Fréttablaðið - 23.04.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 23.04.2008, Síða 12
12 23. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Fiðraðir vetrarvinir Þótt vorboðinn létti lund margra Íslendinga má ekki gleyma þeim fuglum sem þreytt hafa með okkur harðan vetur. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari hefur fylgst með þeim í vetur og nú vill Fréttablaðið þakka þeim samveruna á þess- um síðasta vetrardegi. FINGRAFAR Á LOFTI Það er óhætt að segja að fuglalífið setji svip sinn á hversdagsleikann. Hér er reyndar engu líkara en starinn setji fingrafar á skýin í hópflugi skömmu fyrir sólsetur. GLÓBRYSTINGUR Þessi sjaldgæfi flækingur var tíður gestur í garði ljósmyndarans sem launaði honum samveruna ríkulega með góðu æti. SVARTÞRÖSTUR Svartþröstum hefur fjölgað hér síðustu ár. Hann er að mestu flækingsfugl en hefur þó komið upp nokk- uð stöndugu varpi á Reykjavíkursvæðinu. Kannski vegna þess að fólk er duglegt við að gauka að honum góðgæti. ÞRÖSTUR Hann hefur ekki upp raust sína fyrr en á vorin þegar hann reynir að heilla kvenfugla með fögrum söng. En þó láta nokkrir þeirra harðan íslenskan vetur yfir sig ganga og þá eru epli vel þegin. T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.