Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 46
30 22. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. ofstopi 6. í röð 8. laus greinir 9. kúgun 11. mun 12. hengingartré 14. safna saman 16. ónefndur 17. forað 18. trjátegund 20. þys 21. stunda. LÓÐRÉTT 1. ílát 3. íþróttafélag 4. eyja í Miðjarð- arhafi 5. svelg 7. skái 10. angan 13. útdeildi 15. svari 16. neitun 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. ofsi, 6. rs, 8. hið, 9. oki, 11. ku, 12. gálgi, 14. smala, 16. nn, 17. fen, 18. eik, 20. ys, 21. iðka. LÓÐRÉTT: 1. trog, 3. fh, 4. sikiley, 5. iðu, 7. skásnið, 10. ilm, 13. gaf, 15. ansi, 16. nei, 19. kk. Spaugstofumenn hafa nú geng- ið frá samkomulagi við Þórhall Gunnarsson dagskrárstjóra þess efnis að Spaugstofan verði á dag- skrá Ríkissjónvarpsins næsta vetur. Verða þættir þeirra með óbreyttu sniði frá því sem verið hefur og hvíla á herðum þeirra Pálma Gestssonar, Karls Ágústs Úlfs- sonar, Sigurðar Sigurjónssonar og Örns Árna- sonar. Auk þess koma við sögu gestaleikarar. Síðasti þáttur þessara dáðu grínara verður á dagskrá næsta laugardag og má þá búast við flugeldasýningu. JóJó götulistamaður var eins og oft áður með kassagítar sinn í Austur- strætinu um helgina. JóJó er þeirrar sannfæringar að þegar hann spilar lækki tíðni ofbeldis og sjálfsagt ekki verri tilgáta en hver önnur. Meðal þeirra sem litu við voru Ásdís Rán í sumarskapi og sagði að miðað við brunarústirnar væri JóJó alveg milljón. Þá kastaði Hrafn Gunnlaugsson, sem var í fylgd suðrænnar þokkadísar, kveðju á Jójó og bað hann um að spila Wild Rover... sem var að sjálfsögðu auðsótt mál. Rithöfundurinn góði Eiríkur Örn Norðdahl hefur opnað nýja heimasíðu sem er bæði á ensku og íslensku. norddahl.org. Hann er búsettur í Finnlandi og er þaðan allt hið besta að frétta. Eiríkur Örn hyggst þó fljótlega leggja land undir fót, er á leið til New York og Brussel á listahátíðir sem þar eru haldnar. En sumrinu hyggst Eiríkur verja á heimaslóðum eða á Ísafirði. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Réttur dagsins á Grænum kosti er alltaf góður. Stundum gríp ég líka með mér mat þaðan ef ég er að fara á næturvakt. Þá er ég alltaf öfundaður af þeim sem borða bara brauð með osti.“ Siggi pönk, hjúkrunarfræðingur og anarkisti. „Það eru engar formlegar við- ræður hafnar. En við höfum fund- að nokkrum sinnum. Þeir hafa áhuga á okkur og við á þeim,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjón- varpsstjóri og eigandi ÍNN. Þreifingar eru í gangi milli ÍNN og kvikmyndafyrirtækisins True North um hugsanlega sam- einingu fyrirtækjanna. Ingvi Hrafn segir fulltrúa True North hafa fyrir nokkrum vikum komið á sinn fund. „Þeir hafa áhuga á að gerast eignaraðilar og þannig yrði búinn til samstarfsgrund- völlur.“ ÍNN er í hundrað pró- senta eigu Ingva Hrafns og fjöl- skyldu en Ingvi segist gjarnan vilja fá fleiri að stöðinni. Nú hefur hún verið í loftinu í ár og komin reynsla á hana. En þetta sé ekki eins manns verk að halda utan um stöðina. „True North eru ekki þeir einu sem hafa áhuga. Og ég vil gjarnan fá inn kannski tíu öfluga aðila sem eru á sömu línu og ég,“ segir Ingvi Hrafn og vísar þá til þess að ÍNN sé þver- pólitískur þjóðmálafarvegur þar sem gert er út á dýptina en ekki fimm til tíu mínútna viðtöl eins og sjá megi í Kastljósi eða Íslandi í dag. Sjálfur er Ingvi Hrafn nýlega lentur en hann var að koma frá Flórída. „Það er hellingur í gangi og vinur minn og samherji, Jón Kristinn Snæhólm, er fánaberinn í þessum viðræðum fyrir mig. Við eigum til dæmis í viðræðum við tuttugu íþróttafélög innan ÍSÍ – sérsambönd sem ekki eiga jafn greiða leið inn í íþróttafréttatíma og boltaíþróttirnar. Ég veit að ÍNN verður aldrei risastór sjón- varpsstöð en það er kominn tími til að efla hana enn frekar.“ - jbg Þreifingar milli ÍNN og True North INGVI HRAFN Hrafninn er lentur og nú er stefnt að eflingu ÍNN með aðkomu fleiri eigenda. „Hún var alveg eins og vön mann- eskja þegar hún brá sér á hjólið,“ segir Páll Friðriksson, kjötiðnaðar- maður og ljósmyndari á héraðs- fréttablaðinu Feyki á Sauðárkróki. Páll varð vitni að skemmtilegu atviki í opinberri heimsókn for- setahjónanna í Skagafirði í síðustu viku. Þá brá forsetafrúin Dorrit Moussaieff sér á hlaupahjól og þótti taka sig vel út. „Það var dag- skrá í íþróttahúsinu á þriðjudags- kvöld og það voru allir inni að bíða eftir forsetahjónunum. Ég var staddur fyrir utan ásamt nokkrum guttum og einn þeirra var með hlaupahjól. Dorrit vildi ólm fá að prófa hjólið og áður en maður vissi var hún komin af stað. Hún tók nokkra hringi og bar sig fagmann- lega að,“ segir Páll. Ekki er nema mánuður síðan Páll byrjaði að taka myndir fyrir héraðsfréttablaðið Feyki. Honum var því nokkur heiður sýndur með því að fá að fylgja forsetahjónun- um eftir í opinberri heimsókn þeirra. „Jú. Þetta var mjög gaman. Ég var með þeim allan þriðjudag- inn og þau vöktu gríðarlega athygli. Sérstaklega Dorrit, hún er algjör segull á athyglina.“ - hdm Dorrit þrælvön á hlaupahjóli FORSETAFRÚ Á HLAUPAHJÓLI Dorrit Moussaieff brá á leik á Sauðárkróki í síðustu viku. MYND/PÁLL FRIÐRIKSSON/FEYKIR faste ignir10. SEPTEMBER 2007 Fasteig nasala n Húsa kaup h efur til sölu t vílyft raðhús byggð á skjó lsælum stað á Arnar nes- hæðin ni. N útíma leg t vílyft raðh ús í fúnkí s-stíl með mögu leika á fim m sv efnhe rberg jum. Húsin eru ý mist klædd flísum eða b áraðr i álklæ ðn- ingu s em tr yggir lágm arksv iðhald . Hús in eru alls 2 49 ferme trar m eð bí lskúr og e ru af hent tilbúi n til inn- réttin ga. Arnar neshæ ðin er vel s taðse tt en hverf ið er bygg t í suðu rhlíð og lig gur v el við sól o g nýt ur sk jóls f yrir norða nátt. Stutt er í h elstu stofn braut ir og öll þj ón- usta í næst a nág renni . Hér e r dæm i um lýsing u á e ndara ðhúsi : Aða linn- gangu r er á neðr i hæð . Gen gið e r inn í fors tofu o g útfrá miðju gangi er sa meigi nlegt fjölsk yldur ými; eldhú s, bor ð- og setus tofa, alls r úmir 50 fe rmetr ar. Útgen gt er um st óra re nnihu rð út á ver önd o g áfra m út í g arð. N iðri e r einn ig bað herbe rgi, g eyms la og 29 fm bí lskúr sem er inn angen gt í. Á efri hæð e ru þr jú mjög stór s vefnh erber gi þar af eit t með fatah erber gi, baðhe rberg i, þvo ttahú s og s jónva rpshe rberg i (hön n- un ge rir rá ð fyr ir að loka m egi þ essu rými og no ta sem f jórða herb ergið ). Á e fri hæ ð eru tvenn ar sva lir, frá h jónah erber gi til aust urs o g sjó nvarp sherb ergi til ve sturs . Han drið á svölu m eru úr he rtu gl eri. Verð frá 55 millj ónum en n ánari upplý singa r má finna á ww w.arn arnes haed. is eða www .husa kaup. is Nútím aleg fú nkís h ús Tvílyft raðhú s í fún kís-stí l eru t il sölu hjá fa steign asölun ni Hús akaup um. ATH ÞJÓNUS TA OFAR Ö LLU og sk ráðu eignin a þína í sölu hjá o kkur HRIN GDU NÚNA 699 6 165 Bóas Sölufu lltrúi 699 6 165 boas@ remax .is Gunn ar Sölufu lltrúi 899 0 800 go@re max.is Stefá n Páll Jóns son Löggi ltur fa steign asali RE/M AX Fa steign ir Engja teig 9 105 R eykja vík Þanni g er m ál með v exti .. . að þa ð er h ægt a ð létt a grei ðslub yrðina . NBUR ÐUR Á LÁNU M NDAÐ LÁN * * ÍBÚÐ ARLÁ N 20.00 0.000 5% „Við höfum ekkert á móti Euro- vision, ég vona sjálfur að Serbía vinni á ný. En ef einhver reynir að standa fyrir einhvers konar gay- pride göngu þá verður slíkt stöðv- að með valdi. Samkynhneigð er árás á serbnesku þjóðina og það er okkar hlutverk að verja þjóðina fyrir henni,“ segir Mladin Obrad- ovich, einn æðsti maður í serb- nesku hægri samtökunum Obraz, í samtali við Fréttablaðið. Í sænska dagblaðinu All-Svenska er haft eftir félaga Mladin í Obraz, Damir Grbic, að þeir muni halda vöku sinni ef einhverjir sýni samkyn- hneigð sína á götum úti og stöðva slíkt með ofbeldi. Mladin vildi ekki taka svo djúpt í árinni en beindi því til homma og lesbía að þeir ættu að halda sig inni. Samtökin Obraz eru opinber- lega á móti samkynhneigð. Mladin segir samkynhneigð einfaldlega vera af hinu illa. „Allir þeir sem reyna að flagga sinni samkyn- hneigð á opinberum vettvangi verða stöðvaðir af samtökunum. Við líðum ekki samkynhneigð í Belgrad,“ bætir Mladin við. Sigur- vegari síðasta árs, söngkonan Marija Šerifovic, olli nokkru fjaðrafoki meðal Eurovision-aðdá- enda á þessu ári er hún lýsti yfir stuðningi við hægrisinnaða í Ser- bíu fyrir kosningarnar í ár. Mladin gefur lítið fyrir þær sögusagnir að Marija sé lesbía eins og margir aðdáendur keppninnar hafa viljað halda fram og hafði bara fyrir skömmu rekist á blaðaviðtal við hana þar sem hún sagðist vilja giftast og eignast börn. „Annars verður þú bara að tala við hana sjálfa um þau mál.“ Mladin tekur samt skýrt fram að samtökin hafi ekkert á móti Eurovision og vill lítið tjá sig þegar það er borið undir hann hvernig honum lítist á Eurovision, í ljósi þess að samkynhneigðir hafa verið áberandi meðal áhorf- enda og þátttakenda undanfarin ár. Hann tjáði Fréttablaðinu að þeir myndu ekkert aðhafast í kringum Eurovision nema: „Þeir sem reyna að skapa einhvers konar grundvöll fyrir Gay Pride verða stöðvaðir með öllum tiltæk- um ráðum.“ Jónatan Garðarsson, tals- maður Eurovision-hópsins, segir að öryggisgæslan í Belgrad verði gríðarlega mikil, einmitt vegna hópa eins og Obraz. „Og það er í hlutverki okkar sem höfum farið oftar að gera þátttakendun- um grein fyrir alvarleika máls- ins,“ segir Jónat- an, en eins og kunnugt er eru nokkrir sam- kynhneigðir í íslenska föru- neytinu. Jónatan hefur marga fjöruna sopið, var með Eurovision- förunum í Úkraínu þegar appelsínugula byltingin stóð sem hæst og í Istanbul 2004 þegar þar höfðu nýverið verið framin hryðjuverk. Hann segir að öryggis- gæslan verði hins vegar meiri og reglur stífari vegna ástandsins í Serbíu. „Við verðum látin gista á sérstökum hótelum og eigum að fylgja opinberri dagskrá til hlítar. Þegar ég fór þangað út nýverið fengum við til að mynda ekki að fara niður í miðborgina án þess að vera í sérstökum rútum með lögreglubíla báðum megin,“ bætir Jónatan við. „Maður veit náttúrlega aldrei fyrirfram hvernig málin æxlast en vonandi geng- ur þetta allt saman vel.“ freyrgigja@frettabladid.is MLADIN OBRADOVICH: SAMKYNHNEIGÐ ER GLÆPUR GEGN SERBUM Stíf öryggisgæsla fyrir samkynhneigða í Serbíu OBRAZ Félagar í hægrisamtökunum Obraz hafa verið áberandi í serbnesku þjóðlífi en þeir hreykja sér af því að hafa stöðvað Gay Pride-göngur í Belgrad. NORDICPHOTOS/AFP ALVARLEGT MÁL Jónat- an Garðarsson segir það hlutverk hinna eldri og reyndari í Eurovision að fræða þátttakendur um alvarleika málsins. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. 4,9 prósent. 2. Maís og hamp. 3. Vancouver Whitecaps í USL- deildinni í fótbolta í Kanada.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.