Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
BAKÞANKAR
Karenar D.
Kjartansdóttur
Í dag er mánudagurinn 21. apríl,
112. dagur ársins.
Árið 2003 voru boðaðar skipu-lagsbreytingar innan Ríkis-
útvarpsins í framhaldi af tölvupósti
Markúsar Arnar Antonssonar,
þáverandi útvarpsstjóra, til sam-
starfsmanna. Þar kvartaði hann
undan vinstri slagsíðu innan Ríkis-
útvarpsins, sérstaklega í Speglin-
um, sem hann uppnefndi Hljóðvilj-
ann. Meðal annars var Speglinum
fundið það til foráttu að fjalla gagn-
rýnið um gildi þess að koma hinum
stórhættulega efnavopnaframleið-
anda Saddam Hussein frá völdum
til að vernda alla heimsbyggðina.
ÍSLENSKIR stuðningsmenn frels-
unarinnar urðu svo ægilega glaðir
þegar íslenskir sprengjusérfræð-
ingar fundu sprengjukúlur sem
hugsanlega kannski voru taldar
hafa einhvern tímann innihaldið
sinnepsgas. Halldór Ásgrímsson,
þáverandi utanríkisráðherra, steig
stríðsdans og sagði að um heims-
viðburð væri að ræða. Rannsóknir
leiddu aftur á móti í ljós að hylkin
innihéldu aldrei efnavopn. Leit að
gereyðingarvopnum var svo hætt
formlega árið 2005 eftir milljarða
dollara leit og stuðningsmenn frels-
unarinnar hættu að tala um að
nauðsynlegt hefði verið að koma
Hussein frá völdum heldur hefði
þetta allt verið gert til að bjarga
Írökum þótt meginrök Bandaríkja-
manna fyrir innrásinni hefðu verið
meint efnavopnaeign.
EN aftur að Speglinum. Eftir á að
hyggja sýnist mér að ástæður þess
að Spegilsmenn voru bendlaðir við
vinstri slagsíðu á sínum tíma sé sú
að þeir öfluðu frétta af Íraksmálum
í öðrum fjölmiðlum en bandarísk-
um og breskum. Tungumálakunn-
átta þáttastjórnenda leyfði þeim
nefnilega að kanna þýsk og frönsk
sjónarmið í þessum efnum. Það
hugnaðist íslenskum ráðamönnum
greinilega ekki ef marka má skrif
og viðbrögð á þessum tíma, svo
sem hjá Birni Bjarnasyni og Mark-
úsi Erni.
NÚ er komið í ljós að meintir
„sjálfstæðir sérfræðingar“ sem
útskýrðu og rökstuddu nauðsyn
innrásarinnar á sínum tíma voru á
mála varnarmálaráðuneytisins.
New York Times afhjúpaði áróð-
ursherferð Pentagon um helgina og
hefur nú sýnt fram á að menn með
sérfræðiþekkingu þáðu laun fyrir
að lýsa yfir stuðningi sínum við
innrásina. Margir viðurkenna nú að
hafa talað gegn betri vitund af ótta
við viðbrögð varnarmálaráðuneyt-
isins. Fréttir frá Bandaríkjunum
voru allan tímann meingallaðar.
ÞAÐ er illt til þess að vita að vand-
aðir fjölmiðlamenn hafi þurft að
sitja undir ámæli og þola níð af
hálfu yfirmanns síns fyrir að lepja
ekki allt gagnrýnislaust upp úr
bandarísku pressunni.
Spegillinn
5.30 13.26 21.24
5.06 13.11 21.18
TÖFFARI
SEM HUGSAR FYRIR ÖLLU
KIA CEE´D SPORTY WAGON.
7 ÁRA ÁBYRGÐ.
RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR:
• álfelgur
• loftkæling
• USB-tengi fyrir iPod
• 6 diska geislaspilari
• aðgerðastýri
• rafræn stöðugleikastýring
• sex öryggispúðar
• upplýsingatölva
www.kia.is
KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is
KIA á Ís landi er í e igu HEKLU
Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi
* 7 ára/150.000 km verksmiðjuábyrgð vegna galla í aflrás og 5 ára/150.000 km verksmiðjuábyrgð vegna galla
í öðrum hlutum bílsins. Þetta á við um Kia cee’d í öllum EB löndum (auk Noregs, Sviss, Íslands og Gíbraltar)
ÞÚ GERIR FRÁBÆR KAUP!
Í KIA cee´d Sporty Wagon færðu meiri akstur, meira olnbogarými og meiri þægindi
fyrir minni pening - án þess að fórna frábæru útliti og aksturseiginleikum.
Þú færð einnig 7 ára ábyrgð, ríkulegan staðalbúnað og getur valið beinskiptan
115 hestafla dísilbíl sem eyðir aðeins 4,7 lítrum á hundraðið, eða 120 hestafla
sjálfskiptan bensínbíl sem eyðir 6,9 lítrum á hundraðið.
Ó
! •
1
1
4
7
5