Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 2
2 22. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR FANGELSISMÁL Óvissa ríkir um fram- tíð þess starfs sem unnið hefur verið á meðferðargangi á Litla- Hrauni. Frá því árið 2000 hefur verið sótt um fjármagn til að halda starfi slíks gangs úti en aldrei feng- ist. Eftir að upp komst að rúmlega sjötíu prósent fanga á Litla-Hrauni mældust með fíkniefni í blóði í úttekt Fangelsismálastofnunar seint á síðasta ári þótti sýnt að meðferðargangi yrði að koma á laggirnar og var það gert þótt ekki hefði fengist fjárveiting. Meðferðargangur var tekinn í notkun um miðjan nóvember og ákveðið að honum yrði haldið úti í sex mánuði í tilraunaskyni. „Stofn- un eins og Fangelsismálastofnun verður að vega og meta það fé sem hún hefur hverju sinni,“ segir Erlendur S. Baldursson, afbrota- fræðingur hjá stofnuninni. Hann segir að gangurinn hafi reynst vel. Fjárveitingar fyrir starfsemi hans hafi þó ekki fengist enn og því erf- itt að segja til um í hvaða formi framtíð hans verði. Margrét Frímannsdóttir, for- stöðumaður Litla-Hrauns, tekur í sama streng og Erlendur og bendir á að það heyri undir dómsmála- og heilbrigðisráðuneyti hvort fé fáist til rekstursins. Á síðasta ári lést fangi á Litla- Hrauni eftir að hafa verið gefinn of stór skammtur af meþadoni, sem notað er til að lina fráhvörf fíkla. Matthías Halldórsson aðstoðar landlæknir sagði atburð- inn sýna hve brýnt væri að sér- hæfð meðferðar- og afeitrunar- deild væri í fangelsinu en sá meðferðargangur sem nú er fyrir hendi hefur aðallega verið rekinn með umframvinnu fangavarða og vilja fanganna sjálfra til að losna úr viðjum fíknar. Í mars heimsótti Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra fangelsið á Litla-Hrauni og ritaði á eftir á heimasíðu sína að hann teldi brýnt að stefna um læknis- og meðferðar- þjónustu fanga yrði mótuð í sam- vinnu dómsmála- og heilbrigðis- ráðuneytis. Í samtali við Fréttablaðið lýsti Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra því yfir að öllum slíkum málaleitunum frá dómsmálaráðuneyti yrði vel tekið en hann hyggst einnig heim- sækja fangelsið á næstunni. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Björn í gær og spurði hvort Fang- elsismálastofnun yrði veitt auka fjármagn til að hægt væri að standa straum af kostnaði við meðferðar- ganginn svaraði í tölvubréfi: „Málið er til meðferðar.“ „Það fer enginn þarna inn til að vera í bullandi neyslu en það er lítið annað í boði fyrir menn nema á meðferðarganginum,“ segir Svala Kristín Pálsdóttir, móðir ungs fanga. karen@frettabladid.is Það fer enginn þarna inn til að vera í bullandi neyslu en það er lítið annað í boði fyrir menn nema á meðferðar- ganginum. SVALA KRISTÍN PÁLSDÓTTIR MÓÐIR UNGS FANGA Hafsteinn, hafið þið mýkst með árunum? „Já, við erum allir mjúkir inni við beinið.“ Hafsteinn Sigurbjarnason er formaður Meistarafélags bólstrara sem er áttatíu ára um þessar mundir. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Gott á þriðjudegi Plokkfiskur Nóatún mælir með 798 kr.kg MENNING „Þetta er okkar svar við kreppunni. Ef þig vantar pening fyrir bók er hægt að fara og prenta eins mikið af ávísunum og þér sýn- ist. „Money machine.“ Bókaútgef- endur tryggja Íslendingum ótak- markað fjármagn til bókakaupa í tvær vikur. Gefa út ávísanir fyrir 120 milljónir og lofa öllum að hægt sé að prenta eins mikla peninga og þörf er á,“ segir Kristján B. Jónas- son, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Undanfarin tvö ár hefur Félag íslenskra bókaútgefenda staðið fyrir verkefninu Þjóðargjöfin í Viku bókarinnar í samstarfi við bóksala. Í ár verður verkefninu haldið áfram og það enn stærra en áður, raunar stærsta verkefni sem Félag íslenskra bókaútgefenda hefur ráðist í, að sögn Kristjáns sem hafnar því alfarið að þetta séu einfaldlega afsláttarmiðar. „Neineineinei... Það er ekki skemmtilegt orð. Allt gert í göfug- um tilgangi. Þetta er hluti af þriggja ára áætlun félagsins um að vekja athygli á bókum og bóklestri árið um kring og um leið tekst Félag íslenskra bókaútgefenda á hendur að ábyrgjast allar innlausn- ir ávísana til bókakaupa.“ Og Kristján útskýrir: „Ávísunum að upphæð krónur 1.000 verður dreift til landsmanna sem geta notað þær til bókakaupa ef keyptar eru bækur útgefnar á Íslandi fyrir að lág- marki 3.000 krónur. Kaupandinn leggur fram 2.000 krónur og fær 1.000 krónur að gjöf. Menn geta svo keypt bækur fyrir 6.000 og fengið 2.000 kr. að gjöf, 9.000 og fengið 3.000 kr. að gjöf, og svo framvegis.“ - jbg Íslenskir bókaútgefendur gefa út ávísanir fyrir 120 milljónir: Bókaútgefendur snúa á kreppuna UTANRÍKISMÁL Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, kemur hingað til lands í dag, á leið sinni vestur um haf til Bandaríkjanna. Hann mun eiga fundi með forseta Íslands og utanríkis- ráðherra í dag. Abbas mun funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Þeir munu snæða saman hádegisverð að fundi loknum, að því er fram kemur í tilkynningu frá forseta Íslands. Síðar í dag mun Abbas funda með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra. Abbas hefur viðkomu hér á landi á leið sinni til fundar við George W. Bush Bandaríkjaforseta á fimmtudag. Heimsókninni er ætlað að blása lífi í glæður friðarviðræðna milli Palestínu og Ísraels. Lítið hefur farið fyrir viðræðum eftir átök á Gaza- ströndinni undanfarið. Íslandsdeild Amnesty International sendi í gær Ólafi Ragnari og Ingibjörgu Sólrúnu bréf þar sem vakin er athygli á alvarlegu ástandi mannréttinda- mála á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum. Eru þau hvött til að fara þess á leit við Abbas að hann staðfesti ekki dauðadóm yfir 23 ára gömlum manni, og koma þannig í vef fyrir aftöku hans. - bj Mahmoud Abbas hittir forseta Íslands og utanríkisráðherra á leið til Bandaríkjanna: Vill blása lífi í glæður friðarviðræðna FUNDA Mahmoud Abbas kemur við hér á landi á leið vestur um haf til fundar við George W. Bush Bandaríkjaforseta. Myndin er frá fundi þeirra í Hvíta húsinu í Washington í október 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KRISTJÁN B. JÓNASSON Bókaútgefendur gefa út ávísanir fyrir 120 milljónir sem væntanlegir bókakaupendur geta notað til að standa straum af þriðjungi kostnaðar. VINNUMARKAÐUR Forsendunefndin, sem samið var um í kjarasamning- um á almennum vinnumarkaði um miðjan febrúar, hefur tekið til starfa. Nefndin átti sinn fyrsta fund í gær og má búast við að fleiri fundnir verði haldnir. „Við vorum að starta forsendu- nefndinni. Við fórum yfir málin og ræddum þetta vítt og breitt. Við eigum eftir að hittast oft,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, SA, eftir fundinn. - ghs Framkvæmdastjóri SA: Forsendunefnd tekur til starfa SPÁNN, AP Spænsku túnfiskveiði- skipi var rænt úti af ströndum Sómalíu á sunnudag. Spænskt herskip var sent á vettvang. Áhöfnin um borð í túnfiskveiði- skipinu sagði í símtali alla um borð heila á húfi. Spænsk stjórnvöld óska eftir liðsinni frá Atlantshafsbandalag- inu, Afríkusambandinu, Frakk- landi og Bretlandi til að fá skipið og áhöfn þess úr haldi ræn- ingjanna. Ekkert spænskt sendiráð er í Sómalíu, en þar hefur engin fullburða stjórn verið við völd síðan árið 1991. Dóttir skipstjórans á túnfisk- veiðiskipinu segir að ræningjarn- ir krefjist lausnargjalds, en hafi þó ekki tilgreint upphæð. - gb Sjóræningjar úti af Sómalíu: Spænsku fiski- skipi var rænt SÖFNUN Hafin er söfnun fyrir Jón Gunnar Einarsson, ungan Skag- strending sem slasaðist í mótor- hjólaslysi 12. apríl síðastliðinn. Jón Gunnar liggur enn á Landspítalanum. Hann og Guðrún Sigríður, eiginkona hans, eiga tvö ung börn og von er á þriðja barninu innan tíðar. Fjölskyldur þeirra og vinir hafa opnað söfnunarreikning fyrir þau í Landsbankanum á Skagaströnd. Er reikningsnúmerið 0160-05-61400 og er kennitalan 290483-3799. Slasaður eftir mótorhjólaslys: Söfnun hafin á Skagaströnd Óvissa um meðferðar- ganginn á Litla-Hrauni Meirihluti fanga á Litla-Hrauni mældist með fíkniefni í blóði í fyrra. Til að koma til móts við brýna þörf var ákveðið að opna meðferðargang í hálft ár þótt engin fjárveiting hefði fengist. Tímanum sem ætlaður var starfinu er að ljúka. Á MEÐFERÐARGANGINUM Blaðamenn Fréttablaðsins heimsóttu fanga á meðferðar- ganginum í byrjun þessa árs og sögðu þeir fangar sem þar dvöldu að líðan þeirra þar væri miklum mun betri en á hefðbundnum göngum þar sem mikið væri um vímuefni. Fangaverðir sögðu starfið þar inni í raun hreina viðbót við störf sín en mjög gefandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UTANRÍKISMÁL Zhou Bohua, viðskiptaráðherra Kína, bauð Björgvin G. Sigurðssyni við- skiptaráðherra að heimsækja Tíbet, í viðræðum ráðherrana í Peking í Kína í síðustu viku. Boðið er nú til skoðunar í utanríkisráðuneytinu. Með þessu var Bohua að bregðast við þeim áhyggjum sem Björgvin lýsti af ástandinu í Tíbet. Björgvin lagði einnig áherslu á að virðing mannréttinda væri óaðskiljanlegur hluti viðskipta. Bohua sagðist ætla að beina því til kínverskra fyrirtækja að gera allt sem hægt væri til að auðvelda viðskipti við fyrirtæki frá litlum löndum. - bj Viðskiptaráðherra í Kína: Hvattur til að fara til Tíbet GJÖF Zhou Bohua gaf Björgvin G. Sig- urðssyni útsaumaða mynd. Tólf fíkniefnamál Lögreglan í Reykjavík lagði hald á um fimmtíu grömm af ætluðu amfetamíni við húsleit í Breiðholti á föstudags- kvöld. Álíka magn af ætluðu amfet- amíni fannst í Árbæ á fimmtudag. Alls kom lögregla höfuðborgarsvæðisins að tólf fíkniefnamálum fyrripart helgar. LÖGREGLUMÁL SKAGASTRÖND Sveitastjórn Skagastrandar hefur samþykkt að styrkja áhugahóp um fallbyssu- kaup um hálfa milljón króna til að flytja inn fallbyssu frá Danmörku. Byssan verður eftirlíking af fallstykkjum frá 17. eða 18. öld, að því er fram kemur á vef sveitar- félagsins. Í gömlum annálum kemur fram að fyrr á öldum hafi verið tvær fallbyssur á Skaga- strönd. Hleypt hafi verið af þeim þegar kaupskip komu. Hugmyndin er að kaupa fallbyssu og púðurskot, og skjóta úr henni til hátíðarbrigða, eins og gert hefur verið á Akureyri, Vestmannaeyjum og víðar. - bj Skagstrendingar vígvæðast: Vilja koma sér upp fallbyssu SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.