Fréttablaðið - 22.04.2008, Side 4

Fréttablaðið - 22.04.2008, Side 4
4 22. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR ALÞINGI Meginviðfangsefni efna- hagsstjórnarinnar eru að verja stöðu ríkissjóðs, styrkja stöðu útflutningsveganna og auka erlenda fjárfestingu. Þetta sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í utandagskrárumræðum um þjóð- hagsspár á Alþingi í gær. Sagðist hann margvíslega erlenda fjár- festingu koma til greina, ekki aðeins álver eða aðra stóriðju. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, gerði ólíkar þjóðahagsspár fjármálaráðu- neytisins og Seðlabankans að umtalsefni. Furðaði hann sig á að spá ráðuneytisins væri í öllum til- vikum bjartsýnni – eða í öllu falli ekki jafn svartsýn – og spá bank- ans; sama væri hvort horft væri til viðskiptahalla, hagvaxtar, lækk- unar fasteignaverðs eða gengis- styrkingar. Velti hann fyrir sér hvernig á því stæði að spá fjármálaráðu- neytisins væri til muna hagstæð- ari og hvort þörf væri á stofnun sem gæti gert trúverðuga þjóð- hagsspá. Árni Mathiesen sagði skýringu á ólíkum spám einfalda. Stofnan- irnar notuðust við mismunandi þjóðhagslíkön. Líkan ráðuneytis- ins byggði á tölum á ársgrundvelli en líkan Seðlabankans á ársfjórð- ungslegum tölum. Sagði hann ástæðulaust að tortryggja mis- jafnar niðurstöður og gera því skóna að pólitík réði þar einhverju um enda ritskoðaði hann ekki hag- fræðinga ráðuneytisins. Magnús Stefánsson Framsóknar- flokki hvatti til aðhalds í ríkisfjár- málum og sagði ástæðu til að endur meta forsendur fjárlaga. Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, sagði á hinn bóg- inn ekki ástæðu til slíks endur- mats; rekstur ríkisins fyrsta árs- fjórðunginn gæfi ekki tilefni til þess. Vel væri þó fylgst með þró- uninni. Jón Bjarnason VG sagði ólíkar spár fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans auka á ótrúverðug- leika og spurði hvort þessir tveir aðilar töluðu ekki saman. Á móti sagði Illugi Gunnarsson Sjálf- stæðisflokki það ekki til marks um trúverðugleika ef spárnar væru samhljóða. Bjarni Harðarson Framsóknar- flokki sagði tíma aðgerða runninn upp og Kristinn H. Gunnarsson Frjálslynda flokknum undraðist að fjármálaráðuneytið ætti þau svör ein við efnahagsvandanum að ráðast í stóriðjuframkvæmdir. bjorn@frettabladid.is FÉLAGSMÁL Íbúðalánasjóður lækk- aði í gær vexti á íbúðalánum sínum úr 5,5 prósent á lánum með upp- greiðsluálagi í 5,2 prósent og úr 5,75 prósent á lánum án upp- greiðsluákvæðis í 5,7. „Vextir Íbúðalánasjóðs taka mið af ávöxt- unarkröfu íbúðabréfa á markaði og henni stjórnuðum við vitanlega ekki. Eftirspurnin eftir slíkum bréfum er umtalsverð núna þegar verðbólga er mikil. Þá sækja menn í ríkistryggð skuldabréf,“ segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs byggir á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem haldið var 18. apríl ásamt fjármagnskostnaði upp- greiðslna verðbréfa Íbúðalána- sjóðs. Samtals bárust tilboð fyrir um 24 milljarða í íbúðabréfin en til- boðum var tekið fyrir um átta millj- arða. Guðmundur segir stjórn sjóðsins hafa sent félags- og tryggingamála- ráðherra tillögu um að vaxtaálag sjóðsins vegna uppgreiðslu áhættu verði hækkað um 0,25 prósent, úr 0,25 í 0,5 og hefur ráðherra fallist á þá tillögu. - mh Íbúðalánasjóður breytti vöxtum á lánum í kjölfar útboðs á íbúðabréfum: Lækkar vexti á lánum lítillega GUÐMUNDUR BJARNASON Í ÍBÚÐA- LÁNASJÓÐI Vaxtaákvörðun á lánum tekur mið af ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Verja þarf ríkissjóð og styrkja útflutning Formaður VG undrast ósamræmi í þjóðhagsspám fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans. Fjármálaráðherra segir muninn skýrast af ólíkum líkönum. Þingmaður Framsóknar telur ástæðu til að fjárlög ársins verði endurmetin. MÁLIN RÆDD Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, tókust á um ólíkar þjóðhagsspár fjármálaráðuneytisins og Seðlabank- ans á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 13° 12° 11° 13° 17° 18° 16° 10° 17° 22° 19° 12° 18° 22° 18° 28° 13° Á MORGUN 10-15 m/s syðst, annars 3-8 m/s FIMMTUDAGUR 5-10 m/s sunnan til, annars hægviðri 7 9 10 9 8 8 9 8 9 9 5 4 4 3 5 15 5 6 5 4 4 3 9 12 10 10 10 8 14 12 1011 SNÝST Í NORÐAN- ÁTT Á FÖSTUDAG Gangi langtíma- spárnar eftir eru horfur á að er nær dregur helgi halli hann sér í norðlægar áttir og þá með kólnandi veðri norðan til á landinu. Á föstudag léttir til á landinu sunnanverðu og á laugardag verður víða bjart syðra. Nyrðra eru horfur á einhverri úrkomu. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur AFGANISTAN, AP Einungis 35 prósent skólanemenda í Afganist- an eru stúlkur, og þótt fleiri nemendur séu skráðir í skóla er hlutfall kvenkyns nemenda ekki að hækka. Þetta kemur fram í könnun, sem hjálparsamtökin Care International hefur látið gera. Samtökin segja helstu ástæður þess að hlutfall stúlkna vex ekki vera skort á kvenkyns kennurum, fjölda skóla sem eingöngu eru ætlaðir drengjum, og menningar- legar hindranir, sem tengjast bæði íslamstrú og afgönskum hefðum. Á síðasta ári voru 5,4 milljónir afganskra barna skráðar í skóla, en í ár eru skólabörnin 6,2 milljónir. - gb Æ fleiri í skóla í Afganistan: Hlutfall stúlkna hækkar ekki AFGANSKIR SKÓLASTRÁKAR Strákar eru áfram fleiri en stúlkur í afgönskum skólum. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐSTEINN PARAGVÆ, AP Fernando Lugo, fyrrverandi kaþólskur biskup, er nýkominn á sjónarsviðið í stjórnmálum í Paragvæ. Hann vann engu að síður ótvíræðan sigur á hægrimönnum í forseta- kosningum á sunnudag. Frambjóðandi stjórnarflokks- ins, Blanca Olevar, hafði vonast til þess að verða fyrsta konan sem tæki við forsetaembætti landsins. Colorado-flokkurinn hefur farið með stjórnartaumana í Paragvæ síðan 1947, lengur en nokkur stjórnarflokkur veraldar. Lengi vel hafði flokkurinn alræðisvöld undir illræmdri einræðisstjórn Alfredos Stroessner, sem var steypt af stóli árið 1989. - gb Forsetakosningar í Paragvæ: Lugo vann auð- veldan sigur FERNANDO LUGO Ætlar að útrýma spillingu og óstjórn í efnahagsmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kjarnorkufarmur til Írans Stjórnvöld í Aserbaídsjan stöðvuðu í gær sendingu til Írans frá Rússlandi. Í sendingunni var tækjabúnaður ætl- aður til notkunar í Busheshir-kjarn- orkuverinu í Íran. Aserar vilja nánari upplýsingar um sendinguna áður en hún verður send áfram til Írans. ASERBAÍDSJAN FLUG Flugmaður sem var að koma frá Kanada til Keflavíkur lenti á sunnudagskvöld í vandræðum með eldsneytiskerfi vélarinnar. Skömmu síðar rofnaði allt samband við flugvélina. Hóf Landhelgisgæslan þá undirbún- ing björgunaraðgerða og fór þyrla af danska varðskipinu Vædderen, sem statt var 135 mílur norðvestur af landinu, í loftið til leitar. Skömmu síðar tókst flugmanninum að koma þeim skilaboðum til skila, í gegnum aðra fluvél á svæðinu, að allt væri með felldu og lenti hann á Keflavíkurflugvelli síðar um nóttina. - ovd Flugmaður á leið frá Kanada: Í vandræðum með eldsneyti Nato hvetur til samninga Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, hvetur Makedoníu til að semja sem fyrst við Grikkland um lausn á deilu ríkjanna varðandi nafn Makedóníu, þannig að Makedónía geti gengið í NATO á sama tíma og Albanía og Króatía. MAKEDÓNÍA GENGIÐ 21.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 152,5092 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,94 75,3 148,52 149,24 118,96 119,62 15,938 16,032 14,959 15,047 12,666 12,74 0,7245 0,7287 122,83 123,57 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.