Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 18
[ ]
Að gefa barni sumargjöf er gamall og fallegur
siður. Algengt er að gefa íslenskum börnum reið-
hjól eða útileikföng á sumardaginn fyrsta, en
útileikjum fylgja hættur skorti leikföngin öryggi.
„Það er ekkert sem jafnast á við hressandi útivist og
leiki á löngum sumardögum, en ávallt brýnt að
foreldrar séu vakandi yfir öryggisbúnaði leikfanga og
velji börnum sínum réttar aðstæður til leiks og
sumarfjörs,“ segir Fjóla Guðjónsdóttir, sérfræðingur
hjá Forvarnarhúsi Sjóvár, en eftirfarandi ráðleggingar
Forvarnarhúss ættu allir að lesa.
Trampólín
Yfir sumartímann verða mörg slys á trampólínum; sum
alvarleg. Trampólínin sjálf orsaka ekki slysin heldur
staðsetning þeirra og notkun. Margir geyma trampól-
ínið utanhúss allt árið, en í vetrarveðráttu slitna
gormar og hlífar. Í kringum trampólín þarf að vera gott
pláss til hliðanna og ofan við, en borið hefur á því að
trampólín séu sett undir svalir og við hlið girðinga.
Trampólín þarf ávallt að vera á mjúku undirlagi, eins
og grasi, en aldrei malbiki eða steyptum stéttum, og
aldrei í halla. Öryggisnet er nauðsynlegur auka-
búnaður, en foreldrar þurfa að setja umgengnisreglur
því sum börn nota netin fyrir hliðarspyrnu og af því
geta hlotist slæm slys. Stór og lítil börn mega aldrei
hoppa samtímis vegna þyngdarmismunar. Alvarleg
slysahætta skapast þegar stór börn detta ofan á lítil
börn eða skjóta þeim út af trampólíninu. Þá þarf að
kenna börnum að detta rétt. Til að stoppa sig er ráð að
beygja hnén til að draga úr hraða. Einnig er mikilvægt
að hafa hendur fyrir framan sig en ekki aftan til þess
að koma í veg fyrir handaráverka þegar dottið er.
Aldrei skal hoppa á blautu trampólíni vegna hálku.
Reiðhjól
Í íslenskum verslunum er algengt að reiðhjól uppfylli
ekki lágmarks skyldubúnað. Reiðhjól barna og
unglinga þurfa að vera með bjöllu, bremsum að framan
og aftan, hvítu glitmerki og hvítu ljósi að framan,
keðjuhlíf, glitmerki á fótstigum, teinagliti, lás, rauðu
glitmerki og rauðu ljósi að aftan, allan ársins hring.
Börn vaxa á milli ára og því mikilvægt að stilla hnakk
og stýri þannig að hjólið passi barninu. Einnig þarf að
láta hjólaverkstæði yfirfara og endurstilla gíra og
bremsur fyrir sumarið.
Hjálmar
Foreldrar eru fyrirmyndir barna og ættu ávallt að nota
hjálma við hjólreiðar, en slíkt heldur hjálmanotkun að
börnum. Stilling hjálma er flókin, en rangt stilltur
hjálmur gerir ekkert gagn. Því er mikilvægt að
hjálmar séu stilltir af nákvæmni, en stærð þeirra fer
ávallt eftir höfuðmáli í sentimetrum og því áríðandi að
tekið sé höfuðmál þess sem nota á hjálminn áður en
hjálmur er keyptur. Gott er að leita til sérfræðinga í
hjólaverslunum vegna þessa. Samkvæmt reglugerð
eiga öll börn undir fimmtán ára aldri að vera með
hjálm. Á heimasíðu Forvarnarhússins eru ítarlegar
leiðbein ingar um réttar stillingar á hjálmum og
skyldubúnað á reiðhjólum.
thordis@frettabladid.is
Örugg út í sumarleikina
Fjóla Guðjónsdóttir hjá Forvarnarhúsi Sjóvár með vel búið
reiðhjól og hjálm til hjólreiða, en börnum yngri en fimmtán
ára ber skylda að hjóla með hjálm á höfði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Jóga í Skagafirði
SAHAJA-JÓGA VERÐUR KYNNT Á
SÆLUVIKU SKAGFIRÐINGA SEM
HALDIN ER SÍÐUSTU VIKU APRÍL-
MÁNAÐAR ÁR HVERT.
Kynningarfundur um sahaja-jóga
verður haldinn þriðjudaginn 29.
apríl í Framsóknarhúsinu á Sauð-
árkróki. Benedikt Lafleur, leið-
beinandi í sahaja-jóga, stendur
fyrir kynningunni en hann leið-
beinir einnig sahaja-jóga á
Akureyri.
Benedikt segir sahaja-jóga
hjálpa fólki að virkja lífskraftinn í
sjálfu sér, auka þol og úthald og
sjá lífið og tilveruna í réttu ljósi,
án þess að dæma aðra eða sjálf-
an sig.
Á vefsíðunni www.sahajayoga.
is má fræðast um höfund sahaja-
yoga, Shri Mataji Nirmala Devi.
Kynningarfundurinn á Sauðár-
króki verður öllum opinn og hefst
klukkan 18.
- rat
Sund er heilsusamleg hreyfing og gott fyrir fjölskylduna að
fara saman í sund. Takið kúta og leikföng með í laugina.
Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar
þannig að betri námsárangri.
Vönduð blanda fiski- og
kvöldvorrósarolíu sem
eflir og styrkir:
• Hugsun
• Einbeitingu
• Sjón
• Hormónajafnvægi
Einstakt gegn
lesblindu og
ofvirkni.
Hentar fólki á öllum aldri.
Fæst í fljótandi formi
og hylkjum í lyfja- og
heilsuverslunum.
Efalex er einstök samsetning úr hreinni
kvöldvorrósarolíu og fiskiolíu sem innihalda þrjár
mikilvægar fitusýrur, DHA, AA og GLA ásamt
tveimur öflugum andoxunarefnum, E-vítamíni
og tímían olíu sem vinna saman að viðhaldi
lífsnauðsynlegra fitusýra í líkamanum.
Nægt magn þessarra olía í líkamanum stuðla
að skarpari hugsun og betri einbeitingu sem
eykur færni okkar til þess að læra.
Næstu fyrirlestrar og námskeið
22. apríl kl. 18:00 - 20:00
Heilsukostur - Kökur og eftirréttir
Auður I. Konráðsdóttir heilsukokkur
29. apríl kl. 18:00 - 21:00
Heilsukostur - Matreiðslunámskeið
Auður I. Konráðsdóttir heilsukokkur
30. apríl kl. 20:00 - 22:00
Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að
borða?
Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari
3. maí kl. 10:30 - 11:30
Opin Hláturjógatími
Borðaðu
þig granna(n)
Nánari upplýsingar
Sími 865-8407
www.vigtarradgjafarnir.is