Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 22. apríl 2008 13 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 238 5.237 -1,19% Velta: 1.782 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,38 -0,27% ... Bakkavör 42,60 -0,23% ... Eimskipafélagið 23,00 -0,65% ... Exista 12,03 -1,72% ... FL Group 6,59 -1,94% ... Glitnir 16,70 -2,05% ... Icelandair Group 24,10 +0,00% ... Kaupþing 840,00 -1,41% ... Landsbankinn 31,10 -0,64% ... Marel 89,70 +0,00% ... SPRON 5,22 -2,25% ... Straumur-Burðarás 12,23 -0,65% ... Teymi 4,01 +0,00% ... Össur 91,00 +0,00% MESTA HÆKKUN ATLANTIC PET. +1,32% MESTA LÆKKUN EIK BANKI -2,44% SPRON -2,25% GLITNIR -2,05% Umsjón: nánar á visir.is „Íbúðalánasjóður er með þessu að teygja sig eins og hann getur á móti Seðlabankanum og hávaxtastefnu hans,“ segir Hallur Magnússon ráðgjafi. Íbúðalánasjóður hefur þegar lækkað vexti í kjölfar útboðs á íbúðabréfum sem hófst á föstu- dag. Vextir af lánum með uppgreiðsluákvæði verða 5,2 prósent, voru áður 5,5. Vextir af lánum án uppgreiðsluákvæðis lækka hins vegar mun minna. Þeir voru 5,75 prósent en verða nú 5,7. Stjórn Íbúðalánasjóðs segir að vaxtaálag vegna uppgreiðsluáhættu verði framvegis 0,95 prósentustig, en var áður minna. Hallur bætir því við að sjóðurinn hafi ekki farið í útboð á fyrsta fjórðungi ársins. Það styðji enn fremur við markmið Seðlabankans. Hallur Magnússon segir að sjóðurinn hefði getað skilað lægri útlánavöxtum en raunin varð. Sjóðurinn hefði hins vegar boðið út mikið af bréfum í stuttum lánaflokki, sem hafi hækkað ávöxt- unarkröfu sjóðsins. „Íbúðalánasjóði hefði verið í lófa lagt að taka einungis tilboðum í lengri flokkunum. Enda eru útlán hans fyrst og fremst til langs tíma. Allar forsendur hefðu því verið til þess að lækka vexti jafnvel niður í fimm prósent eða 5,05 prósent miðað við fyrir- liggjandi forsendur.“ Ingólfur Bender, forstöðumaður Grein- ingar Glitnis, segir vaxtalækkun sjóðsins úr takti við við aðgerðir Seðlabankans. „Íbúða- lánasjóður er ekki að spila með í þessari hagstjórn, þannig að út frá peningalegu aðhaldi myndi ég telja þetta neikvætt,“ segir Ingólfur. „En það má raunar segja sjóðnum til hróss að hann lækkaði vextina ekki eins mikið og hann hefði í rauninni getað.“ Ingólfur bætir því við að ekki sé við sjóðinn að sakast heldur fremur löggjöf um sjóðinn. „Þetta kynni hins vegar að teljast jákvætt ef litið er til húsnæðismarkaðarins, þar sem lítið er um að vera um þessar mundir. “ - ikh Gat lækkað vextina enn meira ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR LÆKKAR VEXTI Hallur Magnússon og Ingólfur Bender segja báðir að sjóðurinn hefði getað lækkað vextina meira en raunin varð. Skilyrði vegna yfirtöku Marel Food Systems á hollenska matvæla- vinnsluvélaframleiðandanum Stork Food Systems (SFS) hafa verið upp- fyllt. Tilkynnt var til kauphallar í gær að evrópsk samkeppnisyfir- völd hefðu samþykkt kaupin án skilyrða. Samkomulag um kaupin á SFS fyrir 415 milljónir evra var kynnt 28. nóvember sl. Kaupin voru gerð með fyrirvara um samþykki sam- keppnisyfirvalda, jákvæða umsögn starfsmannasamtaka Stork (Stork Works Council) og að yfirtökutil- boð eignarhaldsfélagsins London Acquisition í það sem eftir stendur af Stork-iðnsamstæðunni í Hollandi yrði skilyrðislaust. Í tilkynningu kemur fram að Marel hafi að fullu fjármagnað kaupin á SFS með lánsfé og útgáfu nýrra hluta. - óká Skilyrði yfirtöku Marels uppfyllt Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s hefur lækkað lánshæfismat Lands- virkjunar og segir horfurnar nei- kvæðar. Lánshæfiseinkunn fyrir- tækisins var áður A+ en er nú A. Þetta gerist í kjölfar þess að láns- hæfiseinkunn íslenska ríkisins var lækkuð á dögunum. Þá endurspegl- ar þetta ennfremur yfirburði Landsvirkjunar á íslenskum raf- orkukmarkaði, að því er fram kemur í frétt Forbes. Standard & Poor‘s hefur einnig lækkað einkunn Landsvirkjunar vegna langtímaskuldbindinga í inn- lendum gjaldmiðli úr AA í AA-, en staðfestir um leið sambærilega ein- kunn Landsvirkjunar fyrir skamm- tímaskuldbindingar í bæði innlend- um og erlendum gjaldeyri. - ikh Einkunn Lands- virkjunar lækkar RAFLÝSTAR GÖTUR Standard & Poor‘s nefnir yfirburði Landsvirkjunar á íslensk- um raforkumarkaði sem eina ástæðu þess að lánshæfismatið er lækkað. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fjár- málafyrirtækja (SFF) á stjórnar- fundi sem haldinn var á föstudag. Þar skipti stjórnin með sér verk- um, en stjórnin var kjörin á aðal- fundi fyrir hálfum mánuði. Sigurð- ur Viðarsson, forstjóri TM, var kjörinn varaformaður stjórnar. Lárus Welding, fyrrverandi for- maður, og Helgi Bjarnason, fyrr- verandi varaformaður, sitja áfram í stjórninni. Samtök fjármálafyrir- tækja eru heildarsamtök fjármála- fyrirtækja á Íslandi. Aðildarfélög eru viðskiptabankar, fjárfestingar- bankar, sparisjóðir, tryggingafélög, verðbréfafyrirtæki, eignaleigur og kortafélög, í allt 42 félög. - ikh Halldór tekur við formennsku SFF Fljúgðu fyrir klink! flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 20 35 0 4. 20 08 Þú getur flogið fyrir aðeins 1.990 krónur, með sköttum, aðra leiðina milli Reykjavíkur, Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og Vestmannaeyja frá 24. til 29. apríl, ef þú bókar á netinu í dag á flugfelag.is 500 sæti eru í boði svo nú er um að gera að drífa sig á netið og notfæra sér klinktilboðið. KLINK T I L B O Ð 1.990kr. frá 24. til 29. apríl 500 sæti í boði Aðeins bókanlegt í dag, frá kl. 10:00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.