Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 10
10 22. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR Veltipönnur - gufupottar eldavélar - kæliklefar gufuofnar - háfar Jóhann Ólafsson & Co. Sundaborg 9-11 - 533-1900 www.olafsson.is HEILBRIGÐISMÁL „Það sem kemur okkur helst á óvart er það að notkun nikótínlyfja er mun meiri hér en á hinum Norðurlöndunum. Miðað við það eru það vonbrigði hversu fáum tekst að hætta að reykja,“ segir Bára Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð. Nýlega voru kynntar niðurstöður rann- sóknar um reykingavenjur fólks á Íslandi og kannað sérstaklega hvað einkennir þá sem hafa reynt að hætta að reykja. Það er í fyrsta sinn sem slíkt er kannað hér á landi en Lýðheilsustöð hefur reglulega kannað hve margir reykja. Alls reykja 22 prósent Íslendinga á aldrinum 15 til 89 ára daglega og rannsóknin sýnir að 66 prósent reykingafólks höfðu reynt að hætta að reykja á síðustu tólf mánuðum. Sjötíu prósent þeirra sem tókst að hætta að reykja fengu enga sérstaka aðstoð en rúmlega 22 prósent notuðu reykleysislyf. Nokkuð stór hluti þeirra sem enn reyktu notaði enn nikótínlyfin sem ekki er í sam- ræmi við leiðbeiningar um notkun slíkra lyfja. „Niðurstöðurnar sýna að fólk vill hætta að reykja en flest bendir til þess að reykinga- lyfin duga ekki ein og sér. Fyrir mér staðfest- ir þetta að fólk þarf að fá stuðning og sú þjónusta þarf að vera aðgengilegri enda er vitað að með stuðningi og lyfjum eru tvöfalt meiri líkur á að einstaklingi takist að hætta að reykja,“ segir Bára og bætir því við að víða erlendis sé slík þjónusta í boði á heilsugæslustöðvum og lyfin jafnvel niður- greidd. - þo Margir nota reykingalyf en fáum tekst að hætta að reykja: Þeir sem vilja hætta að reykja þurfa aðstoð REYKLEYSISLYF Mörgum mistekst að hætta að reykja en halda samt áfram að nota lyfin samhliða reyking- unum. SÍÐUSTU DAGAR RÝMINGARSÖLUNNAR 40-70% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM TÆMIÐ HILLURNAR EKKI BUDDURNAR GILDIR Í VERSLUNUM OKKAR Í KRINGLUNNI OG SMÁRALIND SVALUR PISSAR Pissustrákurinn frægi í Brussel, höfuðborg Belgíu, hefur þarna verið klæddur upp sem teiknimynda- fígúran Svalur í tilefni þess að belgíska teiknimyndatímaritið Spirou, eða Svalur, er sjötíu ára. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Enn á ný berst Hill- ary Clinton fyrir lífi sínu í próf- kjörsbaráttu Demókrataflokks- ins. Kosið verður í Pennsylvaníu, þar sem kosið er um atkvæði 158 kjörmanna. Skoðanakannanir spá henni sigri, en sigurinn þarf þó að vera stór til að sannfæra leiðtoga flokksins um að hún eigi betri möguleika en Barack Obama gegn repúblikanum John McCain. Þau Obama og Clinton hafa verið á stanslausum þeytingi um ríkið síðustu dagana til að tryggja sér sem flest atkvæði. Á þeytingn- um hafa þau látið æ harðari orð falla hvort um annað. Obama tókst þó að hrósa and- stæðingi þeirra beggja, John McCain, með nokkuð óvæntum hætti: „Hvor demókratinn sem er væri betri en John McCain, en öll þrjú værum við betri en George Bush.“ Þetta kallaði strax á viðbrögð frá Clinton: „Við þurfum fram- bjóðanda sem tekst á við John McCain, en hvetur hann ekki áfram.“ Peningar halda áfram að streyma í kosningasjóði þeirra beggja, en Obama stendur þó mun betur að vígi fjárhagslega. Kosn- ingavélar hans söfnuðu 41 milljón dala í mars, og hann hefur 42 milljónir til umráða í þessum mánuði, en í herbúðum Clintons söfnuðust aðeins tuttugu milljónir dala og í byrjun apríl hafði hún úr níu milljónum að spila. Hins vegar skuldar kosningasjóður hennar rúmlega tíu milljónir, þannig að í raun er hún í mínus. Bandaríska fréttastofan Assoc- iated Press segir að Obama hafi nú tryggt sér stuðning 1.646 full- trúa á landsfundi Demókrata- flokksins í lok ágúst, en Clinton þykir samkvæmt sömu heimild eiga vísan stuðning 1.508 full- trúa. Í þessum tölum eru taldir með þeir „ofurfulltrúar“ sem þegar hafa lýst yfir stuðningi sínum við annan hvorn frambjóðandann. Til þess að hljóta útnefningu flokks- ins þarf atkvæði 2.025 fulltrúa. Eftir prófkjörið í Pennsylvaníu í dag eru enn eftir prófkjör í níu ríkjum með samtals rúmlega 400 kjörmenn. Síðustu prófkjörin verða ekki fyrr en í byrjun júní, hinn 1. júní í Púertó Ríkó og svo 3. júní í Montana og Suður-Dakóta. gudsteinn@frettabladid.is Clinton berst fyrir lífi sínu Nærri 160 kjörmenn eru í húfi í prófkjöri Demó- krataflokksins í Pennsylvaníu í dag. Hillary Clinton þarf á yfirburðasigri að halda til að eiga möguleika. ATKVÆÐAVEIÐAR Á GÖTUHORNI Hillary Clinton lét sig ekki muna um að stíga upp á kassa á götuhorni í York, fjörutíu þúsund manna bæ í Pennsylvaníuríki. Nú munar um hvert atkvæði. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.