Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 18
18 20. mars 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Kynþáttafordómar Flest þekkjum við dæmi-söguna um miskunn- sama Samverjann nokkuð vel. Þetta er dæmisaga sem Jesús notaði til þess að kenna okkur hver sé náungi okkar. En stundum sýnist mér að sagan sé misskilin þannig að við höldum að Jesús sé að segja að við skulum veita fólki í erfiðleikum hjálparhönd. Sönn áminning dæmi- sögunnar er hins vegar þessi: Þegar við skilgreinum nágranna okkar á einhvern hátt, t.d. eftir stéttaskipt- ingu í samfélaginu, þjóðerni eða sið- venju, þá föllum við í gryfju for- dóma og mismununar, þar sem skilgreining á nágranna okkar er sjálfkrafa skilgreining á því hverjir séu ekki nágrannar okkar. Því við eigum að vera nágrannar sjálf frem- ur en að velja okkur nágranna. Fordómar og mismunun, hvort sem um er að ræða kynþáttamis- rétti eða annars konar mismunun, fylgir röksemd sem stendur á rangri forsendu eða illum huga. Gallup- könnun á Íslandi fyrir nokkrum árum sýndi að töluverður hópur í þjóðfélaginu vill ekki hafa múslima og geðsjúklinga í nágrenni sínu. Einnig sjást fjölmörg dæmi um nei- kvæða umfjöllun um múslima eða útlendinga í fjölmiðlum og í net- heimi. Hver sem ástæðan er sem liggur að baki þessa viðhorfs, má segja að slíkt er einmitt tilraun til þess að skilgreina það „hverjir eru nágrannar okkar og hverjir ekki“ eða hitt að menn vilja „velja nágranna sína“. Ég ætla ekki að neita því að það gerist stundum í lífi okkar að við mætum einstaklingi með sérstök vandamál, eins og neyslu eiturlyfja eða ofbeldis- fulla framkomu, og við viljum því ekki eiga í miklum samskiptum við hann. En það er stór munur milli þessa tveggja, annars vegar að bregðast við áþreifan- legum vandamálum sem eru til staðar í raun og hins vegar að alhæfa svo um hóp manna í þjóðfélaginu að við afþökk- um öll samskipti við einstaklinga úr þeim hópi. Hið síðarnefnda eru bók- staflegir fordómar sem ekki er hægt að fela undir forsendum forvarna. Forvarnarstarf leiðir okkur í meira öryggi og uppbyggingu betra samfé- lags, en fordómar skapa aðeins hatur meðal manna og aukið misrétti. Fordómar og mismunun eru oft- ast hugsuð frá sjónarhorni þolenda þeirra. En í þessari smágrein langar mig líka að benda á hina hlið máls- ins, sem er það að ef haldið er fast í fordóma og mismunun þá skaðar það mannkosti þess sem ber slíkt með sér. Ef maður lætur fordóma sína vera, munu þeir stjórna manni algjörlega með tímanum og búa til sjálfsréttlæti og sjálfsánægju, eins og fræðimennirnir eða farísearnir sem Jesús gagnrýnir oft í Biblíunni. Að lifa í sjálfsréttlæti og sjálfsá- nægju er langt frá hinu eftirsóknar- verða lífi kristinna manna og þeirra sem virða dýrmæti mannlífsins. Nú stendur yfir átak sem er Evr- ópuvika gegn kynþáttafordómum og misrétti og lýkur henni hinn 23. mars, á páskadegi. Ég óska að sér- hvert okkar hugsi um eigin fordóma og meti mikilvægi þess að verða nágranni þeirra sem búa í sama samfélagi. Höfundur er prestur innflytjenda. Nágranna TOSHIKI TOMA UMRÆÐAN Efnahagsmál Umtalsverð leiðrétting á sér nú stað á gengi íslensku krónunnar og verði íslenskra hlutabréfa. Hætt er við að harðni á dalnum á mörgum heimil- um. Freistandi er, eins og margir hafa gert, að kenna um ytri aðstæðum þegar illa fer en þakka sér sjálfum þegar vel gengur. Þó ýmsar leiðréttingar eigi sér nú líka stað utan Íslands er vandinn engu síður að mestu heimatilbúinn. Þrátt fyrir viðvaranir var reist stór vatnsaflsvirkjun og stjóriðja á Austurlandi. Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa eru umsvifamikil fjár- festing sem skilað hafa litlu til þjóð- arbúsins í hlutfalli við stærð fjár- festingar, áhættu og náttúruspjöll. Framkvæmdirnar hafa hins vegar valdið þenslu og að öllum líkindum rutt í braut öðrum arðsamari og umhverfisvænni atvinnugreinum. Hærra hlutfall húsnæðislána sem lofað var í aðdraganda kosninga 2003 jók innstreymi gjaldeyris, keyrði húsnæðisverð upp úr öllu valdi og olli óhóflegri skuldsetn- ingu heimilanna. Ríkisbankar voru einkavæddir án þess að tilskilinn lagarammi viðskiptalífs væri settur og óháðir eftirlitsaðilar fjármála- markaðar væru efldir nægilega. Ráðandi hlutir í Landsbanka og Búnaðarbanka voru afhentir einka- vinum stjórnmálamanna á undir- verði. Nú er svo komið að meira að segja forsætisráðherra kallar bank- ana „djarfa“, þeir hafi jafnvel stundum farið „fullgeyst“. Þrátt fyrir einkavæðingar hefur aðhald í ríkisfjármálum ekki verið nægilegt. Skuldir hafa að vísu verið borgaðar niður en hlutfall útgjalda ríkis af landframleiðslu er nánast óbreytt. Miðstýring og kostnaður í heilbrigðisgeira voru aukin og val- frelsi skert með illa ígrundaðri sameiningu Borgarspítala og Land- spítala. Reykjavíkurborg var skuld- sett, meðal annars til að fjármagna ævintýralegar viðskiptahugmyndir Orkuveitunnar og íburðarmikið skrifstofuhús. Vegakerfi þéttbýlis á suðvesturhorni var vanrækt. Þar býr meirihluti þjóðarinnar. Í stað- inn var milljörðum varið í jarðgöng og aðrar fram- kvæmdir þar sem umferð- in er lítil og fáir vilja búa. Mikill munur hefur verið á skatti á fjármagnstekj- um og launatekjum. Þetta skattamisrétti hefur hyglað spákaupmönnum en refsað venjulegu launa- fólki. Seðlabanki slakaði á bindiskyldu innlánsstofnana og jók svigrúm þeirra til útlána. Sú aðgerð kynti undir þenslunni. En hann brást of seint við verðbólgunni sem þenslan olli og háir vextir leggjast nú þungt bæði á almenning og atvinnuvegi. Þensla og vaxtahækkanir hækkuðu mjög gengi krónunnar á tímabili og hátt gengi fór illa með mörg útflutn- ingsfyrirtæki. En núna er krónan rúin trausti á heimsmarkaði og Seðlabankinn úrræðalaus. Heilbrigð umræða um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu hefur verið kæfð með offorsi og útúrsnúningum. Margir helstu forystumenn við- skiptalífs og stjórnmála hafa gagn- rýnislaust leitt glannaskap og ábyrgðarleysi síðustu ára. Almenn- ingur hefur óhjákvæmilega að ein- hverju leyti hrifist með. Formenn núverandi stjórnarflokka hafa báðir gegnt lykilhlutverki, Geir Haarde sem ráðherra í ríkisstjórn og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem borgarstjóri Reykjavíkur. Þeirra er nú valið. Að blása í nýja bólu, byggja fleiri álver, hygla áfram útvöldum einkavinum á kostnað almennings og halda í ónýt- an gjaldmiðil. Eða leggja góðan grunn til framtíðar, efla fjármála- eftirlit og Samkeppnisstofnun, hætta að niðurgreiða aðgang útgerðar og Landsvirkjunar að auð- lindum, jafna skattabilið milli fjár- magns- og launatekna, taka upp trúverðugan gjaldmiðil, auka val- kosti í heilbrigðis- og menntamál- um, hætta að leggja dýra vegi á afskekkta útkjálka, upplýsa um hagsmunatengsl stjórmálaflokka, þingmanna og ráðherra, og láta á það reyna hvort ekki náist sann- gjarnir samningar um aðild að ES. Höfundur er eðlisfræðingur og hagfræðingur. Blásið í nýja bólu SVEINN VALFELLS MÁL OG MENNING A ug lý si ng as ím i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.