Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 16
16 22. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fleipur Margt má segja um Hallargarðinn við Fríkirkjuveg. Til dæmis að hann sé fallegur og að saga hans sé merk. Af þeim ástæðum – og svo sem fleirum – má segja að vert sé að varðveita hann í núverandi mynd. Það er hins vegar ofmælt hjá Þorleifi Gunnlaugs- syni, borgarfulltrúa VG, í grein í Fréttablaðinu í gær að Hallargarður- inn sé „helsta útivistarperla Reykvík- inga“. Fólk sækir helstu útivistarperlur Reykvíkinga. Það fer í Laugardalinn, Nauthólsvík, Öskjuhlíð, Elliðaárdal- inn, Fossvogsdalinn, Hljómskála- garðinn, Heiðmörk, Viðey. Það er sjaldan fólk í Hallargarðinum. Þess vegna nær hann því ekki að vera útivistarperla. Hvað þá helsta útivistarperla Reykvíkinga. Óboðlegt Það er annars til marks um dugleysi borgaryfirvalda að í fjórgang hefur borgarráð slegið á frest að afgreiða samning um sölu Fríkirkjuvegar 11. Borgin auglýsti húsið til sölu og sá sem bauð best vill leggja nýjan veg að því. Sá vegur þyrfti að liggja um hluta Hallargarðsins. Vel má vera að það sé dónaskapur og yfirgangur að vilja leggja slíkan veg. Líka má vel vera að það sé hið eðilegasta mál. Hvað sem mönnum finnst þurfa borgar- yfirvöld að klára málið. Fólk var kjörið í borgarstjórn til þess að taka ákvarðanir. Er úttektin ekki hafin? Valgerður Sverrisdóttir, varaformað- ur Framsóknar, er súr yfir útkomu flokksins í fylgiskönnun Fréttablaðs- ins. Hún segir stöðuna grafalvarlega og vonbrigði. „Við verðum að taka okkur á og fara í úttekt á því hvað gera skal,“ segir hún. Þetta hefur heyrst áður. Alveg frá síðustu kosn- ingum. Enda úrslit þeirra hörmung fyrir flokkinn. Þáverandi formaður boðaði úttekt, núverandi formaður boðaði líka úttekt. Einhver skyldi ætla að slík úttekt væri hafin. Og jafnvel vel á veg komin. En svo er greinilega ekki. Hefur forysta Framsóknarflokksins eitt- hvað að óttast sem komið gæti í ljós við úttekt? bjorn@frettabladid.is Sunnudaginn 20. apríl sl. birtist í Fréttablaðinu viðtal við Vilhjálm Egilsson, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífsins. Hann varpar sem fyrr fram fullyrðingum sem tæplega fá staðist og er ekki fremur en áður beðinn að skýra orð sín né að lýsa hvernig hann ætlar að draga úr verðbólgu með slakari peningastefnu. Af málflutningi hans undan- farna mánuði og misseri verður ekki önnur ályktun dregin en sú að hann hefði fremur kosið meiri verðbólgu en minni og að kjarabætur sem hann hefur samið um fyrir hönd samtaka sinna yrðu teknar til baka í formi verðbólgu. Ábyrgð Vilhjálms er mikil og nær væri að hann styddi viðleitni Seðla- bankans og annarra til þess að koma böndum á verðbólgu og endurvinna stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Það er brýnasta hagsmunamál fyrir- tækja og heimila. Víst er að minna aðhald peninga stefnunnar myndi ekki draga úr verðbólgu. Sömu uppgjörsreglur Ég ætla ekki að elta ólar við málflutning Vilhjálms hér en hlýt þó að víkja að einu atriði. Hann segir Seðlabankann stórlega ofmeta nettóskulda- stöðu þjóðarbúsins við útlönd og leggur áherslu á að bankinn stígi fram og viðurkenni að hann hafi ekki verið með réttar tölur. Seðlabankinn hefur ítrekað gert grein fyrir því að greiðslu- jöfnuð og skuldastöðu við útlönd gerir hann upp samkvæmt alþjóðlegum stöðlum líkt og allar aðrar þjóðir. Í því uppgjöri eru fjármunaeignir metnar á markaðsverði þar sem því er til að dreifa, annars á bókfærðu verði. Allir fylgja sömu upp- gjörsreglum enda er það forsenda þess að hægt sé að bera saman tölur á milli landa. Seðlabankinn hefur á hinn bóginn oft nefnt að erlenda skuldastaðan kunni að vera ofmetin. Mat á óskráðum eignum Í Peningamálum sem gefin voru út 10. apríl sl. birtist grein eftir Daníel Svavarsson, hagfræðing í Seðlabankanum, þar sem beitt er áþekkum aðferðum og notaðar hafa verið annars staðar til þess að meta verðmæti erlendra eigna sem ekki eru skráðar á markaði. Annars staðar hafa þessir útreikningar verið kynntir til skýringar þegar munur hefur verið á þeim og hinu opinbera uppgjöri, eins og hér var gert nú. Auðvitað verður að hafa fyrirvara á nákvæmni þessara útreikninga þar sem þeir fela í sér mat á markaðsverði eigna sem ekki eru skráðar á markaði og þar með ekki til markaðsverð á. Niðurstaða Daníels er hins vegar sú að miðað við áætlað markaðsverðmæti beinnar fjármunaeignar innlendra aðila í útlöndum og erlendra aðila hér á landi var hrein erlend staða þjóðarbúsins við útlönd í lok þriðja ársfjórðungs 2007 neikvæð um sem nemur 27% af vergri landsframleiðslu en ekki 120% eins og hið opinbera og alþjóðlega viðurkennda uppgjör sýnir. Líklegt er þó að hlutföll á milli markaðsverðs og bókfærðs verðs skráðra eigna, sem notuð eru til að meta verðmæti óskráðra eigna, feli í sér eitthvert ofmat á söluverði eigna vegna þess að seljanleiki óskráðra eigna er minni en skráðra. Afsökunarbeiðni ekki þörf Þótt ekkert verði fullyrt um hve miklu betri nettóskuldastaðan er en birtist í hinu opinbera og viðurkennda uppgjöri benda útreikningarnir til þess að nettóskuldir þjóðarbúsins séu mun minni en uppgjörið gefur til kynna. Þessar ótvíræðu vísbendingar eru auðvitað jákvæðar og rétt að vekja á þeim athygli eins og gert er í Peningamálum nú. Seðla- bankinn þarf hins vegar ekki að viðurkenna neina villu eða biðjast afsökunar á neinum tölum í þessum efnum. Hann gerir upp samkvæmt sömu reglum og aðrir og birtir til frekari skýringar vandaða greiningu á þáttum sem hið opinbera uppgjör nær ekki að fanga, líkt og annars staðar hefur verið gert. Ekki verður séð hvað Vilhjálmi Egilssyni gengur til með málatilbúnaði sínum. Höfundur er bankastjóri Seðlabanka Íslands. Í tilefni af viðtali við Vilhjálm Egilsson INGIMUNDUR FRIÐRIKSSON Í DAG |Efnahagsmál UMRÆÐAN Lúðvík Gizurarson skrifar um efna- hagsmál Samkvæmt fréttum vilja margir hér á landi hafa viðskipti sín í evrum. Greinarhöfundur telur að opna eigi þennan möguleika hægt og rólega. Besta leiðin væri sú, að stór og ríkur evru-banki í Evrópu setti hér upp útibú, sem væri eingöngu með viðskipti í evrum og hefði í gegnum eiganda sinn í Evrópu óbeinan aðgang að seðlabanka evrunnar. Sett fram sem tillaga um vitræna aðgerð í öllu ruglinu hér í dag. Svo hlaupið sé úr einu í annað, þá þarf að nota önnur meðul en stýrivexti til að hafa hemil á verðbólgunni. Örugglega hafa háir stýrivextir öfug áhrif. Háir stýrivextir draga hingað erlent lánsfé, sem er svo dælt út með okurvöxtum til að græða á. Valda þenslu. Með lækkun núverandi stýrivaxta vilja erlendir okurlánasjóðir ekki lána okkur lengur og allt dregst saman. Verðbólgan lækkar og allt verðlag. Lægri vextir lækka allt verðlag. Gott dæmi um verðbólgu höfum við þessa dagana. Ríkissjóður gæti lækkað bensín og dísilolíu niður í rúmar 100 kr. og lækkað þannig verðbólgu í þjóðfé- laginu. Ríkissjóður tapaði að vísu tekjum í bili alla vega, en er skuldlaus og hefur vel efni á þessari lækkun á tekjum með því að fella niður föst gjöld sín. Allir nota bensín og barnafjöl- skyldur oft einna mest. Nú hækkar matvara handa börnum og kæmi lækkun á bensíni á móti. Hækkun stýri- vaxta hækkar bæði mat og bensín. Fasteignamarkaðurinn má ekki hrynja (30%) eins og Seðlabankinn spáir. Það nálgast glæp. Er aleiga fólks. Finna þarf nýjar leiðir til að hús og íbúðir geti gengið kaupum og sölum án þess að skapa verðbólgu. Þetta er algjör grundvöllur hagkerfis almennings. Stöðugleiki þarf að vera í þessum viðskiptum. Til að sýna lit gæti ríkið greitt niður (um 2-3%) vexti Íbúðalánasjóðs með vaxtabótum. Sleppa þeim á móti. Fá fólk til að trúa að eitthvað geti lækkað en kaup hækkað. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Evru-banki og önnur meðul LÚÐVÍK GIZURARSON Vor í Kaupmannahöfn! Come2 Scandinavia er með tvær íbúðir í miðborg Kaup- mannahafnar. Einungis 15mín gangur að Ráðhústorgi. Þetta er frábær og ódýr lausn fyrir hópa og fjölskyldur sem vilja hafa það gott yfir helgi eða viku í Köben. Erum einnig með góð verð á bílaleigubílum. Nánari upplýsingar á www.come2scandinavia.com Sími: +45 3325 6425 • Netfang: info@come2scandinavia.com Þ að er auðvelt að sjá um reksturinn og skila góðu búi þegar vel árar og skattpeningarnir hrannast nánast hraðar inn en hægt er að eyða þeim. Þannig hefur ástandið verið í góðæri undanfarinna ára, en nú reynir á. Almenningur fær fá haldreipi vonar í því svartsýnis- tali sem einkennir umfjöllun um íslenskt efnahagslíf. Á stuttum tíma féll krónan um meira en tuttugu prósent, seðlabankastjóri talaði um að húsnæðisverð myndi dragast saman um þrjátíu pró- sent og heyra mátti af áhyggjum af verðbólgu og atvinnuleysi. Það er ekki að undra að almenningur sé uggandi um sinn hag og vilji fá að vita hvað ríkisstjórnin ætli að gera í málinu. Skoðanakönnun Fréttablaðsins frá því um helgina sýnir að mestu sveiflurnar séu á fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna. Samfylking missir átta prósentustig, en Vinstri græn bæta við sig sjö. Sumir hafa reynt að benda á að þessi tilfærsla á fylgi stafi af umræðum um álversframkvæmdir, eða því að ráðherrar Sam- fylkingarinnar séu aldrei á landinu. Þessir þættir geta átt sinn hlut, en meginskýringin liggur í því sem skiptir alla kjósendur, alltaf, mestu máli; stöðu efnahagslífsins og væntingum þar um. Þegar blikur eru á lofti um það hvort hægt verði á sama tíma að ári að borga af húsinu, báðum bílunum og sumarbústaðnum, auk þess að hafa efni á utanlandsferðunum og tómstundastarfi barn- anna, þá minnka áhyggjur af fossum og ósnortnu landsvæði. Þegar horfurnar eru svartar, líkt og nú er talað um, minnkar stuðningur við ríkisstjórnina og þá flokka sem hana skipa. Það sem er því áhugavert nú er af hverju fylgi Sjálfstæðisflokksins sveiflast ekki meira á milli kannana og af hverju Framsóknar- flokkur og Frjálslyndi flokkurinn eru ekki að bæta við sig fylgi umfram skekkjumörk, en sveiflur hjá öllum þrem flokkunum eru innan við þrjú prósentustig á milli kannana. Nú ætti að vera gósentíð hjá litlu stjórnarandstöðuflokkunum tveimur, Framsókn og Frjálslyndum, að sækja inn á óánægða kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Síðastnefndi hópurinn virðist eiga í fá hús að vernda þessa dagana, þrátt fyrir að vera ugg- andi um sinn hag og stjórnun efnahagsmála. Það er til lítils fyrir óánægða sjálfstæðismenn að segjast ætla að kjósa samstarfs- flokkinn í ríkisstjórn og þrátt fyrir drauma örfárra einstaklinga um einstakt samstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er bilið milli flokkanna of stórt fyrir kjósendur að flakka þar auð- veldlega á milli. Eftir stendur því valið milli Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins, en greinilegt er að hvorugur þeirra flokka þykir sá næstbesti. Þá er hvorugur flokkurinn að draga til sín óánægjufylgið frá Samfylkingunni, heldur rennur það þráðbeint til Vinstri grænna. Það hlýtur að vera nokkuð áhyggjuefni fyrir leiðtoga Fram- sóknar og Frjálslyndra að þeir eru ekki að ná óánægjufylginu til sín, og áleitin spurning hvað það er í málflutningi þeirra eða ímynd flokkanna sem veldur því að þeir virðist vera að fest- ast í sessi sem örflokkar á tíma sem ætti að vera gósentíð allra stjórnarandstöðuflokkanna. Fylgi flokka og efnahagsástandið: Ekki hægt að velja þann næstbesta SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.