Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 16
16 20. mars 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 New York – borgin, ekki ríkið – er ríflega helmingi ríkari en Bandaríkin í heild. Framleiðsla á mann í New York 2005 nam 65 þúsundum dollara á kaupmáttar- kvarða á móti 42 þúsundum dollara fyrir landið allt. London, París og Bangkok eru með líku lagi ríflega helmingi ríkari en Bretland, Frakkland og Taíland, að ekki sé minnzt á Sjanghæ, þar sem framleiðsla á mann er tvisvar sinnum meiri en í Kína í heild. Kaupmáttarkvarðinn er oft notaður í fjölþjóðlegum saman- burði, þar eð verðlag er mishátt eftir löndum. Klipping í Sjanghæ kostar til dæmis ekki nema 200 krónur, og kaupmáttur heimilanna er eftir því meiri en ella. Stokk- hólmur er rösklega helmingi ríkari en Svíþjóð; tekjur á mann í Stokkhólmi 2005 námu 54 þúsundum dollara móti 32 þúsundum dollara fyrir landið allt. Munstrið er býsna skýrt, en það er samt ekki einhlítt. Ham- borg er til dæmis ekki miklu ríkari en Þýzkaland mælt í tekjum á mann. Borgir, einkum stórborgir, eru yfirleitt hagkvæmar rekstrarein- ingar. Ýmsa þjónustu er ódýrara að sækja í borg en í sveit, ekki aðeins vegna nálægðar fyrirtækj- anna við mikinn fjölda viðskipta- vina, heldur einkum vegna þeirrar hagkvæmni, sem býr í vel útfærðum stórrekstri. Flutningar fólks úr dreifðum byggðum í þéttbýli endurspegla eftirsókn þess eftir betri þjónustu og betur launuðum störfum, sem borgir og bæir geta veitt umfram sveitirn- ar. Nýr skýjakljúfur á hverjum degi Uppgangurinn í Kína undangeng- in ár er öðrum þræði því að þakka, að fólkið hefur flykkzt úr sveitunum inn í borgirnar. Sveitafólkið leggur drjúgan skerf til verðmætasköpunarinnar í borgunum og breytir ásjónu þeirra og lyftir lífskjörum borgarbúa á heildina litið. Sennilega hefur engin borg heimsins tekið viðlíka stakka- skiptum og Sjanghæ, sem hefur á stuttum tíma breytzt úr frekar lágreistri byggð í háreista heimsborg, sem býst nú til að keppa við Hong Kong og New York á flestum sviðum. Tekjur á mann í Sjanghæ eru nú orðnar svipaðar og þær voru á Íslandi um 1970 – já, 1970! – og aukast hratt frá ári til árs. Borgarbrag- urinn ber vitni: iðandi mannhaf, brunandi bílar og byggingarkran- ar, sem reisa einn nýjan skýja- kljúf á hverjum degi. Í þessu ljósi þarf að skoða sérstöðu borgríkjanna tveggja í Suðaustur-Asíu, Hong Kong og Singapúr. Þau þurfa ekki að bera þann kostnað, sem fylgir smá- rekstri í dreifðum byggðum og einnig landbúnaði, jafnvel þegar hann er stundaður með stóru sniði. Borgríkin hafa að því skapi meiri vaxtarmöguleika. Það er því ekki að öllu leyti sanngjarnt að bera lífskjör almennings þar saman við lífskjör í öðrum löndum; nær væri að bera kjörin þar við lífskjör í öðrum borgum. Ör vöxtur, en ekki í Japan Asíulöndin hafa af eigin ramm- leik náð miklum árangri síðan 1960. Fjármálakreppan þar 1997- 98 setti ekki stórt strik í reikning- inn á heildina litið. Lækkun hlutabréfaverðs getur að vísu verið þungbær í bráð, en hún veldur yfirleitt ekki langvinnum búsifjum, ef undirstaðan er sterk. Örastur hefur vöxturinn verið í Kína í krafti efnahagsumbótanna, sem Deng Xiaoping hóf 1978 fyrst í landbúnaði og síðan á öðrum sviðum upptendraður af heimsókn sinni til Singapúr, þar sem hann fékk að sjá með eigin augum, hversu mikils Kínverjar eru megnugir, fái þeir til þess frið og svigrúm. Landsframleiðsla á mann í Kína tífaldaðist 1975-2005. Framleiðsla á mann í Hong Kong, Singapúr og Taílandi fjórfaldaðist á sama þrjátíu ára skeiði og fimmfaldaðist í Kóreu. Framför Taílands frá 1975 má ráða af því, að landið hefur vaxið jafnhratt og borgríkin tvö, Hong Kong og Singapúr, þótt aðeins þriðjungur Taílendinga búi nú í borgum og bæjum á móti 80 prósentum Kóreumanna. Um Japan gegnir öðru máli. Þar hefur framleiðsla á mann ekki nema tvöfaldazt frá 1975 líkt og á Íslandi. Ekki nóg með það: landsframleiðsla á mann í Japan stóð svo að segja í stað 1990-2000 og óx aðeins um sjöttung 1990- 2005 á móti þriðjungsaukningu hér heima. Hægur vöxtur Japans frá 1990 skrifast einkum á duglausa stjórnmálastétt, sem stóð ráðþrota frammi fyrir ofþenslu á fasteigna- og hluta- bréfamarkaði fyrir 1990 og einnig frammi fyrir stöðnun í heilan áratug í kjölfar ofþenslunnar. Svo langan tíma getur það tekið að vinda ofan af skefjalausri ofþenslu í efnahagslífi lands, hvort sem atvinnulífið eða ríkið ber upphafssök á ofþenslunni. Við þekkjum þetta: Ísland stóð í stað 1987-96 eftir verðbólgu og rakalausa óstjórn fyrri ára. Sagan er til þess að læra af henni, en gæti þó verið í þann veginn að endurtaka sig. Brosandi borgir og lönd Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Íraksstríðið Fyrir fimm árum virtu tveir stjórn-málamenn reglur og hefðir Alþingis að vettugi og ákváðu upp á eigin spýtur að Ísland styddi stríð Bandaríkjanna í Írak. Með því sýndu þeir lýðræði í land- inu, samstarfsfólki sínu og þjóð ótrúlega vanvirðingu. Því þjóðin var ekki sama sinnis. Enn sér ekki fyrir lok hernaðar í Írak. Rannsóknir benda til að allt að rúm milljón írakskra borgara liggi í valnum. Mennirnir tveir hafa ekki beðist afsökunar, hvorki íslensku þjóðina né þá íröksku. Það er furðulegt að hugsa til þess að þjóð sem aldrei hefur haft eigin her sé með slíku móti orðin þátttakandi í hernaði í fjarlægu landi. Sama þjóð og tók það sérstaklega fram við stofnaðild að NATO að hún mundi ekki lýsa yfir stríði á hendur annarri þjóð. Þeim sem hafa fylgst með utanríkisstefnu Íslands undanfarna áratugi kemur þetta þó ekki á óvart. Sú ákvörðun að styðja stríð er nefnilega í rök- réttu samhengi við fyrri stefnu, þ.e. blindan stuðn- ing við hernaðarhyggju Bandaríkjanna og NATO. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp utanríkisráð- herra um varnarmál. Það felur aðallega í sér að Ísland gangi endanlega í NATO, m.a. með því að Íslendingur mun fram- vegis sitja fundi í herstjórnarmiðstöðv- um NATO og ákveða þar hvaða þorp skal sprengja næst. Í hinu nýja „varnarmála- frumvarpi“ felst sömuleiðis að hingað komi hersveitir nokkrum sinnum á ári til að æfa sig í að drepa, limlesta, sprengja og skjóta. Enn hefur hvorki óvinur né ógn verið skilgreind eða fundin sem réttlætir þessi hernaðarumsvif. Það eina sem heyrst hefur eru auknar siglingar olíuskipa við landið. Nema fyrirhugað sé að sprengja þessi skip í loft upp hefði ég haldið að dráttarbátur væri betri lausn við slíkri ógn. Á sama tíma er lögreglan í Reykjavík svo fjársvelt að sá fjöldi lögreglumanna sem áður átti að sinna Reykjavík einni á nú að þjóna öllu höfuðborgarsvæðinu. Er ekki kominn tími til að íslensk stjórnvöld átti sig á aðstæðum og veiti okkur þær varnir sem við þurfum á að halda, í stað þess að lögbinda veru okkur í herskáasta hernaðarbanda- lagi heimsins í dag? Höfundur er formaður Ungra Vinstri grænna. Fimm árum síðar AUÐUR LILJA ERLINGSDÓTTIR O rðaval valdhafa í Peking opinberar þann hugsun- arhátt sem þar ríður húsum. Dalai Lama sé „úlfur í munksham“ og hann og hans „klíka“ sýni nú sitt rétta andlit með því að standa á bak við ofbeldi og uppþot í Tíbet, í þeim tilgangi að spilla fyrir undir- búningi Ólympíuleikanna í kínversku höfuðborginni og vekja athygli á óraunhæfum pólitískum markmiðum sínum. Nú verði að heyja „þjóðarstríð gegn aðskilnaðarhyggju“ og það „upp á líf og dauða“. Að kínverskir ráðamenn, þar á meðal hinn annars orðvari for- sætisráðherra Wen Jiabao, skuli kinnroðalaust leyfa sér að bera slíkan útúrsnúning á torg og halda því fram að hann réttlæti enn meiri kúgun og hörku gagnvart íbúum Tíbets, er hneyksli. Aðal- skýringin á því að fulltrúar kommúnistastjórnarinnar í „Ríki miðjunnar“ skuli telja sig komast upp með þetta er sú, að þeir eru orðnir vanir því að ráðamenn erlendra ríkja stígi varlega til jarðar í samskiptum sínum við hið rísandi efnahagsundur og stórveldi. Þróun fjölmennasta ríkis heims í átt að opnara og frjáls- ara samfélagi með virkari borgararéttindum er enginn greiði gerður með slíkri óttablandinni og skammtíma-viðskiptahags- munastýrðri framkomu erlendra ráðamanna við fulltrúa hins miðstýrða kúgunarvalds í Peking, sem hikar ekki við að beita taumlausu valdi gegn vopnlausum mótmælendum og strangri ritskoðun frétta til að bæla niður óánægju með þessa sömu kúg- unarstjórnarhætti. „Sá sem ekki hefur döngun í sér til að standa fast með eigin gildum og sannfæringu, nýtur engrar virðingar í Kína,“ skrif- ar leiðarahöfundur svissneska blaðsins Neue Zürcher Zeitung um slíka framkomu vestrænna stjórnmálamanna við ráðamenn í Peking. Þetta mættu fulltrúar íslenzka lýðveldisins líka taka til sín. Í þeim mörgu ferðum sem þeir hafa á síðustu árum farið til Kína hefur óneitanlega lítið farið fyrir því að þeir hefðu orð á mann- réttindamálum eða öðrum „óþægilegum“ umræðuefnum. Það má þó færa rök fyrir því að fulltrúar Íslands, með þann orðstír sem það nýtur á alþjóðavettvangi sem friðelskandi rót- gróið lýðræðisríki sem ekki burðast um með neina sögulega byrði á borð við þá sem evrópsku nýlenduveldin fyrrverandi gera, séu þeim mun betur í stakk búnir til að minna ráðamenn þar eystra (sem reyndar skortir lýðræðislegt umboð fyrir valdi sínu) á siðferðilega skyldu þeirra til að virða réttindi eigin borg- ara. Lærdómur stjórnmálamanna í okkar heimshluta af atburða- rás síðustu daga í Tíbet ætti að vera sá, að þeim beri að standa betur í lappirnar þegar þeir hitta kínverska ráðamenn. Viðbrögð umheimsins við atburðarásinni í Tíbet: Staðið í lappirnar AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Í þeim mörgu ferðum sem fulltrúar Íslands hafa á síð- ustu árum farið til Kína hefur óneitanlega lítið farið fyrir því að þeir hefðu orð á mannréttindamálum. En finnst honum það ekki? Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hefur upplýst að hann hefði betur látið ósagt að borgarstjórn Reykja- víkur setti niður við nærveru Óskars Bergssonar borgarfulltrúa Fram- sóknar. Jafnframt hefur hann dregið ummælin til baka. Ólafur sér hins vegar ekki ástæðu til að biðja Óskar afsökunar á orðum sínum. Fyrir því kann að vera sú ástæða að Ólafur sé í raun réttri þeirrar skoðun- ar að borgarstjórn setji niður við nær- veru Óskars. Eftir á að hyggja finnist honum bara rangt að segja það opinberlega. Á þann veg má allavega skilja „ummælin-dregin-til-baka-ræðu“ hans frá því á þriðjudag. Algjörlega á óvart Upphaf þess að Ólafur sagði á sínum tíma að borgarstjórn setti niður við nærveru Óskars var fyrirspurn borgarfulltrúans um aðkomu aðstoð- armanns borgarstjóra að deiliskipu- lagsvinnu við Laugaveg. „Fyrir- spurnin kom þeim sem hér stendur algjörlega á óvart,“ sagði Ólafur á þriðjudag- inn. Þeim, sem ekki vilja eiga á hættu að fá viðlíka einkunn frá borgarstjóran- um og Óskar fékk, er því hollast að spyrja hann ekki spurninga sem geta komið honum algjörlega á óvart. Engin tök Helstu rök krónusinna í rökræðunni um hvort við eigum að halda krón- unni eða taka upp annan gjaldmiðil hafa verið þessi: Ef við köstum krónunni köstum við þar með öllum tökum á efnahagsstjórninni. Magnús Stefánsson Framsóknarflokki bendir réttilega á það í Fréttablaðinu í gær að þrátt fyrir okkar eigin íslensku krónu séu tökin í darraðardansi efnahagsþrenginga síðustu daga akkúrat engin. Þessi miklu rök eru því orðin tóm. Eftir standa þau rök ein að íslensk þjóð eigi að hafa íslenska krónu alveg eins og íslenska tungu. Á þeim má eflaust tyggja í einhverja áratugi. bjorn@frettabladid.is Uppgangurinn í Asíu T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.