nýverið sagt að honum finnist tilefni til að endurskoða lög um póker hér á landi, hví ekki þá að endur- skoða lög um bingó? Okkur finnst tíma- skekkja að lögin séu samin út frá trúarskoðunum ákveðins hóps sem tekur páskana hátíðlega. Við viljum ekki búa lengur við siði sem eru ættaðir frá leiðindagaurnum Lúther sem þoldi ekki spil, leiki eða nokkuð það sem við höfum almennt gaman af.“ Þetta er í annað skipti sem Van- trú heldur bingó á hinum háheil- aga föstudegi. „Þetta eru ekki alvarleg mótmæli frá okkar bæj- ardyrum séð og því kom okkur á óvart hversu margir móðguðust og voru sárir út af þessu í fyrra. Það er oftast sama fólkið og finnst múslímar viðkvæmir fyrir því að verið sé að teikna skrípamyndir af Múhameð.“ Og trúleysinginn Matthías ætlar að liggja á meltunni og borða sitt páskaegg. „Enska orðið fyrir páska, Easter, er komið frá hinni fornu gyðju Eostre. Hún var tengd eggjum og hérum sem eru enn í dag táknmyndir þessar- ar hátíðar. Þetta er einfaldlega vorhátíð og við gleðjumst og fögn- um því þegar vorið kemur. Það kemur engum Jesú við.“ - glh Bingó og forboðnar kleinur ÓLI GNEISTI SÓLEYJARSON BINGÓ Á AUSTURVELLI Frá uppákomu Vantrúar í fyrra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.