Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 22. apríl 2008 21 Hvers virði er ég? spyr Bjarni Haukur Þórsson í nýju uppistandi/leikþætti sem hann flutti í fyrsta sinn á föstudagskvöldið í Salnum í Kópavogi. Mér finnst Bjarni fyndinn. Hann er lúnkinn að koma auga á hið skoplega í fari okkar samferðamanna sinna. Fyndnin hans er dálítið aldursbundin við hans eigin aldur, karlkyns og víða stéttabundin, en það má víst ekki segja lengur hér á landi, við efri millistétt í þjónustugeiranum. Hún er alþýðleg, góðleg, aldrei meiðandi og ekki klámfengin. Jafnvel langur kafli um blöðruhálskirtilinn var laus við sóðaskap. Þetta er sýning fyrir alla aldurshópa því hún er í miðjunni á samtali sem er víða í gangi í samfélaginu. Bjarni hefur vaxið mikið sem flytjandi frá því fór fyrst að sjá til hans. Ég missti alveg af Hellisbúa- ævintýrinu, kynntist honum bara í kvenbúningi á sjónvarpsskjá. Hann er með frekar þröngt svið sem flytjandi. Rödd hans er ekki mikið sveigjanleg, hann beitir líkama sínum lítið en af öryggi, svipbrigðin eru ekki mörg sem hann ræður við, en styrkur hans er tónfall og tímasetning: tilfinning fyrir því hvenær línan eða orðið má falla til að ljúka hugsun eða toppa hana og sprengja salinn. Það kann hann og með því eru honum allar gáttir opnar að hláturmiðstöð salarins. Í hinni smáborgaralegu tilveru okkar hefur athugull skopleikari eins og Bjarni endalausar lindir að sækja í: blöðruhálskirtillinn var nefndur, skókaup kvenna, sparnaðarpredikun fyrir unglinga, ríka liðið, fjármálaráðgjafinn í bankanum, úttekt á eyðsluliðum fjölskyldu í eigin húsnæði – hann stekkur úr einum pollinum í annan með fimlegum hætti, sullar þar og skvampar smástund og færir sig svo í þann næsta. Rétt eins og í Pabbanum er það Sigurður Sigur- jónsson sem setur einleikinn/uppistandið á svið og nú eins og þá stingur hann höfðinu út um munninn á Bjarna, sest að í honum. Sumir leikstjórar hafa slík áhrif á leikendur sína. Leikarar henda stundum gaman að því þegar leikstjórar sem lítið gátu leikið sýndu leikaranum hvernig átti að gera þetta og hitt. Það truflar ekki þótt við heyrum Sigga tala úr munni Bjarna en það er óþarfi. Bjarni hefur nefnilega eigin rödd. Þessi sýning er yfirkeyrð af sparisjóðnum Byr sem kostar hana að einhverju leyti en þar á bæ hafa menn ekki smekk til að kunna að kosta viðburði sem þennan. Snjallir kostendur halda sig til hliðar, frekjan í athygli sem gleypir viðburði er landlæg meðal kostenda á Íslandi. Hún er fyrst og síðast frumstætt bisnissvit, vanþróuð tæknileg þekking. Öll ásýnd sýningar Bjarna er merkt Byr: það er nánast hlægileg yfirkeyrsla og ósmekklegt. Á sama hátt er smekkvísi Sigurðar og Bjarna illa brugðið með þessari eftirgjöf. Fólk sem borgar sig á viðburð sem þennan á að fá skjól fyrir þessum Byr, jafnvel þó að hann kosti einhverju til og eigi allar auglýsing- ar í prógramminu. Páll Baldvin Baldvinsson Fyndinn maður um fjármál LEIKLIST Íslenska leikhúsgrúppan sýnir í Salnum: Hver$ virði €r ég? Höfundur og flytjandi: Bjarni Haukur Þórsson ★★★ Bjarni Haukur er fyndinn. Í tilefni þess að í fyrra voru liðin tuttugu ár frá stofnun Hjallasafn- aðar og kór safnaðarins tók til starfa, svo og að nú í vor eru liðin fimmtán ár frá vígslu Hjalla- kirkju, verða stórir hátíðartón- leikar í kirkjunni í kvöld kl. 20.30. Aðalverkefni tónleikanna er Messa í B-dúr fyrir fjóra ein- söngvara, kór og hljómsveit eftir Joseph Haydn, en verkið er einnig þekkt undir nafninu Theresíu- messan. Einnig verður flutt ein- söngsmótettan Exultate, jubilate Kv. 165 eftir W. A. Mozart. Tónskáldið Haydn samdi alls fjórtán messur og er Theresíu- messan nr. 12 í röðinni. Verkið er einstaklega hlýtt og fagurt, en er um leið áskorun fyrir flytjendur. Þessi messa hefur ekki oft verið flutt hér á landi og er það trúlega vegna þess hve krefjandi hún er fyrir kórinn. Mótettuna Exultate, jubilate samdi Mozart er hann var á sínu síðasta ferðalagi með föður sínum í Mílanó 1773. Hann samdi verkið fyrir Venanzio Rauzzini, sem þá var einn frægasti „castrato“- sópran Ítala. Flytjendur á tónleikunum í kvöld eru Kór Hjallakirkju, Kristín Ragnhildur Sigurðar dóttir sópran, Jóhanna Ósk Valsdóttir mezzosópran, Einar Clausen tenór og Þorvaldur Þorvalds son bassi. Hjörlefur Valsson er konsert- meistari, Hlín Erlendsdóttir, Pálína Árnadóttir, Christian Diet hardt og Helga Steinunn Torfadóttir leika á fiðlur, Guðrún Þórarinsdóttir og Laufey Péturs- dóttir á lágfiðlu, Sigurgeir Agnarsson á selló, Borgar Magna- son á kontrabassa, Ármann Helga- son og Helga Björg Arnardóttir á klarinett, Einar S. Jónsson og Jóhann Nardeau á trompet og Lenka Mátéová á orgel. Stjórn- andi er Jón Ólafur Sigurðsson, organisti Hjallakirkju. Miðaverð er 1.500 krónur. - vþ Haydn og Mozart í Hjallakirkju HJALLAKIRKJA Hýsir mikla tónlistarveislu í kvöld. Einkaleyfastofan og Menntamálará›uneyti› standa fyrir rá›stefnu um hugverkaréttindi undir yfirskriftinni Vir›um hugverkarétt í Norræna húsinu hinn 23. apríl næstkomandi. Tilefni› er alfljó›legur dagur hugverkaréttar sem haldi› er upp á ár hvert fyrir tilstu›lan Alfljó›ahugverkastofnunarinnar, WIPO. Fyrirlesarar eru: • Erla S. Árnadóttir lögma›ur • Eyjólfur Pálsson forstjóri EPAL • Halldór Jörgensson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi • Marie Pattullo frá European Brands Associations • Páll Óskar Hjálmt‡sson tónlistarma›ur. A› loknum fyrirlestrum ver›a pallbor›sumræ›ur en í pallbor›i taka flátt flau Ásta Valdimarsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar, Hör›ur Daví› Har›arson frá Tollstjóranum í Reykjavík og Gunnar Gu›mundsson frá SFH. Fundarstjóri er fiorsteinn J. Vilhjálmsson. Rá›stefnan stendur frá kl. 9 – 12. Allir velkomnir! – rá›stefna í Norræna húsinu 23. apríl 2008 Vir›um hugverkarétt 17 - 18 - 24 - 30. apríl kl 20.00 alla daga ÞRJÁR SÍÐUSTU SÝNINGAR Á ÁST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.