Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 42
26 22. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is > Fylkismenn á förum til Ríga Fylkir tekur þátt í hinni umdeildu Intertoto-keppni í sumar en íslensku liðin sem hafa tekið þátt í þessari keppni hafa oftar en ekki misst fótanna í deildinni hér heima. Í fyrstu umferð keppninnar mun Fylkir etja kappi við lettneska liðið FK Riga og fer fyrri leikurinn fram ytra 21. eða 22. júní. Síðari leikurinn fer fram á Íslandi viku síðar. Sigur- vegarinn í rimmunni mætir síðan Bohem- ians frá Írlandi eða velska liðinu FC Rhyl. Þeir leikir eru áætlaðir í byrjun júlí. NBA Manu Ginobili var valinn besti sjötti maðurinn í NBA- deildinni með miklum yfirburð- um. Ginobili var valinn í fyrsta sæti á 123 seðlum af 124. Með öðrum orðum fékk hann 615 stig af 620 mögulegum þannig að enginn efast um að þetta val hafi verið rétt. Ginobili átti frábært tímabil með Spurs og var stigahæsti maður liðsins með 19,5 stig að meðaltali í leik, sem er hans besta á ferlinum. Hann var þess utan með 4,8 fráköst og 4,5 stoðsend- ingar að meðaltali í leik. Ginobili kom af bekknum í 51 af 74 leikjum Spurs í vetur. Þeir sem eru gjaldgengir í valið þurfa að hafa komið af bekknum í meiri- hluta þeirra leikja sem þeir hafa spilað. Leandro Barbosa hjá Phoenix varð annar með 283 stig, en hann hlaut þessi verðlaun í fyrra. Jason Terry hjá Dallas varð síðan þriðji en hann fékk 44 stig. - hbg Manu Ginobili: Besti varamað- urinn í NBA SNÆFELL-KEFLAVÍK 83-98 Stig Snæfells: Justin Shouse 23 (4 frák., 4 stoð), Jón Ólafur Jónsson 20 (5 frák.), Ingvaldur Magni Hafsteins- son 14 (7 frák. 3 stoð), Hlynur Bær- ingsson 12 (12 frák., 4 stoð), Sigurður Þorvaldsson 9, Anders Katholm 5 (5 frák.) Stig Keflavíkur: Tommy Johnson 27 (8 frák., 5 stoð), Bobby Walker 23 (6 frák., 7 stoð), Gunnar Einarsson 16, Anthony Susnjara 11, Magnús Gunnarsson 11, Þröstur Jóhannsson 4, Jón Nordal Hafsteinsson 3 (4 frák.), Sigurður Þorsteinsson 3 (9 frák.) Það má víða finna fyrir kreppunni þessa dagana og þar á meðal í íþróttalífinu á landinu. Fjölmörg félög eru byrjuð að halda að sér höndum og önnur eru í óða önn að endurskipuleggja reksturinn og lækka kostnað, ekki síst vegna launa. Handboltalið Stjörnunnar hafa verið aðsópsmikil á leikmannamörkuðum síðustu ár en nú er svo komið að í Garðabæ er byrjað að leysa leikmenn undan samningum. Bæði Heimir Örn Árnason og Hlynur Morthens hafa fengið þau skila- boð að þeir megi róa á önnur mið og Hlynur skrifaði undir samning við Gróttu í gær. „Það kom frekar flatt upp á mig að Stjarnan eiginlega vildi ekkert hafa mig lengur. Mér var bara boðið að fara þó svo að ég væri með samning. Ég væri ekkert inni í planinu hjá þjálfaranum og því mætti ég fara,“ sagði Hlynur Morthens en hann játar fúslega að tíðindin, sem hann fékk í síðustu viku, hafi ekki farið vel í sig í fyrstu. „Fyrst var ég verulega fúll því ég ætlaði að halda áfram og slá Roland út næsta vetur. Svona er þetta aftur á móti stundum og ekkert við því að gera.“ Hlynur skrifaði svo seinni partinn í gær undir samning við Gróttu en hann lék út á Nesi þegar Grótta og KR spiluðu saman undir einum fána. „Það kom fyrirspurn frá einu öðru liði en ég vildi fara í Gróttu. Ágúst hefur þjálfað mig áður hjá Gróttu og eftir að ég heyrði í honum var aldrei spurning að kýla á það. Mér leið alltaf mjög vel úti á Nesi. Topp- klúbbur þar sem vel er hugsað um allt,“ sagði Hlynur en það truflar hann ekkert að spila í næstefstu deild. Heimir Örn sagði við Fréttablaðið í gær að hann hefði enga ákvörðun tekið um sína framtíð. „Ég hefði nú helst kosið að þetta hefði ekki lekið út þannig að ég hefði getað unnið þessi mál í friði,“ sagði Heimir, sem neitaði því að vera í viðræðum við einhver félög en sagði mál sín væntanlega leysast á næstu misserum. Ljóst er að mörg lið munu bítast um þjónustu þess snjalla leikmanns. BRUNAÚTSALA HJÁ STJÖRNUNNI: HEIMIR ÖRN Á FÖRUM OG HLYNUR MORTHENS SEMUR VIÐ GRÓTTU Var verulega fúll út í Stjörnuna í fyrstu KÖRFUBOLTI Keflvíkingar sýna engin veikleikamerki á sér þessa dagana og geta nú tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heima- velli í Toyota-höllinni í Keflavík eftir sannfærandi 15 stiga sigur, 83-98, í Stykkishólmi í gærkvöld. Keflavík var með tökin á leiknum allan tímann og Tommy Johnson og Bobby Walker voru illviðráðan- legir í seinni hálfleik þar sem þeir skoruðu 31 af 50 stigum sínum. Tommy átti frábæran leik og var kosinn maður leiksins en hann var með 27 stig, 8 fráköst og 5 stoð- sendingar í gær. Keflavík hefur nú unnið fimm sigra í röð eftir að liðið lenti 0-2 undir í undanúrslita- einvígi sínu á móti ÍR. Snæfell skoraði fjögur fyrstu stigin en Keflavík tók síðan öll völd, komst síðan í 4-7 og 9-17 þar sem Gunnar Einarsson skoraði meðal annars átta stig á tveggja mínútna kafla. Keflavík var síðan fimm stigum yfir eftir fyrsta leik- hlutann, 14-19. Keflvíkingar héldu áfram frumkvæðinu út hálfleik- inn en heimamenn söxuðu jafnt og þétt á forskotið og munaði þar miklu um frábæra innkomu Jóns Ólafs Jónssonar sem skoraði 12 stig og hitti úr öllum skotum sínum í öðrum leikhluta. Tveir þristar í lok hálfleiksins, frá Anders Kat- holm og Justin Shouse, komu síðan muninum niður í tvö stig, 42-44, fyrir hálfleik. Tommy Johnson fór hamförum í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 16 stig og setti niður fjórar þriggja stiga körfur þar sem oft leit út fyrir að Snæfellingar tækju hann ekki alvarlega fyrir utan en hann var góður í að nýta sér það. Tommy átti mikinn þátt í að Kefla- víkurliðið var komið með níu stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 64- 73. Snæfellingar náðu að minnka muninn niður í sex stig í fjórða leikhluta, 83-89, en þeir komust ekki nær og Keflavík kom munin- um upp í 15 stig með því að skora 9 síðustu stigin í leiknum. Magnús Þór Gunnarsson, fyrir- liði Keflavíkur, var ánægður með stöðuna á sínu liði. „Við vorum alltaf yfir en þeir hætta aldrei. Við vorum mjög sterkir í hausnum í lokin. Við misstum stóru mennina okkar út af í villuvandræði en sem betur fer kom það ekki að sök í þessum leik. Við missum fjóra leikmenn út af með fimm villur en sýndum að það er alltaf til nóg af leikmönnum í Keflavík,“ sagði Magnús Þór í leikslok. „Við vorum með stærra hjarta en þeir. Ef við spilum jafn vel og við höfum verið að gera þá vinnum við pottþétt næsta leik. Það er enginn fingur kominn á bikarinn ennþá, við erum búnir að vinna tvo sigra en þurf- um einn í viðbót. Sá sigur kemur á fimmtudaginn,“ sagði Magnús áður en hann rauk í siguröskrin inni í klefa. „Þetta er gríðarlega svekkandi. Sóknarleikurinn okkar er hikandi og þeir eru að taka okkur á barátt- unni. Við höfum verið að vinna leikina þannig síðan Geof kom,“ sagði Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson, sem átti frábæran leik. Þriðji leikurinn fer fram í Toyota-höllinni í Keflavík á fimmtudaginn og þar getur Kefla- vík tryggt sér Íslandsmeistara- titilinn í níunda sinn og í fjórða sinn á sex árum. ooj@frettabladid.is Við vorum með stærra hjarta Magnús Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, segir að hjartað hafi verið stærra hjá Keflvíkingum í gær og spáir því að Keflavík landi titlinum á fimmtudag. Suðurnesjamenn unnu frábæran útisigur í gær, 83-98. STEMNING Trommusveitin, sem vaknaði af löngum dvala á dögunum, lét vel í sér heyra í Fjárhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FRÁBÆR Bobby Walker átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík í gær. Hann brýst hér framhjá Sigurði Þorvaldssyni, sem var ólíkur sjálfum sér og fann sig alls ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.