Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 8
8 22. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR VEISTU SVARIÐ? TÓKÝÓ, AP Kínverskir öryggis- starfsmenn sem hafa fylgt ólympíu- eldinum eftir víða um heiminn verða ekki velkomnir í Japan þegar hlaupið verður með kyndilinn í borginni Nagano 26. apríl. Kyndilhlauparar annarra landa hafa kvartað yfir því hversu ágeng- ir Kínverjarnir hafa verið við störf sín. Þykja þeir ekki hafa gefið hlaupurunum nægilegt pláss til að athafna sig auk þess sem þeir hafa hrópað til þeirra skipanir. Einn þeirra gekk svo langt að rífa ennis- band með mynd af tíbetska fánan- um af einum hlauparanum. Í stað þess að njóta aðstoðar sjö kínverskra öryggisvarða fá tveir opinberir starfsmenn frá Kína að hlaupa meðfram kyndilberanum og kveikja eldinn í kyndlinum ef á honum slokknar. Á blaðamanna- fundi á dögunum sagði talsmaður japanskra stjórnvalda að þjóðin þyrfti ekki á aðstoð annarra landa að halda varðandi öryggisgæsluna. Talið er að um þrjú þúsund jap- anskir lögreglumenn og öryggis- verðir verði til taks þegar hlaupið fer fram. Síðan hlaupið með kyndilinn hófst í Grikklandi 24. mars hafa kröftug mótmæli gegn meðferð Kínverja á Tíbetum staðið yfir í mörgum borgum, þar á meðal London, San Francisco og París, þar sem mótmælendum tókst að slökkva eldinn fjórum sinnum. - fb Japanir ætla sjálfir að passa upp á ólympíueldinn í borginni Nagano: Afþakka aðstoð Kínverja PASSA UPP Á ELDINN Mótmælendum tókst að slökkva ólympíueldinn fjórum sinnum þegar hlaupið var með kyndil- inn í París. Japanar ætla ekki að láta það endurtaka sig. ÓLAFSFJÖRÐUR Áætlað er að tvö til fjögur ný störf skapist á Ólafs- firði á næstunni þegar Sparisjóð- ur Ólafsfjarðar tekur að sér vinnslu verkefna fyrir fyrirtækið Creditinfo Ísland. Jón Björnsson sparisjóðsstjóri og Hákon Stefánsson, starfandi stjórnarformaður Creditinfo Ísland, skrifuðu undir samning þess efnis í gær. Undirritunin verður að teljast harla óvenjuleg því skrifað var undir samninginn á toppi fjallsins Múlakollu í 984 metra hæð. Ýmsir góðir gestir voru með í för og nutu útsýnisins í blíðskaparveðri. - þo Ný störf á Ólafsfirði: Skrifað undir í 984 metra hæð ELETROLUX - CONVOTHERM JÖNI - INCOLD ZANUSSI - ALTO SHAAM Jóhann Ólafsson & Co. Sundaborg 9-11 - 533-1900 www.olafsson.is Spurt um erfðabreyttan mat Kolbrún Halldórsdóttir VG spyr umhverfisráðherra hvers vegna ekki hafi enn verið sett reglugerð um merk- ingu erfðabreyttra matvæla. Einnig hvað valdi drætti á útgáfu fræðslu- bæklings um erfðabreytt matvæli. ALÞINGI Lóðum úthlutað Sjö lóðum við Reynisvatn í landi Reykjavíkurborgar sem hafði verið skilað inn var endurúthlutað í gær. Rúmlega ellefu milljónir króna þurfti að greiða fyrir einbýlishúslóð- ina. SVEITASTJÓRNARMÁL NOREGUR Norðmenn senda stöðugt fleiri fanga til að afplána dóma í heimalandinu. Í fyrra sendu Norð- menn 260 norræna fanga til heima- lands síns til að afplána fangelsis- dóma en fengu 169 fanga í norsk fangelsi frá nágrönnum sínum á hinum Norðurlöndunum, að sögn norska dagblaðsins VG. „Endurhæfingin gengur miklu betur í heimalandinu. Við verðum líka að koma í veg fyrir að fólk sitji í norskum fangelsum og skipu- leggi glæpastarfsemi á norsku landi,“ segir Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs. Einn af hverjum fjórum föngum í Noregi er útlendingur. - ghs Norðmenn semja við stjórnvöld í Evrópu: Senda fanga heim Lyfjameðferð dregur úr fíkniefnaneyslu Þeir sem eru með ofvirkni og athyglisbrest eru líklegri til að ánetjast fíkniefn- um segir prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. Faglegri greiningu þarf fyrir fullorðna og leita þarf fleiri lausna en meðferðar með örvandi lyfjum. GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Vandamál hafa komið upp þegar fíklar sem hafa verið greindir með ADHD leita aðstoðar og vilja fá við því örvandi lyf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEILBRIGÐISMÁL Enginn vafi er meðal vísindamanna heims um að fólk með athyglisbrest og ofvirkni, eða ADHD eins og röskunin er venjulega kölluð, er mun líklegra en aðrir til að ánetjast ávanabind- andi efnum, svo sem tóbaki, áfengi eða vímuefnum. Það þykir hins vegar sýnt að meðhöndlun á röskuninni dragi verulega úr þessum áhættuþætti. Þetta er meðal þess sem kom fram í fyrirlestrum þeirra Timothy Wilens, prófessors í geð- lækningum við læknadeild Har- vard-háskóla, og Matthíasar Hall- dórssonar aðstoðarlandlæknis sem þeir fluttu á málþingi í Háskóla Íslands á föstudag. Yfir- skrift fundarins var tengsl ADHD og lyfjamisnotkunar. Wilens varaði þó við því að fíkl- um og föngum væru gefin örv- andi lyf þegar þeir væru með- höndlaðir við ADHD heldur ætti að leita annarra lausna. Í fangels- um á Íslandi er það fyrirkomulag fyrir hendi. Vangaveltur eru um hvernig beri að meðhöndla fíkla sem leita á geðdeildir en hafa greiningu á ADHD og ættu því að geta fengið meðferð með örvandi efnum. Sigurður Örn Hektorsson, geð- læknir á áfengis- og vímu- efnadeild Landspítalans, ræddi um nauðsyn þess að faglega væri staðið að greining- um á fullorðnum með ADHD og meðhöndlun við henni. Rannsóknir á ADHD og lýsingar á einkennum miðuðust enn sem komið væri aðallega við börn og unglinga þótt þetta sé ein mest rannsakaða geð- röskun sem um getur að sögn Matthíasar. Þá spurði Matthías um niður- stöður nýrra bandarískra rann- sókna á athyglisbresti með ofvirkni hjá börnum sem þykja benda til þess að langtímaáhrif lyfjanna Concerta og Rítal- íns séu lítil. Eftir að niður stöðurnar voru kynntar sagði William Pelham, prófessor við Buffalo-háskóla í New York-ríki sem stjórnaði rannsókninni, að ekki væru vísbendingar sem sýndu að lyfjagjöf væri betri til langs tíma en engin meðferð. „Einu ráðin sem ég get gefið við vangaveltum sem leita á fólk eftir að hafa heyrt um niðurstöður þessara rannsókna er að hunsa þær,“ sagði Wilens eftir að Matthías hafði borið upp spurn- ingu sína. Wilens útskýrði því næst að í Harvard hefðu færustu fagmenn ekki getað skilið þá töl- fræði sem beitt var við rannsóknir Pelhams og því væri ástæðulaust að taka þær alvarlega. „Fréttir af niðurstöðum þessara rannsókna hafa vissulega fengið mann til að velta þessum málum alvarlega fyrir sér en ég sé ekki ástæðu til annars en að treysta orðum Wilens,“ sagði Matthías á eftir og útskýrði að hann væri einn virtasti sérfræðingur heims á þessu sviði. karen@frettabladid.is DR. TIMOTHY WILENS MATTHÍAS HALLDÓRSSON 1. Hversu hátt hlutfall lands- manna treystir Seðlabanka Íslands mjög vel? 2. Hvaða nýju afurðir ætla bændur í Eyjafirði að rækta í sumar? 3. Hvaða lið þjálfar Skaga- maðurinn Teitur Þórðarson, og í hvaða deild keppir það? SJÁ SVÖ Á SÍÐU 30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.