Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 12
12 22. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR Pottar - pönnur - sleifar - ausur hnífapör - glös - diskar kokkafatnaður Jóhann Ólafsson & Co. Sundaborg 9-11 - 533-1900 www.olafsson.is SVEITARSTJÓRNIR Listi með undirskriftum 385 íbúa sem vilja lækkun fasteignagjalda í Hveragerði var lagður fram á fundi bæjar- ráðs á fimmtudaginn. „Það er búið að vera mikil óánægja vegna hækkunar á fasteignagjöldunum. Og að við séum hærri en í Reykjavík,“ segir í skjalinu sem á rita nöfn sín þeir sem mótmæla hækkun fasteignagjalda. Meirihluti bæjarráðs sagðist fagna þeim áhuga sem íbúar sýndu bæjarmálefnum með því að rita nafn sitt undir áskorunina en að á miðju fjárhagsári væri ekki hægt um vik að verða við áskorun af þessu tagi enda hefðu allar framkvæmdir verið löngu ákveðnar. „Við höfum áður sagt að gjöld bæjarbúa eru ákvörðuð við fjárhagsáætlunargerð hvers árs og svo verður einnig í ár,“ sögðu fulltrúar meirihlutans í bæjarráði, sem felldu tillögu minnihlutans um að lækka álagningarprósentu fasteignagjaldanna um nítján prósent þannig að hún yrði 0,277 prósent af fasteignamati. „Veruleg hækkun á fasteignamati hefur leitt til þess að Hvergerðingar greiða mun hærri fasteignaskatt en íbúar nágrannasveitar- félaga,“ sagði í bókun minnihlutans, sem kvaðst telja að lækkunartillagan hefði ekki áhrif á fjárhagsáætlun bæjarins því að í henni hefði ekki verið gert ráð fyrir hækkun fasteignagjalda. - gar Óánægðir íbúar í Hveragerði skila inn undirskriftalista vegna fasteignagjalda: Bærinn neitar að lækka fasteignagjöld ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR Meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarráði Hveragerðis segir ekki hægt að lækka fast- eignaskatta núna. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri. MYND/EGILL BJARNASON Á GANGI Í SANDROKI Þessi kona lenti í sandroki miklu sem reið yfir Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. NORDICPHOTOS/AFP Auglýsingasími – Mest lesið FÉLAGSMÁL Mun hærra hlutfall íbúa höfuðborgarinnar nýtur félagslegrar þjónustu af ein- hverju tagi en íbúa nágranna- sveitarfélaganna. Svar félags- og trygginga- málaráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifs- dóttur, þing- flokksformanns Framsóknar- flokks, leiðir þetta í ljós. Fjórtán pró- sent Reykvík- inga njóta félagslegrar þjónustu en sjö pró- sent íbúa Hafnarfjarðar, Kópa- vogs og Seltjarnarness. Í Garða- bæ er hlutfallið sex prósent en fimm prósent í Mosfellsbæ, þar sem það er lægst. Félagsleg þjónusta í þessu til- viki er ferðaþjónusta fyrir aldr- aða og fatlaða, félagslegar íbúðir, fjárhagsaðstoð og ráðgjöf, heima- þjónusta og félagsleg liðveisla og húsaleigubætur. Í svari ráðuneyt- isins kemur fram að ekki hafi bor- ist samræmdar upplýsingar frá öllum sveitarfélögum. Jafnframt er upplýst að í ráðuneytinu sé unnið að frekari greiningu á félagslegri þjónustu á vegum sveitarfélaga um allt land. Siv Friðleifsdóttir segir upplýs- ingarnar athyglisverðar en brýnt sé að ráðuneytið greini málið frekar, líkt og það boði. „En það blasir við að sveitar- félögin bera misþunga byrði vegna félagslegrar þjónustu og það er holur hljómur í því þegar sum sveitarfélög hæla sér af tekjuafgangi þegar augljóst er að tekjur þeirra af útsvari eru mjög mismunandi enda íbúasamsetn- ingin misjöfn,“ segir Siv. Umhugs- unarvert sé að Reykjavík skuli skera sig úr, líkt og tölurnar segja til um. „Maður spyr sig hvort þeir sem þurfa mikla og flókna þjón- ustu flytji til höfuðborgarinnar því þar sé þjónustuna að hafa,“ segir hún. Siv hefur fylgst með þróun þjónustu sveitarfélaga við aldr- aða og segir mörg þeirra hafa dregið úr þjónustunni með árun- um. Það hafi þau gert um leið og þau hafi kallað eftir aukinni aðkomu ríkisins að þjónustu við eldri borgara. Í ofanálag gumi þau af góðri afkomu. Þetta gangi ekki upp. bjorn@frettabladid.is Flestir njóta félagsaðstoðar hjá borginni Fjórtán prósent Reykvíkinga njóta félagslegrar þjón- ustu en mun færri í nágrannasveitarfélögunum. Lægst fer hlutfallið í fimm prósent. Dregið hefur úr þjónustu við aldraða segir Siv Friðleifsdóttir. RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Fjórtán prósent Reykvíkinga njóta félagslegrar þjónustu sveitarfélagsins en fimm prósent íbúa Mosfellsbæjar. Siv Friðleifsdóttir segist spyrja sig hvort fólk sem þurfi mikla og flókna þjónustu flytji til höfuðborgarinnar því þar sé þjónustu að hafa. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR REYKJAVÍK SKER SIG ÚR Hlutfall íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem njóta félagslegrar þjónustu Reykjavík 14% Hafnarfjörður 7% Kópavogur 7% Seltjarnarnes 7% Garðabær 6% Mosfellsbær 5% Sveitarfélög á landsbyggðinni Reykjanesbær 15% Ísafjörður 14% Akureyri 12% Hornafjörður 12% Árborg 10% Fljótsdalshérað 6% Sparakstur með Volkswagen 5 Das Auto. HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Það er ódýrara að bakka í stæði! Þegar þú leggur bílnum skaltu ávallt reyna að snúa honum þannig að þú getir ekið bílnum beint úr stæðinu þegar þú þarft að nota hann næst. Þannig minnkar þú bæði eldsneytiseyðslu og slit á búnaði bílsins. Skráðu þig á námskeið í sparakstri á volkswagen.is. Aðgangur ókeypis, takmarkaður fjöldi sæta í boði. Lau. 19/4, kl. 10:00 Fullt Sun. 27/4, kl. 10:00 Fullt Lau. 3/5, kl. 1 0:00 Örfá sæ ti Mið. 7/5, kl. 1 9:30 Örfá sæ ti Námskeiðin e ru haldin í HEKLU við L augaveg.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.