Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Ketilbjöllur voru notaðar fyrr á tímum til að vigta korn á ökrum Rússlands. Vala Mörk Jó- hannsdóttir notar þær sem lóð í líkamsrækt. Orðið ketilbjöllur kemur frá formi lóðanna en þau eru kúlur með handfangi og minna á teketil án stútsins. Vala Mörk Jóhannesdóttir kynntist ketilbjöllunum í Danmörku og flutti þær með sér heim. „Ég fór að kynna mér þetta í Danmörku árið 2006. Ég keypti mér ketilbjöllu og fór að æfa með henni. Ég fann hvað þetta hafði góð áhrif á líkam- ann og skráði mig strax á leiðbeinandanámskeið,“ segir Vala en hún hefur verið með ketilbjöllunám- skeið hér á landi undanfarið eitt og hálft ár. Hún er iðjuþjálfi að mennt en hefur snúið sér að einka- þjálfun. „Nú vinn ég með fólki áður en það veikist,“ segir Vala. Ketilbjöllurnar eru misþungar og er sú léttasta átta kíló og sú þyngsta 48 kíló. Æfingar með ketilbjöllum ganga út á að nota sem flesta vöðva líkamans og vinna bæði með þol og styrk í einu. Vala segir ketilbjölluþjálfunina gagnast fólki í amstri hversdagsins. „Æfingarnar skila sér í daglega lífinu hvort sem það er við að bera innkaupapokana eða eltast við krakkana. Það er ekki einungis vegna þess að styrkurinn og þolið eykst heldur verða skilaboð til taugakerfis og vöðva skýrari. Ég hef verið að kynna ketilbjölluþjálfun fyrir einkaþjálfurum hér á landi og áhuginn fer vaxandi. “ Vala hyggst kenna ketilbjöllunámskeiðin fram á sumarið en svo ætlar hún að breyta til. „Það tekur einhver við af mér því ég ætla með fjölskylduna í heimsreisu. Við erum búin að safna fyrir ferðinni í nokkur ár og ætlum í kringum hnöttinn og stoppa á hverjum stað. Ketilbjöllurnar eru sameiginlegt áhugamál mín og mannsins míns svo við kíkjum örugglega á þær í leiðinni.“ heida@frettabladid.is Kraftur í ketilbjöllu HNLFÍ í Hveragerði verður með heilsusamlegt hádegisverðarhlaðborð á sumardaginn fyrsta og er öllum velkomið að koma. Verð fyrir fullorðna er 1.350 krónur en frítt er fyrir börn yngri en tólf ára. Gestum býðst síðan að hafa það gott í nýju baðhúsi stofnunarinnar án endurgjalds. Heilsukostur – Kökur og eftir réttir heitir námskeið sem kennt verður hjá Manni lifandi í dag, þriðjudaginn 22. apríl, frá klukkan 18 til 20. Auður Ingibjörg Konráðsdóttir kennir hvernig á að töfra fram holla en góða eftirrétti án mikillar fyrir- hafnar og gefur uppskriftir. Hjúkrunarþjónusta er í boði í tveimur verslunum Lyfju, í Lágmúla og á Smáratorgi. Hægt er að leita ráðgjafar um val og notkun á allri almennri hjúkrunar- vöru og ýmiss konar stoðvöru en í Lágmúla fást ýmsar hjúkrunar- vörur og hjálpartæki sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir niður. Vala Mörk Jóhannsdóttir segir æfingar með ketilbjöllu skila sér í daglegu amstri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.