Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 38
30 20. mars 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Á þriðjudag var úthlutað úr ferðasjóði íþróttafélaga í fyrsta skipti. Ungmenna- og íþróttasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga fékk lægsta styrkinn að þessu sinni en hann hljómaði upp á 7.613 krónur. Það var glímufélag Dalamanna sem sótti um styrkinn en glímustarfið þar er gríðarlega öflugt. Íslandsmeistarinn Svana Hrönn Jóhannsdóttir kemur frá því glímufélagi og yngri systir hennar, Sólveig Rós, er einnig á meðal bestu glímukvenna landsins. Faðir þeirra stúlkna, Jóhann Pálma- son, er í forsvari fyrir glímufélagið og hann hafði ekki heyrt af styrkveitingunni þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Mér líst bara ágætlega á þetta. Þetta er í það minnsta góð byrjun,“ sagði Jóhann sem sér sjálfur um akstur fyrir glímufélagið en hann á 11 manna Econoline-bíl, 88 árgerð, sem og 2001 árgerð af 15 manna Benz-kálfi sem hann notar í skólaakstur á svæðinu. Econoline-bíllinn er oftast notaður í keppnisferðir. Jóhann segir að það kosti um 300-400 þúsund krónur á ári að halda úti glímufélagi í Dalabyggð. Þrjár til fjórar keppnisferðir eru farnar árlega og lengst hefur verið farið til Reyðarfjarðar. Að sögn Jóhanns eru um 20-30 virkir krakkar að æfa glímu á svæðinu. Hingað til hefur ekki verið í neina sjóði að sækja fyrir Jóhann og félaga en Dalabyggð hefur þó styrkt starfsemina og síðast um 250 þúsund krónur. Afganginn hefur Jóhann brúað sjálfur og ljóst að Jóhann lætur tugi þúsunda af eigin fé í að halda starfseminni gangandi. Hann fór með krakkana í keppnisferð til Ísafjarðar á dögunum í brjáluðu veðri og sóttist ferðin mjög illa. „Við vorum eina 11 tíma hvora leið. Þetta var alveg svakalegt. Ég fór með um 30 þúsund krónur í olíu,“ sagði Jóhann sem gerir ekki ráð fyrir að komast langt á Econoline-bílnum fyrir ferðasjóðspeninga. „Ætli ég komist ekki á Blönduós sem er um 120 kílómetrar,“ sagði Jóhann léttur. FERÐASJÓÐUR ÍÞRÓTTAFÉLAGA: GLÍMUFÉLAG DALAMANNA FÉKK LÆGSTA STYRKINN EÐA 7.613 KRÓNUR Frá Búðardal til Blönduóss fyrir ferðasjóðspeningana KÖRFUBOLTI Úrvalslið umferða 16 til 22 í Iceland Express-deild karla í körfubolta var tilkynnt í gær og þar voru einnig valdir besti leik- maður, þjálfari og dómari. Snæ- fellingarnir sópuðu til sín verð- launum. Úrvalsliðið var nú valið í þriðja skipti á keppnistímabilinu og að þessu sinni var það skipað eftir- töldum leikmönnum; Justin Shouse og Hlyni Bæringssyni úr Snæfelli, Cedric Isom úr Þór Akureyri, Brenton Birmingham úr Njarðvík og Páli Axel Vilbergssyni úr Grindavík. Hlynur, Brenton og Páll Axel voru í annað skipti í úrvalsliðinu en Justin Shouse var valinn bestur og hann var hæst- ánægður með verðlaunin. Mikill heiður „Ég átti alls ekki von á þessu og þetta er mikill heiður og ekki oft sem leikstjórnandi fær verðlaun sem þessi. Ég deili þessum verð- launum að sjálfsögðu með liðsfé- lögum mínum hjá Snæfelli sem hafa verið frábærir í vetur og það er þeim að þakka hversu vel hefur gengið hjá mér,“ sagði Justin sem telur að lið Snæfells sé að springa út á réttum tíma. „Við erum búnir að leika vel í síðustu leikjum og það er ákveð- inn stígandi í leik liðsins og ég held að menn séu nú loks að sjá afraksturinn af æfingunum sem þjálfarinn Geof Kotila er búinn að vera að láta okkur gera,“ sagði Justin og Hlynur, fyrirliði Snæ- fells, tók í sama streng. „Við erum búnir að vera mjög góðir eftir áramót að mínu mati og þetta er búið að púslast smátt og smátt saman eftir að við fengum mikilvæga leikmenn til baka úr meiðslum og við erum að spila með miklu sjálfstrausti þessa dag- ana. Tölfræðin talar líka sínu máli og það er gaman að sjá okkur vera efsta í ákveðnum þáttum eins og með hæsta hlutfall frákasta og fæst stig fengin á okkur í leik og ég veit að þjálfarinn er líka ánægð- ur með það,“ sagði Hlynur sem fór ekki leynt með markmið Snæfells í ár. „Við ætlum okkur að vinna tit- ilinn og ef við höldum áfram að bæta okkur þá getum við það. Þetta verður hins vegar mjög erf- itt og liðin eru svo jöfn að hlutirnir verða að falla með þér,“ sagði Hlynur að lokum. Það var létt yfir mönnum við verðlaunaafhendinguna og þegar Sigmundur Már Herbertsson var tilkynntur sem besti dómarinn heyrðist einn leikmaðurinn segja hátt og snjallt: „Það er greinilegt að leikmenn stóðu ekki að þessu vali.“ omar@frettabladid.is Snæfellingar sigursælir Úrvalslið Iceland Express-deildar karla var tilkynnt í gær í þriðja sinn í vetur. Snæfellingar voru með tvo leikmenn í liðinu og enn fremur voru Justin Shouse og Geof Kotila valdir besti leikmaður og besti þjálfari umferða 16 til 22. SÁTTIR Snæfellingarnir Hlynur Bæringsson og Justin Shouse er ánægðir með spila- mennsku lið síns upp á síðkastið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÚRVALSLIÐIÐ Umferðir 16 til 22 Justin Shouse (Snæfelli) Cedric Isom (Þór Akureyri) Brenton Birmingham (Njarðvík) Páll Axel Vilbergsson (Grindavík) Hlynur Bæringsson (Snæfelli) Besti leikmaður: Justin Shouse (Snæfelli) Besti þjálfari: Geof Kotila (Snæfelli) Besti dómari: Sigmundur Már Herbertsson FÓTBOLTI Hannes Þ. Sigurðsson, sem gekk í raðir GIF Sundsvall á dögunum, fór á sína fyrstu æfingu með liðinu í gær. Miklar vonir eru bundnar við Hannes og Cain Dot- son, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, kvað, í nýlegu viðtali, Hannes vera síðasta púslið sem vantaði í liðið. „Ég ráðfærði mig við nokkra leikmenn sem ég kannaðist við sem leika í Allsvenskan-deildinni og þeir sögðu að deildin myndi henta mér vel. Ég talaði vitanlega líka við Sverri Garðarsson góðvin minn sem hafði ekkert nema gott um Sundsvall að segja,“ sagði Hannes í viðtali á heimasíðu GIF Sundsvall í gær. Fjárfestingarfyr- irtækið Norrlandsinvenst lagði hönd á plóginn við kaupin á Hann- esi, en hann ku vera langdýrasti leikmaður í sögu félagsins. - óþ Hannes Þ. Sigurðsson kominn til Svíþjóðar: Æfði með Sundsvall BRATTUR Hannes kvaðst hlakka mikið til að spila fyrir GIF Sundsvall í Allsvenskan- deildinni. ANDERS NILSSON > Ragnheiður í of stórum sundbol Sundkonurnar Ragnheiður Ragnarsdóttir og Sigrún Brá Sverrisdóttir komust ekki í undanúrslit í 100 metra skrið- sundi á Evrópumótinu í Hollandi. Báðar syntu samt undir ÓL-lágmarki. Sigrún Brá bætti sig talsvert en tími hennar dugði aðeins í 38. sæti. Ragnheiður var aftur á móti hálfri sekúndu frá sínu besta en varð í 25. sæti. Fram kemur á heimasíðu Sundsambandsins að Ragnheiður segist vera í betra formi en tíminn gefi til kynna. Vandamálið í þessu sundi hafi verið að hún hafi verið í sundbol sem var númeri of stór og fór því talsvert vatn inn á bakið sem hægði á sundinu. HANDBOLTI Það verða talsverð- ar breytingar á handknatt- leiksliði HK í sumar. Miglius Astrauskas mun láta af störf- um sem þjálfari og halda heim á leið þar sem hann er landsliðsþjálfari Litháen. Aðstoðarmaður hans, Gunnar Magnússon, mun taka við sem aðalþjálfari og verður gengið frá ráðningu hans eftir páska. Breytingar verða einnig á leikmanna- hópi félagsins en August- as Strazdas, sem hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu síðustu ár, er á förum og líklega til Spánar. Óvissa er með stöðu þeirra Tomas Eitutis og Sergey Pet- raytis en þeir munu þurfa að taka á sig launa- lækkun vilji þeir vera áfram. Þeir verða ekki áfram á sömu forsendum. HK er þessa dagana í viðræðum við þá Valdi- mar Þórsson og Sverre Jakobsson. HK hefur þegar gert Sverre tilboð og bíður eftir svari frá landsliðsmanninum. Valdimar lék frábær- lega fyrir HK áður en hann fór til Svíþjóðar og binda HK-menn vonir við að hann vilji koma aftur í raðir félagsins. - hbg Breytingar hjá handboltaliði HK næsta vetur: Gunnar í stað Migliusar GUNNAR MAGNÚSSON Verður aðalþjálfari hjá HK næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍSLAND 2008 UNDANKEPPNI HM U-20 HANDBOLTI KVENNA U20 landslið kvenna í handbolta á HM 2008 Mættu á pallana, láttu í þér heyra og hjálpaðu til við að senda stelpurnar á HM. Allir leikirnir fara fram í íþróttahúsi HK í Digranesi, Kópavogi. 19. mars kl. 18.00 Serbía - Írland kl. 20.00 Ísland - Ungverjaland 20. mars kl. 14.30 Ungverjaland - Búlgaría kl. 16.30 Írland - Ísland 21. mars kl. 14.30 Búlgaría - Írland kl. 16.30 Serbía - Ísland 22. mars kl. 14.30 Írland - Ungverjaland kl. 16.30 Búlgaría - Serbía 23. mars kl. 14.30 Ungverjaland - Serbía kl. 16.30 Ísland - Búlgaría LEIKIRNIR: MEÐ PÓSTINUM Á HM H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 – 0 5 3 2 FRÍTT INN!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.