Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.04.2008, Blaðsíða 36
20 22. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ó, veld þú bara... Ég er ekki vandfýsinn! ...og þegar X er deilt með 3,14 sjáum við að Y-öxullinn verður... Já, Maggi? Pabbi minn segir að 90% af öllu sem við lærum í skólan- um sé bara þvæla sem við munum aldrei þurfa að nota í lífinu! Er það satt? Nei! Það er ekki satt! Og ég held að ég verði að setjast niður með honum pabba þínum, Maggi! Með nýju námsáætlun- inni eru þetta örugglega 93%! Fyrirgefðu! Mín mistök! Ég set Jennifer Aniston í markið í mínu ímynd- unarfótboltaliði... Úúú! ... Heidi Klum og Gisele Bündchen í miðjuna, Jessica Alba í sóknina... Mmm... ...á meðan Eva Longoria, Lindsay Lohan og Camer- on Diaz sjá um vörnina. Leikhlé! Maður á ekki að hella yfir sig vatni fyrr en eftir leik. Ég gat ekki beðið. Viljið þið &&$/#$(#% færa ykkur! Landkrabbar! Vá, eru allir krabbar eins og þú? Nei. Sumir eru leiðinlegir. Þeir taka 70 þúsund fyrir að laga bílinn. 70 þús- und?? En Hannes og Solla eiga tíma hjá tannlækni og Lóa á tíma í skoðun hjá Ó, já! Ég veit hreinlega ekki hvort er dýrara í rekstri... bíllinn eða innihald hans. barnalækni í þess- um mánuði! VERKSTÆÐI Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já D 3 Sk ei fu nn i 1 7 þr ið ju h æ ð. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Sendu BTC AMV á númerið 1900 og þú gætir unnið eintak! Auk fullt af aukavinngum ÞÚGÆTIRUNNIÐ! Stórskemmtileg gamanmynd fyrir alla fjölskylduna er komin í verslanir! Blaðberum Fréttablaðsins fjölgar um 30.000 Skap ágætis félaga míns stjórnast af tveimur þáttum; ann- ars vegar af sölu nýj- ustu breiðskífu U2 og hins vegar gengi liðs- ins hans frá Bítla- borginni, Liverpool. Eins og gefur að skilja minnir lunderni hans á konu á túr; nær hæstu hæðum á köflum en dettur síðan niður í svartnættið þess á milli og heldur að himinn og jörð sé að farast. Sjálfur læt ég mér nægja hið síðarnefnda. Og velti því reyndar oft fyrir mér hvort slíkar geð- sveiflur teljist heilbrigðar. Hús- freyjan í Vesturbænum getur kviðið ansi mikið fyrir því þegar húsbóndin snýr heim aftur eftir hamborgaraát. Ef hann opnar dyrnar með tárin í augunum, leggst upp í rúm með sængina yfir höfðinu og byrjar að væla eins og smástrákur, veit hún sem er að lítið þýðir að tjónka við honum. Hún hristir síðan hausinn í leyni enda vill hún ekki gera lítið úr þessu helgidjásni heimilisins. Og í kvöld endurtekur sagan sig. Húsbóndinn byrjar að öskra upp úr þurru og tekur upp á því að syngja einkennissöng liðsins. Hann skrúfast allur upp ef fréttir heyrast um Liverpool og byrjar að greina leikaðferð og byrjunarlið Benitez. Húsfreyjan, þolinmóð að venju, verður að hlusta á þessar innantómu pælingar um ágæti liðsins. „Hann þarna hjá Barce- lona er sætur,“ missir hún óvænt út úr sér þegar kemur að eins- mannstölunni um Chelsea. Og upp- sker í kjölfarið tæplega klukku- stunda ræðu um hvernig Frank Rijkaard sé að missa katalónska stórveldið úr höndunum á sér. Og svona hefur þetta verið í níu mán- uði á hverju ári, nánast stans- laust. En sem betur fer fyrir húsfreyj- una í Vesturbænum er sólin tekin að hækka á lofti. Því það þýðir að golfið sé að byrja og þá þarf hún ekki lengur að hlusta á pælingar um strategíu og dómaraskandala. Enda fer húsbóndinn út á völl og kvelur alla aðra með umræðum um næsta tímabil hjá Liverpool. STUÐ MILLI STRÍÐA: Liverpool, Liverpool, Liverpool FREYR GÍGJA GUNNARSSON MISSIR VITIÐ Í SÓLARHRING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.