Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. apríl 2008 11 FINNLAND Leynileg smáskilaboð, sem Matti Vanhanen, forsætisráð- herra Finnlands, sendi þáverandi unnustu sinni, Susan Ruusunen, árið 2006 berast nú til finnskra og sænskra fjölmiðla með birtingu í huga. Það er tímaritið Suur-Tuk- holma, eða Stór-Stokkhólmur, í Svíþjóð sem stendur að dreifing- unni. Smáskilaboðin eru stimpluð leynileg en Suur-Tukholma ætlar að birta þau í maí-blaðinu. Smáskilaboðin fylla tíu útprent- aðar blaðsíður. Forsætisráðherr- ann sendi Ruusunen SMS-skeytin árið 2006 meðan þau voru elsk- endur. Í þeim er fjallað um allt milli himins og jarðar, ástarsam- bandið, fyrir- ætlanir Ruus- unen um að opna veislu- þjónustu og áhyggjur for- sætisráðherr- ans. Einnig er hluti af yfir- heyrslu lögregl- unnar yfir Ruusunen vegna bókar sem hún skrifaði um samband sitt og ráðherrans. Í SMS-unum kemur fram að Vanhanen hafi hvað eftir annað reynt að fá Ruusunen til að hætta við að veita fjölmiðlum viðtal um samband þeirra. Í finnska dag- blaðinu Hufvudstadsbladet segir að ráðherranum hafi fundist hún koma inn á mjög náin atriði í sam- bandinu. Blaðið Suur-Tukholma ætlar að birta öll SMS-in í maí-tölublaði sínu með þeim rökum að þau hafi samfélagslega þýðingu, komi fólki við auk þess sem tjáningarfrelsið krefjist þess. Margir fjölmiðlar í Svíþjóð og Finnlandi hafa hins vegar ákveðið að birta þau ekki. Stutt er síðan utanríkisráðherra Finnlands varð að segja af sér vegna smáskilaboða sem hann sendi erótískri dansmey. - ghs Smáskilaboð frá finnska forsætisráðherranum til þáverandi unnustu: Leynileg SMS birt í blöðum SPÁNN, AP Hinn nýi varnarmála- ráðherra Spánar, Carmen Chacón, fór um helgina til Afganistan til að heimsækja spænska herliðið sem er þar við friðargæslustörf. För hennar til Afganistan er fyrsta ferð hennar sem varnar- málaráðherra. Hún er komin sjö mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Útnefning hennar hefur sætt mikilli gagnrýni en Chacón er fyrsta konan sem tekur við embætti varnarmálaráðherra Spánar. Einnig hefur vakið athygli að Chacón er frá Katalón- íu og er gift borgaralega en ekki inn í kaþólsku kirkjuna. - mmr Varnarmálaráðherra Spánar: Heimsótti her- lið í Afganistan SLYS Ökumaður og farþegi bifhjóls hlutu slæma skurði, meðal annars á fótum, þegar ökumaðurinn missti stjórn á hjólinu í Naustagili á Húsavík laust fyrir hálf tvö á sunnudaginn. Varð slysið á vegi sem liggur frá Garðarsbraut niður að Húsavíkurhöfn en vegna hálku er brekkan mikið sandborin á veturna. Voru mennirnir, tveir ungir karlmenn, báðir með hjálma en hvorugur í hlífðarfatnaði. Sluppu þeir við beinbrot en voru lagðir inn á sjúkrahúsið á Húsavík til aðhlynningar. Ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur. Hjólið er mikið skemmt. - ovd Bifhjólaslys á Húsavík: Grunaður um ölvunarakstur UMHVERFISMÁL Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins var fimm sinnum kallað út frá klukkan hálf tíu til miðnættis á sunnudags- kvöldið vegna sinuelda í Hafnar- firði. Gróður skemmdist mikið en engar skemmdir urðu á mann- virkjum. Eldur komst þó einu sinni nálægt íbúðarhúsi og voru húsráðendur komnir út til að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að. Talið er líklegt að sami aðili hafi kveikt alla eldana og vildi varðstjóri hjá slökkviliðnu biðja foreldra um að brýna fyrir börnum sínum að kveikja ekki í sinu. - ovd Fimm útköll slökkviliðsins: Sinubrunar í Hafnarfirði SINUBRUNAR Stranglega er bannað að kveikja í sinu enda getur slíkt oft skapað mikla hættu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LANDBÚNAÐUR Félög Vinstri grænna í Skagafirði og Húna- vatnssýslum skora á Alþingi að stöðva frumvarp ríkisstjórnar- innar um innflutning á fersku kjöti og kjötvörum. Í ályktun félaganna segir að með frumvarpinu sé „ekki aðeins vegið að einstökum atvinnu- greinum heldur afkomu heilu landshlutanna“. Þar segir jafnframt að um „algert sinnu- leysi sé að ræða gagnvart séríslenskum hagsmunum“. Fáir landshlutar eiga eins mikið undir kjötvinnslu og landbúnaði og Skagafjörður og Húnavatns- sýsla. - þo Vinstri græn álykta: Afkoma stórra landshluta sögð vera í húfi KJÖTVINNSLA Vinstri græn skora á Alþingi að stöðva frumvarp um innflutn- ing. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óku undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Suðurnesjum tók tvo ökumenn aðfaranótt sunnudagsins grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í báðum tilfellum fundust meint fíkniefni í bílum mannanna; um þrjú grömm í hvorum bíl. LÖGREGLUFRÉTTIR MATTI VANHANEN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.