Fréttablaðið - 25.04.2008, Side 13

Fréttablaðið - 25.04.2008, Side 13
FÖSTUDAGUR 25. apríl 2008 13 VIKA 12 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA Nýjar 1 lítra umbúðir „Ég sá svipuð átök þegar ég bjó á Spáni,“ segir Rachid um átök atvinnubílstjóra og mótmæl- enda annars vegar og lögreglunnar hins vegar í fyrradag. „Þá tókust háskóla- stúdentar á við lögregluna og voru það mjög hörð átök. Það er slæmt að svona skuli koma upp á. Ísland er þekkt um alla Evrópu sem friðelskandi lýðræðisríki. Ég á til dæmis vini á Spáni sem tala um Ísland sem eitt mesta lýðræðisríki í heimi og ég tel að þetta muni valda fólki vonbrigðum.“ Rachid Benguella: SLÆMT AÐ ÚTKLJÁ MÁL MEÐ OFBELDI „Mér hefur gengið ágætlega í próf- unum hingað til,“ segir Charlotte Ólöf, sem viðurkennir þó að próf- undirbúning- urinn hafi ekki gengið neitt stórkostlega vel. „Það hefur verið nóg að gera í vinnunni, við að læra fyrir prófin og við undirbúning Afríkuferðar- innar,“ segir hún og á þar við ferð til Líberíu sem hún hyggst fara í sumar. Charlotte hefur verið að hressast eftir að hún veiktist í lungum af völdum víruss. Hún átti frí í gær og nýtti daginn til að læra. Charlotte Ólöf Ferrier: ERFIÐRI VIKU LOKSINS AÐ LJÚKA „Það er sama flakkið á mér,“ segir Filipe sem nú er staddur á Akureyri. „Ég er fyrir norðan að sinna nokkrum verkefnum í vinnunni. Ég kann bara nokkuð vel við mig. Hins vegar stytti ég mér stundir á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli.“ Þótt sumarið sé gengið í garð samkvæmt alm- anakinu þykir Portúgalanum lítið gefa til kynna að sú sér raunin. „Reyndar mætti þó segja að það sé byrjað að vora hér fyrir norðan þó enn sé nokkuð napurt en það angrar mig ekkert.“ Filipe Figueiredo: NAPURT SUMAR Það er nokkuð liðið síðan við höfum heyrt í Algirdas en hann hefur átt annríkt í vinnu, tölvu- námi og svo dagskrárgerð á útvarpinu Halló Hafnarfjörður. En næstsíðustu helgi eyddi hann með fjölskyldunni. „Eldri sonur minn, Modest- as, var þá að keppa í úrslitakeppni í körfubolta 11 ára og yngri í KR DHL-höll- inni. Það gekk mjög vel og hann vann Íslandsmeistaratitilinn með Haukum en það er annað árið í röð sem þeir gera það. Svo er ég búinn að skipuleggja sumarfrí fjölskyldunar og búinn að kaupa flugmiða til Litháen.“ Algirdas Slapikas: SONURINN ÍSLANDSMEISTARI VIÐSKIPTI „Norðmenn hafa sinn olíusjóð, sem tryggir þeim mikinn efnahagslegan stöðug- leika. Við ættum að koma okkur upp þjóðar- sjóði sem hefði tekjur af auðlindum lands og hugviti þjóðarinnar,“ sagði Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbank- ans, í ræðu á aðalfundi bankans í fyrradag. Slíkur sjóður ætti að verja efnahagslífið og hagstjórn fyrir svipuðum áföllum og dunið hefðu yfir undanfarna mánuði. Hann sagði það gömul sannindi að í góðæri skuli huga að mögru árunum. „Ég er þeirrar skoðunar að ef við Íslendingar viljum halda áfram á þeirri braut að taka fullan þátt í viðskiptum á alþjóðamarkaði, halda áfram að auka tekjur okkur af viðskiptum við útlönd, halda sjálfstæðri efnahagsstjórn og eiga kost á eigin gjaldmiðli, þá sé okkur nauðsynlegt að koma okkur upp mjög öflugum varasjóði.“ Björgólfur minnti á íslenska lífeyrissjóða- kerfið, þar sem hver og einn hefði lagt fé til hliðar til efri ára. „Við sem þjóð höfum hins vegar ekki sýnt þessa fyrirhyggju. Við eigum ekki sjóð sem mætir alvarlegum þrengingum eins og þeim sem við göngum nú í gegnum.“ Björgólfur sagði að slíkur sjóður yrði ekki til á einni nóttu, en eftir áratug yrði hann myndarlegur, yrði byrjað nú. „Og jafnvel þótt við yrðum hluti af stærra peningakerfi og tækjum upp stöðugri mynt þá er ég ekki frá því að bjartsýni, ákafi og áhættusækni okkar Íslendinga muni eftir sem áður skapa þrýsting á efnahagskerfi okkar. Þá yrði ekki síður mikilvægt að eiga varasjóð til að vinna gegn skaðlegum sveiflum í búskap okkar.“ - ikh Björgólfur Guðmundsson vill verja efnahagslegan stöðugleika með nýjum sjóði: Íslendingar komi sér upp þjóðarsjóði MÆLIR MEÐ VARASJÓÐI Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, segir Íslendinga ekki eiga sjóð sem mæti alvarlegum þrengingum. Við hlið Björgólfs er Sigurjón Árnason bankastjóri.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.