Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 34
18 22. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is JACK NICHOLSON KVIKMYNDA- LEIKARI ER 71 ÁRS „Maður á einungis að rífast við þá sem maður elskar.“ Nicholson er margverðlaun- aður og hefur meðal ann- ars fengið þrjá Óskara og sjö Golden Globe-verðlaun. MERKISATBURÐIR 1529 Austurhveli jarðar er skipt, með Saragossa-sáttmál- anum, milli Spánar og Portúgals. 1917 Jón Helgason er vígður biskup. Hann skrifaði meðal annars Árbækur Reykjavíkur. 1944 Bresk flugvél ferst rétt við Nýja garð, nýja stúdenta- garðinn í Reykjavík. Öll áhöfnin fórst með vélinni. 1950 Leikritið Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Lax- ness er frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu. Þetta var fyrsta verkið sem þar var sýnt. 2004 Sprenging verður í lest í Norður-Kóreu en hún flutti eldfiman varning. Hundrað og fimmtíu fór- ust. Þennan dag árið 1912 hófst útgáfa rússneska dag- blaðsins Pravda. Pravda, sem þýðir sannleik- urinn, var aðal málgagn rúss- neska Komm- únistaflokks- ins frá 1912 til 1991. Blaðið hóf göngu sína í Vín í Austurríki undir stjórn Leons Trotsky en út- gáfa þess í Sovét- ríkjunum hófst ekki fyrr en árið 1918, þar sem blaðið var bannað þar til Nikulási II Rússakeisara var steypt af stóli. Eftir að blað- ið var lagt niður, fyrir tilstilli Boris- ar Jeltsín, stofn- uðu nokkrir af fyrrverandi starfsmönnum þess nýtt blað með sama nafni en þá í litlu broti, eða „tabloid“- stíl. Á slóðinni www.pravda. ru má enn finna leifar af blaðinu en vefinn reka nokkrir fyrrver- andi starfsmenn blaðsins. Þó nokkur fleiri dagblöð, með sama nafni, hafa verið stofnuð. ÞETTA GERÐIST: 22. APRÍL 1912 Pravda hefur göngu sína Mosfellskórinn fagnar tuttugu ára starfsafmæli sínu í ár. Páll Helga- son stofnaði kórinn árið 1988 og hefur stjórnað honum allar götur síðan. Páll myndaði, ásamt fyrstu kór- félögunum, þá stefnu að syngja létta og rytmíska dægurlagatónlist og hefur sú hefð haldist. „Ég myndi segja að við værum poppaður kór sem leggur áherslu á góðar útsetningar og fínan hljóm,“ segir Páll, sem einnig stjórnar Karlakór Kjalnesinga, sér um kórstarf eldri borgara í Mosfellsbæ, er organ- isti á Kjalarnesi og tónlistarkennari í Klébergsskóla. Mosfellskórinn æfir einu sinni í viku og hefur aðstöðu í Gagnfræðaskólanum í Mosfellsbæ. Þótt heimilisfang hans sé þar þá koma kórfélagar, sem eru fjörtíu og fimm talsins, víða að. „Við erum með félaga frá Akranesi, Grinda- vík og allt þar á milli,“ segir Páll. Kórinn heldur tónleika á hverju vori og hefur ferðast bæði innan lands og utan. „Við fórum meðal ann- ars til Montpellier í Suður-Frakklandi fyrir nokkrum árum og er sú ferð sér- staklega eftirminnileg enda fóru gott veður, skemmtilegt umhverfi og vel heppnaðir tónleikar saman. Þá höfum við farið í margar góðar Norðurlanda- ferðir og víðar,“ segir Páll. Kórinn ferðast á eigin vegum og heimsækir stundum aðra kóra. „Það hefur virkað vel og höfum við víðast hvar fengið góðar viðtökur. Stundum erum við með hljóðfæraleikara með okkur en oftast er ég með tilbúna tón- list sem ég geri sjálfur undir,“ útskýrir Páll. Hann segir kórinn fyrst og fremst leikmannakór sem er byggður á félags- legri þörf og söngáhuga. Í honum er ákveðinn kjarni fólks sem hefur verið með frá upphafi en síðan hefur áhuga- samt fólk sem er á lausu bæst við. En hvað á að gera í tilefni afmælis- ins? „Við munum blása til veglegra af- mælistónleika í Austurbæ á morgun, miðvikudag klukkan 20.30. Kórfélag- ar munu stíga fram og syngja einsöng, dúett og tríó. Með okkur leikur hljóm- sveit undir stjórn Óskars Einarssonar. Síðan munum við koma fram á Sælu- viku í Skagafirði 3. maí ásamt fleiri kórum,“ segir Páll. vera@frettabladid.is MOSFELLSKÓRINN: FAGNAR 20 ÁRA FARSÆLU STARFI Poppaður kór byggður á góð- um félagsskap og söngáhuga TVEIR ÁRATUGIR Páll Helgason stofnaði kórinn árið 1988 og hefur stjórnað honum síðan. Stefnan var í upphafi að syngja létta og rytmíska dægurlagatónlist og hefur sú hefð haldist allar götur síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Una Sigríður Ásmundsdóttir frá Teigagerðisklöpp við Reyðarfjörð, Norðurgötu 5 Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar föstu- daginn 4. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinn- ar látnu 19. apríl sl. frá Siglufjarðarkirkju. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför. Ásmundur Pálsson Elísabet Sigurðardóttir Jón Hólm Pálsson Róbert Pálsson Anna Pálsdóttir Jóhanna Pálsdóttir Birgitta Pálsdóttir Þórður G. Andersen Pálína Pálsdóttir Kristján F. Haraldsson Hólmfríður Pálsdóttir Svavar Ottósson Haraldur Pálsson Sigríður Þórarinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, Sigurlaugar Reynisdóttur Melavegi 1a, Njarðvík. Guð blessi ykkur öll. Sturla Eðvarðsson Erla María Sturludóttir Jónas Guðni Sævarsson Svava Rún Sturludóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bjarnheiður Davíðsdóttir er látin. Útförin verður auglýst síðar. Davíð Guðmundsson Ingunn A. Ingólfsdóttir Hrönn Andrésdóttir Vilmundur Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Karl Kristinn Valdimarsson áður til heimilis að Brekkustíg 16, Rvk., sem lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 13. apríl, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Marí Karlsdóttir Þórhallur Guðmundsson Valdimar Karlsson Björg Björgvinsdóttir Kolbrún Karlsdóttir Ásgeir N. Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sonur og bróðir , Björn Kristjánsson kjötiðnaðarmaður frá Patreksfirði, Skúlabraut 45, Blönduósi, sem lést 13. apríl, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 26. apríl kl. 15.00. Ásgeir Már Björnsson Kristjana E. Sigurðardóttir Eyþór Björnsson Erla Hafliðadóttir systkini og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar Ágústssonar Urðartjörn 5, 800 Selfossi. Erla Eyjólfsdóttir Eygló Bjarnþórsdóttir Stefán Hallur Ellertsson Hugrún Elfa Bjarnadóttir Margrét Sigurðardóttir Snæbjörn Björnsson Hrönn Sigurðardóttir Eyjólfur Már Sigurðsson Elizabeth Ortega Lucio barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.