Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 38
22 22. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is > ÁNÆGÐ MEÐ EINELTIÐ Hayden Panettiere kveðst hafa verið „pyntuð“ af hrekkjusvínum í skóla vegna velgengni sinnar, en hún er sannkölluð barna- stjarna. Heroes-leikkonan, sem steig fyrstu skref sín á leiklistarbrautinni átta mán- aða að aldri, kveðst í dag ánægð með eineltið; það hafi gert hana að sterkari manneskju. Bárður Örn Bárðarson vann spurningakeppni um tónlistar- manninn Bubba Morthens sem var haldin í fyrsta sinn á skemmtistaðnum Classic Rock fyrir skömmu. Fékk hann þar með heiðurstitilinn Bubbasér- fræðingurinn 2008. Í úrslitarimmunni sátu keppendur uppi á sviði og svöruðu spurningum er vörðuðu feril Bubba, sem Trausti Már Ingason, einn harðasti Bubba- aðdáandi landsins, samdi. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin auk þess sem allir keppendur fengu geisladiska með Bubba í boði Senu. Bárður vann Bubba-keppni BÁRÐUR ÖRN BÁRÐARSON Bárður Örn vann spurningakeppni um Bubba Mort- hens sem var haldin á Classic Rock. Bítillinn fyrrverandi Sir Paul McCartney hefur hvatt fólk til að gerast grænmetisætur til að draga úr hlýnun jarðar. McCartney, sem hefur verið grænmetis æta í langan tíma, segir að kjötiðnaðurinn hafi mikil áhrif á þessa hlýnun. „Ég hvet alla til að íhuga að stíga þetta skref til þess að hjálpa umhverfinu fyrir börnin okkar sem eru að vaxa úr grasi,“ sagði hann. Bætti hann því við að það hefði komið sér á óvart að helstu umhverfisstofnanir heims hefðu ekki hvatt fólk til þess að gerast grænmetisætur. Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2006 senda nautgripir frá sér meira magn af gróðurhúsa- lofttegundum en vélknúin farartæki. Grænmeti í stað kjöts PAUL MCCARTNEY Bítillinn fyrrverandi hvetur fólk til að gerast grænmetisætur. Paris Hilton og Benji Madden hefur verið velt úr sessi sem nýjasta Hollywood-parinu. Það eru leikararnir Kirst- en Dunst og Ryan Gosling sem bera titilinn nú, en um helgina sást til þeirra „í sleik“ á barnum The Box Club í New York, samkvæmt heimasíðu Perez Hilton. Dunst og Gosling, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í stelpumyndinni The Notebook, munu hafa hist skömmu eftir að Dunst kom úr með- ferð á Cirque Lodge í Utah í síðasta mánuði, en þau sáust fyrst saman á stefnumóti í New York fyrr í mánuðinum. Dunst hefur verið einhleyp frá því að leiðir hennar og Johnnys Borrell, úr hljóm- sveitinni Razorlight, skildu á síðasta ári. Gosling hætti hins vegar með Rachel McAdams, móttleikkonu sinni úr Note- book, í apríl í fyrra eftir tveggja ára sam- band. Í kjölfar þess sagði Gosling í viðtali að konur væru reiðar sér fyrir að hafa slitið sambandinu. „Ein stelpa vatt sér að mér úti á götu og lamdi mig næstum því og spurði: „Hvernig gastu gert þetta? Hvernig gastu sleppt stelpu eins og henni?“,“ sagði Gosling þá. Miðað við vinsældir McAdams er því spurning hvernig aðdáendum Goslings líst á nýju kærustuna. Kirsten og Ryan nýjasta parið ÓVINSÆLL EFTIR MCADAMS Ryan Gosling hætti með Rachel McAdams í fyrra og varð í kjölfarið óvinsæll hjá mörgum konum. ÁST EFTIR MEÐFERÐ Kirsten Dunst og Gosling munu hafa hist skömmu eftir að Spiderman-leikkonan kom úr meðferð í síðasta mánuði. Lindsay Lohan er farin að drekka að nýju, að því er kemur fram á heimasíðunni People.com. Lohan fór í heilar þrjár meðferðir á síðasta ári og hefur farið mikinn í viðtölum það sem af er þessu ári um nýtt og betra líf sitt án áfengis. Um helgina sást hún hins vegar á næturklúbbnum Hawaiian Tropic Zone í New York með vinkonu sinni, plötusnúðnum Samönthu Ronson. Tímaritið People greinir frá því að Lohan hafi drukkið nokkuð af vodka í Red Bull og dansað alla nóttina á enda áður en hún yfirgaf klúbb- inn með Ronson um hálf fimm um morguninn. Það þykir því liggja ljóst fyrir að Lohan sé dottin af títtnefndum edrúvagni. Lohan dottin af vagninum FALLIN Samkvæmt heimildum People er Lindsay Lohan ekki lengur edrú, en hún fór í þrjár meðferðir á síðasta ári. NORDICPHOTOS/GETTY Ungverjar taka nú þátt í Euro- vision í sjöunda skipti. Besti árangur þeirra til þessa er fjórða sætið árið 1994. Í ár er söngkon- an Csézy fulltrúi þjóðarinnar með lagið Candlelight. Hún var á dögunum að syngja í Hamburg þar sem James Blunt var með tónleika sama kvöld. Tónlistar- fólkið mun hafa hist og að sögn ungversku kynningardeildarinn- ar „fór vel á með þeim“. Verð- andi Íslandsvinurinn James Blunt mun hafa haft svo gaman af samverunni með Csézy að hann mætti of seint á eigin tón- leika. Hann á einnig að hafa lofað að kjósa ungverska lagið. Csézy er 28 ára og þykir hafa áþekka söngrödd og Céline Dion. Foreldrar hennar eru miklir áhugamenn um ungverskt hand- verk, svokallaðan matyó-útsaum, og smitaðist áhuginn til dóttur- innar. Söngkonan er meira að segja svo forfrömuð að hún fór til Japans þegar sýning um matyó-útsauminn var sett þar upp og kenndi Japönunum nokk- ur munstur. James Blunt hrífst af saumastúlku Breski sjónhverfingamaðurinn Derren Brown er kominn út úr skápnum. Brown, sem hefur stjórnað sjónvarpsþáttunum Mind Control við miklar vinsæld- ir, hefur átt í ástarsambandi við annan mann undanfarið ár og er afar hamingjusamur. „Að koma út úr skápnum er nokkuð sem maður spáir ekkert í þegar maður er í sviðsljósinu. Maður verður samt að gefa út yfirlýsingu um það og vera heiðarlegur því annars verður þetta að myrku leyndarmáli í huga manns,“ sagði hinn 37 ára Brown og bætti við í léttum dúr: „Ég vil biðja allar stúlkurnar sem voru kannski skotnar í mér afsökunar á þessu.“ Hann segir að kærastinn sinn sé ekki mikið fyrir sviðsljósið og hafi haft lítinn áhuga á töfrabrögðum þegar þeir kynntust. Brown út úr skápnum DERREN BROWN Sjónhverfingamaður- inn snjalli er kominn út úr skápnum. HEILLAÐI BLUNT UPP ÚR SKÓNUM Söng- konan Csézy keppir fyrir Ungverja. 31 DAGAR TIL STEFNU Sindri Lúðvíksson segist ekki skilja ummæli lög- reglunnar í fjölmiðlum öðruvísi en svo að hann hafi ekkert brotið af sér þegar pókermót hans var stöðvað í fyrra. Karl Ingi Vilbergs son hjá lögreglunni í Reykjavík segir niðurstöðu í Gismo- málinu að vænta á næst- unni. „Í ljósi þessa hlýt ég bara að fá vör- urnar mínar bráðum aftur,“ segir Sindri Lúðvíksson hjá spilaverslun- inni Gismo þegar hann er inntur eftir ummælum Óskars Sigurpáls- sonar, varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í Fréttablað- inu í gær. Þar var greint frá því að fyrsta íslenska meistaramótið í póker yrði haldið á vefsíðunni pokerhills.com í maí. Óskar sagði af því tilefni að svo lengi sem þriðji aðili hagnaðist ekki og þátttöku- gjaldið rynni óskert í verðlaunaféð væri mótið líklega löglegt. „Það kom alltaf skýrt fram í fjölmiðlum og auglýsingum að þátttökugjaldið myndi fara í verðlaunaféð. Ég get líka sýnt fram á að ég tapaði á þessu því það kostaði í kringum tvö hundr- uð þúsund krónur að halda mótið, leigja húsnæðið og kaupa auglýs- ingar. Ég seldi hins vegar aðeins varning fyrir 25 þúsund,“ segir Sindri, sem er orðinn langeygur eftir niðurstöðu í máli sínu en pókermót á hans vegum var stöðv- að þann 16. júní á síðasta ári. Karl Ingi Vilbergsson, sviðstjóri hegningarlagabrota, sem fer með rannsókn Gismo-málsins, segir niður stöðu að vænta á næstunni. Hann vildi þó ekki gefa upp nein tímamörk. Karl vildi ekki tjá sig efnislega um Gismo-málið en sagði að unnið væri eftir ákveðnum dóma- fordæmum. „Þar hafa menn borið fyrir sig að þeir hafi tapað svo mikið á svona mótum. Hins vegar stendur alveg skýrt og greinilega í lögunum að menn megi hvorki hafa beinar né óbeinar tekjur af því að halda svona mót,“ útskýrir Karl. Spurður af hverju málið hefði tafist svona sagði Karl Ingi að ástæðan væri erill hjá lögreglunni. freyrgigja@frettabladid.is Póker-Sindri gleðst yfir ummælum lögreglunnar ÓÞREYJUFULLUR Sindri Lúðvíksson er orðinn langeygur eftir niðurstöðu en tæpt ár er síðan pókermót á hans vegum var stöðvað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.