Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 26
 22. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● fl utningar Fyrirtækið bilaflutningar.is flytur nánast hvað sem er þótt það leggi megináherslu á bílaflutninga að sögn Rúnars Sigurjóns- sonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Fyrirtækið flytur í raun nánast hvað sem er. Allt sem kraninn getur híft og bíllinn flutt fær far, hvort sem um ræðir glugga, hurðir, rétt- ingabekki, byggingarefni, trjágreinar, iðn- aðarhurðir og þar fram eftir götum,“ segir Rúnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins bilaflutningar.is, sem leggur þó mest upp úr bifreiðaflutningum. „Allir bifreiðaeigendur geta einhvern tím- ann lent í því að þurfa að láta að flytja bílinn sinn, til dæmis ef bifreiðin bilar eða viðkom- andi lendir í umferðaróhappi og þarf að koma ökutækinu á verkstæði,“ bendir Rúnar á. Bilaflutningur.is notast við Mercedes-Benz Vario 815 sem er sérhannaður til að flytja bíla og hafa eigendur fornbíla nýtt sér þjónustuna í miklum mæli að sögn Rúnars. „Við höfum flutt mikið af gömlum bílum og töluvert farið með bíla sem verið er að sand- blása. Þegar búið er að taka dekk og öxla undan þessu, þá er bara skelin eftir, en við getum flutt þetta á mjög öruggan og þægi- legan máta. Þá kemur kraninn sér líka sérstaklega vel. Þegar búið er að taka öll hjólin undan bílun- um þá hífum við boddíið upp á bíl hjá okkur. Síðan er það flutt á þann stað þar sem vinna á í boddíinu. Við erum með sérstakar græjur í það.” Sumir taka upp á því að draga bílinn sjálfir en Rúnar segir það geta verið varasamt og beinlínis hættulegt bæði fyrir þá sem ætla sér að draga bílinn og aðra vegfarendur. „Mörg ökutæki sem bila og þarf að draga burt, hafa skerta ökuhæfni og bremsugetu. Því nýrri sem bílar eru því líklegra er að ekki sé hægt að draga þá burt. Margir bílar, eins og þeir sjálfskiptu, eru þannig útbúnir í dag að það má bara alls ekki draga þá. Þá verður eitt- hvað ónýtt í skiptingu eða millikassa. Margir nýir bílar eru líka þannig úr garði gerðir að það er einfaldlega ekki gott fyrir drifbúnaðinn að þeir séu yfir höfuð dregnir. Margir hafa hreinlega valdið stórtjóni á bún- aði bíla með því að draga þá. Þetta eru oftast dýr tjón sem þarf að borga úr eigin vasa.“ Til marks um þá fjölbreyttu þjónustu sem fyrirtækið býður upp á, bætir Rúnar við að starfsmennirnir geti sótt bíla sem fólk hafi skilið eftir í miðbænum yfir helgi. „Svo er sæti fyrir einn eða tvo ef þeir vilja fljóta með,“ segir hann hress að lokum. - nrg Allt sem kraninn getur híft Rúnar segir að bilaflutningar.is flytji meira en bifreiðar. Í raun flytji starfsmenn fyrirtækisins allt sem kraninn getur híft. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Víða um heim tíðkast sá siður að gauka að flutningamönnum einum köldum úr kælinum og pitsusneið eftir vel unnin störf og mikinn burð milli húsa. Hvort sem einn öl er þakkar- votturinn, pitsan, eða bara súkkulaðimúffa og nýlagaður kaffisopi, er sjálfsögð kurt- eisi og einnig fallegt og vina- legt að þakka fyrir sig með persónulegri hætti en því að reiða út seðlabúnt eftir dags- verkið. Munum eftir að umb- una hjálpar hellum okkar, hvort sem það eru aðkeyptir flutningsmenn eða vinir og ættingjar, og stöndum klár með notalegan glaðning í lok flutningsdags. Takk fyrir hjálpina! Eftir burð þungra húsmuna er gott að gæða sér á pitsu. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.