Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 24
 22. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● fl utningar Upplýsingaþjónustan Halló Norðurlönd er samnorrænt verkefni sem aðstoðar við flutninga innan Norðurland- anna. „Okkar hlutverk er að aðstoða fólk sem flytur á milli Norður- landanna. Við svörum spurningum um öll praktísk atriði sem koma upp og reynum einnig að berj- ast gegn landamæra hindrunum,“ segir Alma Sigurðardóttir, verk- efnisstjóri hjá upplýsingaþjón- ustunni Halló Norðurlönd, eða Hallo Norden, sem hefur starfað í sjö ár á Íslandi. Þjónustan er samnorrænt verkefni sem er fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni. Aðalstöðvar eru í Danmörku og auk útibúa í Danmörku og á Ís- landi eru útibú í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Rekstur allra úti- búanna er síðan í höndum nor- rænu félaganna í hverju landi fyrir sig. „Flestir sem leita hingað eru Íslendingar sem eru að flytja al- farnir út eða að fara í nám. Yfir helmingur þeirra sem leita til okkar er að fara til Danmerkur, en síðan spyrja sumir einnig um Svíþjóð og Noreg,“ segir Alma. Hún segir fólk helst velta fyrir sér vinnu og húsnæði. „Við að- stoðum við atvinnu- og húsnæðis- leit en miðlum hvorugu. Hins vegar beinum við fólki á rétta staði,“ segir Alma. Íslendingar eru stærsti hluti þeirra sem leita til þjónustunn- ar hérlendis og á síðasta ári bár- ust 747 fyrirspurnir. Einnig leita þangað þó nokkrir Norðurlanda- búar sem flytja til Íslands árlega og velta vöngum yfir gangi mála. „Erlendar fyrirspurnir snúast mikið um hvar fólk á að leita læknisaðstoðar á Íslandi. Síðan eru nokkrir sem eru að leita að starfi. Þá veitum við fólki upplýs- ingar um íslenskar atvinnumiðl- anir,“ segir Alma. Að öllu jöfnu á ekki að vera flókið fyrir Norðurlandabúa að flytja á milli þessara landa. Hins vegar segir Alma að lög- gjöf í hverju landi fyrir sig geti valdið vanda. „Norðurlanda- samningarnir eru í aðal atriðum mjög góðir. Hins vegar er lög- gjöfin í hverju landi stundum ákveðin áskorun,“ segir Alma og nefnir sem dæmi þungaðar konur sem hafa misst rétt á fæðingar orlofi og Íslendinga sem flytja heim án pappíra til þess að komast á ný inn í almanna- tryggingakerfið. „Góður undirbúningur er aðal- málið. Þess vegna hvetjum við fólk eindregið til að leita til okkar og kanna alla málavexti áður en flutt er,“ segir Alma og bætir við að þjónustan eigi gott samstarf við yfirvöld á Íslandi. Þar nefnir hún meðal annars bæklinga sem dreifðir eru á vinnumiðl- anir, Lánasjóð íslenskra náms- manna og Hag- og skattstofu á Íslandi. „Við höfum haldið nám- skeið fyrir íslenska embættis- menn um Norðurlandasamning- ana. Það hefur gengið mjög vel og sem betur fer eru þeir vel að sér og í raun mun betur en flestir á hinum Norðurlöndunum.“ Upplýsingaþjónustan Halló Norðurlönd er til húsa að Óðins- götu 7. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5111808 eða á www. hallo norden.org - rh Flestir spyrja um Danmörku Alma Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá upplýsingaþjónustinni Halló Norður- lönd eða Hallo Norden, segir góðan undirbúning við flutning aðalmálið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Margt skal hafa hugfast við flutn- ing á gæludýrum. Þeir sem ætla að flytja gæludýr skulu til dæmis ganga úr skugga um að ferða- máti og staðsetning gæludýrsins í farartæki misbjóði hvorki heilsu þess né þoli meðan á flutningum stendur. Gæta skal þess að umbúnað- ur sé vandaður til þess að koma í veg fyrir hnjask eða meiðsli. Hitastig meðan á flutningi stend- ur skal miðast við eðliseiginleika dýrsins, svo sem hita- og kuldaþol. Þá er mælt með því að líta reglu- lega eftir dýrinu meðan á ferða- laginu stendur til þess að tryggja að vel fari um það. Ef dýr, til dæmis hundur, köttur eða nag- dýr, er flutt í ferðabúri er mælt með því að búrið sé með heilum botni og það rúmgott að dýrið geti staðið í því, snúið sér við, legið og hvílt sig. Þá er ráðlagt að hafa göt eða rimla á búrinu til þess að tryggja að dýrið fái nægt súrefni og að sama skapi útsýni. Óráðlegt er að dýrið sé lengur í búrinu en sex klukkustundir í senn. Ef ferðatíminn er lengri er mælt með því að dýrinu sé veittur aðgangur að fersku vatni eða fóðri og tækifæri til að hreyfa sig og at- hafna sig eftir þörfum. Óheimilt er að flytja gæludýr í farangursrými bifreiðar nema hægt sé að fylgjast með líðan þess úr farþegarými meðan á ferðalagi stendur. Bannað er að flytja veikt dýr eða slasað eða dýr sem komið er að fæðingu, nema til og frá dýralækni eða í sérstökum tilfellum. Sjá nánar á www. ust.is. - rve Flutningur gæludýra Ganga skal úr skugga um að umbúnaður dýranna meðan á ferðalagi stendur sé til fyrirmyndar. Óráðlegt er að gæludýr sé lengur í búri en sex klukku- stundir í senn í flutningum. 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.